Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar 26. febrúar 2025 17:00 Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Rödd er fyrirbæri sem mörg leiða hugann lítið að fyrr en eitthvað er ekki sem skyldi. Ræma, hæsi, raddleysi eða önnur raddmein geta verið óþægileg áminning um mikilvægi raddarinnar og þess að geta tjáð sig vandræðalaust. En hvað ef röddin er heilbrigð en endurspeglar á engan hátt manneskjuna sem mælir? Það er raunin hjá sumum þeirra sem óska eftir þjónustu undirritaðrar sem er talmeinafræðingur í transteymi Landspítala. Þá er röddin hluti af þeim kynama (e. gender dysphoria) sem einstaklingar finna fyrir. Rödd er flókið fyrirbæri sem grundvallast á öndun. Loftstreymi veldur titringi raddbanda en mörg líffræði- og menningartengd atriði hafa áhrif á rödd. Þegar þau koma öll saman verða þau þess valdandi að við hljómum á ákveðinn hátt. Það er mikil einföldun að tala um karla- og kvennaraddir en á breiðum grunni eru ákveðin atriði sem skilgreina hvorn flokkinn fyrir sig, svo sem tíðni raddarinnar, hljómur hennar og styrkur. Jafnframt er hægt að ná fram kynhlutlausri rödd með hliðsjón af því hvaða mælanlegu raddtilbrigði verða til þess að rödd fellur í ákveðinn kynflokk en þá er reynt að lenda þar mitt á milli. Markmið raddþjálfunarinnar ætti þó alltaf að vera að finna rödd sem einstaklingurinn er sáttur við og samræmist sjálfsmynd hans, frekar en að reyna að uppfylla staðlaðar hugmyndir um kynbundna rödd og það hvernig kynjunum ,,ber” að hljóma. Erfiðasti hluti þessarar vinnu er þegar fólk óskar ekki eftir raddbreytingunni fyrir sig heldur fyrir áheyrendur raddarinnar. Viðkomandi hefur jafnvel alla tíð átt í góðu sambandi við röddina, lýsir henni sem fallegri/tærri/ lifandi en að röddin þurfi að breytast þar sem hún sé ástæða rangkynjunar. Rangkynjun vísar til þess þegar ekki er talað um eða við transfólk í samræmi við það kyn sem það skilgreinir sig sem. Í þessum tilfellum væri nær að senda vissa þjóðfélagshópa í viðhorfsþjálfun í stað þess að reyna að breyta rödd sem ekki þarfnast neinna breytinga. Sé litið til ástandsins í heiminum er þetta þó skiljnleg bón. Á meðan það er appelsínugul mannréttindaviðvörun í Hvíta húsinu og öfgafullar hægrisveiflur víða þá er staðreyndin sú að það getur hreinlega reynst fólki hættulegt að vera utan kynjatvíhyggjunnar. Þörf fólks til að troða öðrum í fyrir fram ákveðna kassa getur orðið svo sterk að það grípur til ofbeldis, andlegs eða líkamslegs, til að refsa þeim sem ekki eru ferhyrndir fyrir að gera tilvistina „ruglingslega“. Ég skal glöð aðstoða það transfólk áfram sem óskar eftir raddþjálfun til að líða betur í eigin skinni en hér er hugmynd. Leyfum þeim sem passa í kassana að gera það áfram en lofum fólki utan þeirra óáreitt að hljóma alls konar.Höfundur er talmeinafræðingur.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun