Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Sjá meira
Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun