Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun