Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2025 13:15 Ég ætla að fjalla aðeins um stjórnmálavæðingu löggæslu í alþjóðlegu samhengi, einkum með Gaza sem „case study“, eða dæmi, og um aðferðina og hugmyndafræðina þar að baki, um hervæðingu lögreglu og löggæslu, þar sem mörkin á milli lögreglu, öryggislögreglu og hervalds hafa orðið í auknum mæli óljósari víða um heim. Lögregluofbeldi gegn mótmælendum sem mótmæla stórfelldum lögbrotum, brotum á alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum, þar með barnasáttmála SÞ, hefur færst í aukana. Þannig ver lögreglan alvarleg lögbrot og þjösnast á þeim sem mótmæla því. Gaza er miðlæg í þessu öllu saman, þar sem sameinast nýlenduhyggja, heimsvaldahyggja, rasismi og íslamófóbía, svo ekki sé talað um sadisma, sem kemur saman í þjóðarmorðinu sem Ísrael og vesturveldin fremja á Gaza í beinni útsendingu, og hefur verið síðustu bráðum 17 mánuði. Hluti af þessu er það sem kallað er „eco-apartheid“, eða vistkerfis-apartheid, þar sem verið er að eyða vistkerfislegum lífsskilyrðum fólks sem litið er á sem umframstærð, sem losna má við, sem losna á við. Framkvæmd og markmið þjóðarmorðsins er tæknilegt iðnaðar-morð Ísrael og vesturveldanna á fólki á Gaza (70,000-300,000 manns, beint og óbeint, allt eftir hver segir frá), iðnaðar-hungursneið, markviss morð á börnum og mæðrum til að hindra fjölgun og möguleika Palestínumanna að lifa af og koma næstu kynslóð áfram (Albanese, 2024). Þjóðarmorðið lýsir sér enn fremur í eftirfarandi þáttum. Vistmorð, þar sem alla vega um 50 milljón tonn af rústum þekja Gaza þar sem áður voru heimili, skólar, sjúkrahús, moskur, kirkjur, o.s.frv., sem mun taka áratugi að hreinsa, og þar sem minnst 100,000 tonn af sprengjum hefur rignt yfir Gaza, sem fyrir utan fjöldaslátrun á íbúum, hafa skilið eftir mikið magn af eiturefnum, með markvissri eyðileggingu á ræktunarlandi, ökrum, ólívuræktun, vatnskerfum, rafkerfum, o.s.frv., sem gert hefur fæðuframleiðslu ómögulega. Menningarmorð, sem er markviss eyðilegging á menningarlegum stofnunum og táknum, margra alda gömlum kirkjum, moskum, fornminjum (þeim sem ekki var búið að stela áður), söfnum, bókasöfnum, menningar- og þjóðskrám, og á öðru sem varðveitir sögu og menningu Palestínumanna, sem á sér alla vega 4000 ára sögu á Gaza. Reynt hefur verið að afmá palestínska menningu og sögu út – „Palestínumenn eru ekki til“, eins og zíonistarnir segja. Menntamorð, sem er markviss eyðilegging skólakerfisins og menntastofnana, allt frá grunnskólum til háskóla. Allir skólar hafa verið jafnaðir við jörðu (líka þeir sem gegndu hlutverki sem skjól fyrir fólk á flótta fram og til baka), allir háskólar eru rústir einar, þúsundum nemenda verið myrtir, sem og hundruð kennara og prófessora. Bókasöfn hafa verið lögð í rúst og brennd til grunna. Barnamorð, markviss morð (m.a. af leyniskyttum) og limlestingar á börnum, allt frá nýburum og fyrirburum (sem voru viljandi myrtir) og áfram, til að koma í veg fyrir að næsta kynslóð Palestínumanna komist á legg, „öll börn eru verðandi terroristar“, segja zíonistarnir. Heil kynslóð er mörkuð af ólýsanlegu líkamlegu og sálrænu tráma. Mæðramorð, markviss morð á mæðrum – með börn og/eða óléttar – einnig til að hindra næstu kynslóð í að komast á legg. Markmiðið er skipulögð eyðing heillar kynslóðar og möguleika hennar til lífs, til menntunar, til sjálfsbjargar, svo ekki sé talað um sjálfstæði. Sömuleiðis markviss feðramorð og morð á ungum körlum, til að koma í veg fyrir að Palestínumenn geti varið sig, geti barist gegn hernáminu, geti séð fyrir fjölskyldu sinni, og geti fjölgað sér. Síðast en ekki síst afa- og ömmumorð, morð á elstu kynslóðinni – sem varðveitir sögurnar, m.a. sögurnar af Nakba (hörmungunum sem hófust við stofnun zíonistaríkisins), sögurnar af stríðsglæpum zíonistanna, sögur sem eru tengiliður við menningarlegan arf og sjálfumleika palestínsku þjóðarinnar, sem er hluti af því að má út menningararfinn, sem er ekki bara í minjum, söfnum, heldur ekki minnst í sögum og frásögnum afa og ömmu (sjá Albanese, 2024). Þetta er aðferðin við að útrýma heilli þjóð, sem nefnist þjóðarmorð, aðferð sem er skipulögð og framkvæmd í útpældum smáatriðum af Ísrael og Bandaríkjunum (sem fjármagna og vopna framkvæmdina), með nýjustu stafrænu tækni, gervigreind, en fyrst og fremst með botnlausri illsku og ómennsku, með takmarkalausum stuðningi vesturveldanna, gömlu nýlenduríkjanna, sem stunduðu þessa aðferð um allan heim síðustu 500 árin. Að baki þessari aðferð liggja allskyns hugmyndafræðilegir þættir: heimsvaldahyggja, nýlenduhyggja, hið kapítalíska hagkerfi, rasismi, vestræn yfirburðarhyggja, sem ég vil ramma inn með hugtaki frá Achille Mbembe (2019), Necropolitics, eða dauðapólitík, sem kallast á vissan hátt á við hugtak Foucault (1978), Biopolitics, lífpólitík. Biopolitics, vísar í hvernig valdið/ríkið stjórnar og stýrir þegnum/borgurum sínum, einkum með skrif- og tækniræði (tölulegum upplýsingum um líf og dauða; eftirliti; lögum, o.s.frv.), og ákvarðar hvernig (og hvort) hinir lifandi líkamar komist af (eða ekki). Þetta tengist síðan öðru hugtaki frá Foucault (1991), governmentality, eða „stjórnvaldstækni“, sem er tæknin, aðferðin til að ráðskast með líf (og dauða fólks), að mestu með alltumlykjandi skrifræði. Necropolitics, dauðapólitík (Mbembe, 2019) má segja að feli í sér hvernig valdið skapar og stjórnar rými og tilveru fólks „á milli“ lífs og dauða. Það snýst líka um sjálfsákvörðunarrétt ríkja til að ákveða hvað/hverjir lifa og/eða deyja inna hvaða rýmis. Segja má að nýlenduhyggja, rasismi og þrælahald hafi skapað grundvöllinn fyrir framkvæmd dauðapólitíkur, sem og hvít/evrópsk yfirburðarhyggja – framkvæmd sem er enn í gangi og sem blasir við okkur á Gaza í dag. Dauðapólitík felur í sér að beygja lífið undir dauðann, með allskyns aðferðum og vopnum, þar sem skapaðir eru „dauða-heimar“, ástand þar sem fólk er „lifandi-dautt“. Mbembe (2019) bendir á nokkra þætti: „necroeconomy“, dauða-hagkerfi, þ.e. hagkerfi sem gerir að fólki sem flokkast sem „umframstærð“ fjölgar jafnt og þétt, og sem þarf að gera ósýnilegt á jaðrinum og/eða losna við. Þarna blasir Gaza við okkur. Tengt þessu er að loka vissa þjóðfélagshópa inni, í fangabúðum, flóttamannabúðum, fátækrahverfum, fangelsum, og útrýmingarbúðum – samanber Gaza. Þetta eru „óæskilegir“ hópar sem þarf að fjarlægja og/eða losna við – og er það gert með lögreglu- og hervaldi. Þessi lokuðu svæði eru undir stjórn lögreglu- og hervalds, sem hefur það í hendi sér að kúga, pynta og/eða drepa fólk innan svæðisins. Mikilvægur þáttur er það sem Mbembe kallar „að framleiða dauða á stórum skala“, sem greina má sem ríkisterror; ríkið ákærir, fangelsar og eyðir ákveðnum þjóðfélagshópum, ríkið útvistar og vinnur með allskyns vígasveitum við ofbeldisverk sín, ríkið stundar arðrán á náttúruauðlindum og til þess eru þjóðfélagshópar sem „eru fyrir“ fjarlægðir og/eða eytt, oftast með samvinnu ríkisvalds og alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem notfæra sér allskyns glæpasamtök við framkvæmdina. Dauðapólitík felur þannig í sér lokaðar pólitískar, hagrænar og hernaðarlegar aðferðir sem hafa það markmið að eyða ákveðnum mannlegum samfélögum. Fyrir utan fjöldamorð og útrýmingar talar Mbembe (2019) um að dauðapólitík feli líka í sér eftirlit með fólki, einstaklingum og hópum, ekki bara til að aga það, heldur til að fá sem mest út úr því, eins og t.d. varðandi alls konar mansal og þrælavinnu í hinu kapítalíska hagkerfi nútímans. Rasismi er einn megin drifkraftur dauðapólitíkur og sem fær hana til að virka og dafna í samfélögum nútímans, sem tengist kerfisbundnu ofbeldi og rasisma af hálfu ríkisvaldsins, með lögum sínum og skrifræði. Vegna þessa er þetta hugtak Mbembe, Necropolitics, mjög gagnlegt við að skoða og skilja það sem hefur átt sér stað í Palestínu í áratugi, og einkum síðustu 16-17 mánuðina. Samkvæmt Kolinjivadi og Ashraf (2024), er vistkerfis-apartheid nauðsynlegt til að viðhalda hinu kapítalíska kerfi heimsvaldastefnunnar í framtíðinni, og til að tryggja framtíð hinna evrópsku landræningja í Palestínu til frambúðar. Verið er að útmá hugmyndir um fjölmenningu, margbreytileika, mannréttindi og alþjóðalög, svo hin ráðandi elíta geti farið sínu fram, óháð öllu öðru og öllum öðrum. Það sem blasir við í dag í Bandaríkjunum, með Trump og Musk í broddi fylkingar, sem og vaxandi öfga-hægri öfl í Evrópu og víðar, m.a. á Indlandi, fjölmennasta ríki heims, bendir allt í þessa átt. Gaza er tilraunastofa fyrir þetta nýlendu-heimsvalda-ofbeldi, en einnig sem tilraunastofa fyrir nýjustu drápstækin sem zíonistaherinn prufukeyrir og fullreynir við að myrða Palestínumenn á hverjum degi (Loewenstein, 2023). Þessi tilraunastarfsemi rímar við margskonar tilraunir á fólki hins hnattræna suðurs, t.d. með rafrænt eftirlit í flóttamannabúðum um allar jarðir (mikið af þeirri tækni er framleidd í Ísrael). Þessar tilraunir eru að sjálfsögðu framkvæmdar án samþykkis tilraunadýranna (zíonistar líta jú á Palestínumenn sem „dýr“), en þessar tæknitilraunir fela m.a. í sér prófanir á nýjustu augnskönnum, nýjustu alsjáandi myndavélum, nýjustu drónatækni, og á nýjustu drápstækni af öllum gerðum og stærðum. Svo þegar búið er að sannreyna ágæti þessara tækja eru þau seld á vopnasölumörkuðum sem drápstæki sem búið er að prófa á fólki. Notkun gervigreindar til að sigta út skotmörk á Gaza hefur færst í aukana (sbr. Lavender kerfið, sjá Loewenstein, 2023), en AI er notað til að finna „hættulegar“ persónur, sem eru fyrir í gagnabönkum njósnakerfis Ísrael, og kerfið velur hverja á að myrða, hvenær og hvar. Semsagt, nýtísku hátæknimorð. Þessar tækninýjungar snúast þannig að mestu um hátæknivopn og hátæknieftirlit – stórfellt rafrænt Panopticon (Foucault, 1975) með dauðann að hinu endanlega markmiði. Allt er þetta tengt hugtaki Mbembe (2019) um Necropolitics, dauðapólitík. Veruleikafirring, meðvirkni og afneitun vesturveldanna, vestrænna meginstraums fjölmiðla með þjóðarmorði Ísrael á palestínsku þjóðinni hefur verið yfirgengileg og verður þeim til ævarandi skammar. Þetta hefur lýst sér í skilyrðislausum stuðningi – pólitískt, efnahagslega, diplómatískt og hernaðarlega. Flestir vestrænir stjórnmálamenn hafa tönnlast á hinni gömlu tuggu um að „Ísrael hafi rétt á að verja sig“, og flestir fjölmiðlar hafa haft mjög hlutdræga ritstjórnarpólitík, orðað fréttir á mjög vilhallan hátt gagnvart Ísrael, og sleppt því að fjalla um mikilvæga hluti þegar kemur að þjóðarmorðinu á Gaza. Óháðir fréttamenn og miðlar hafa sætt ofsóknum yfirvalda víða á Vesturlöndum, einkum í Bretlandi, en þar hafa slíkir fréttamenn verið handteknir og stungið inn án dóms og laga og öll vinnutæki þeirra gerð upptæk, auk þess sem barið hefur verið hart á mótmælendum gegn þjóðarmorði Ísrael og vesturveldanna á Gaza. Svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi þar sem má segja að búið sé að afnema tjáningar- og fundarfrelsi, þar sem bæði fræðimenn, listafólk, og aðrir hafa sótt ofsóknum, bönnum og jafnvel verið vísað úr landi eða ekki hleypt inn í landið. Að tjá stuðning við málstað Palestínumanna er ólöglegt og flokkast sem and-semítismi, og hefur þýsk lögregla gengið hart fram við að handtaka fólk, einnig þýska gyðinga sem mótmæla þjóðarmorðinu, og eru þeir ásakaðir um and-semítisma. Innflytjendur sem sækja um ríkisborgararétt verða að viðurkenna tilverurétt Ísrael. Í Bandaríkjunum hafa stjórnvöld og skólayfirvöld í mörgum af helstu háskólum landsins barið hart á stúdentum sem mótmælt hafa þjóðarmorðinu, en í þeirra hópi hefur verið fjöldi bandarískra gyðinga sem styðja málstað Palestínumanna. Akademíkerar sem hafa mótmælt þjóðarmorðinu hafa margir misst stöður sínar, sem og rektorar háskóla, sem voru reknir eftir mjög hlutdrægar yfirheyrslur í bandaríska þinginu. Fyrrverandi ísraelskir hermenn, nýkomnir úr blóðbaðinu á Gaza, hafa verið munstraðir til að ráðast á stúdenta sem höfðu komið sér upp tjaldbúðum á lóðum háskóla. Þetta sýnir að allt hið vestræna valdakerfi hefur lagst af fullum þunga og með mikilli hörku á þá sem mótmæla eða andmæla þjóðarmorði vesturveldanna á Palestínumönnum, og hefur lögreglan verið þar í lykilhlutverki. Þetta allt saman sýnir vel hvernig það virkar þegar löggæsla í ákveðnum málum er stjórnmálavædd, og má skoða framkomu íslenskrar lögreglu gagnvart mótmælendum gegn þjóðarmorðinu í þessu ljósi og sem hluta af stærra, alþjóðlegu samhengi („Helvítis dýrið“, 2025; Íslenskt samhengi, 2025). Í því sambandi má taka fram að fráfarandi stjórnvöld á Íslandi fylgdu stefnu yfirboðara sinna í Washington að mestu, sem birtist m.a. í þeirri mynd að fyrrverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson (Utanríkisráðherra, 2024), setti and-palestínska, íslamófóbíska færslu á Facebook síðu sína, sem leiddi bæði til þess að mótmælatjöld palestínskra flóttamanna á Austurvelli og stuðningsfólks þeirra voru fjarlægð, og rasísk orðræða spratt í auknum mæli fram á opinberum vettvangi á Íslandi, sem var þó nóg fyrir. Samkvæmt þessu öllu ætti löggæslan kannski að fara að skoða í hvaða liði hún er – fólkinu eða valdinu. Höfundur er doktor í mannfræði. Heimildir: Albanese, F. (2024). Anatomy of a Genocide - Report of the Special Rapporteur on the situation of human rights in the Palestinian territories occupied since 1967. (A/HRC/55/73). https://reliefweb.int/report/occupied-palestinian-territory/anatomy-genocide-report-special-rapporteur-situation-human-rights-palestinian-territories-occupied-1967-francesca-albanese-ahrc5573-advance-unedited-version Foucault, M. (1975). Discipline and punish: The birth of the prison. Vintage Books. Foucault, M. (1978). History of sexuality (1). Pantheon Books. Foucault, M. (1991). Governmentality. In G. Burchell, C. Gordon, & P. Miller (ritst.), The Foucault effects: Studies in governmentality, 87-104. London: Harvester Wheatsheaf. “Helvítis dýrið, við náðum honum”. (21.02.2025). samstodin.is. https://samstodin.is/2025/02/helvitis-dyrid-vid-nadum-honum/ Íslenskt samhengi (25.02.2024). Um Skuggasundsmálið við Rauða borðið á Samstöðinni. https://www.youtube.com/watch?v=9_qZLtS3xIk&ab_channel=Samst%C3%B6%C3%B0in.. Kolinijivadi, V. og Ashraf, A. (2024). Palestine against an eco-apartheid world, í Mondeweiss.net (17.11.2024). https://mondoweiss.net/2024/11/palestine-against-an-eco-apartheid-world/ Loewenstein, A. (2023). The Palestine laboratory: How Israel exports the technology of occupation around the world. Verso. Sjá: https://www.counterfire.org/article/the-palestine-laboratory-how-israel-exports-the-technology-of-occupation-around-the-world-book-review/ Mbembe, A. (2019). Necropolitics. Duke University Press. Utanríkisráðherra/tjaldbúðir/facebook.19.01.2024.ruv.is.https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-19-utanrikisradherra-segir-tjaldbudir-a-austurvelli-hormung-402859 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Ég ætla að fjalla aðeins um stjórnmálavæðingu löggæslu í alþjóðlegu samhengi, einkum með Gaza sem „case study“, eða dæmi, og um aðferðina og hugmyndafræðina þar að baki, um hervæðingu lögreglu og löggæslu, þar sem mörkin á milli lögreglu, öryggislögreglu og hervalds hafa orðið í auknum mæli óljósari víða um heim. Lögregluofbeldi gegn mótmælendum sem mótmæla stórfelldum lögbrotum, brotum á alþjóðalögum og mannréttindasáttmálum, þar með barnasáttmála SÞ, hefur færst í aukana. Þannig ver lögreglan alvarleg lögbrot og þjösnast á þeim sem mótmæla því. Gaza er miðlæg í þessu öllu saman, þar sem sameinast nýlenduhyggja, heimsvaldahyggja, rasismi og íslamófóbía, svo ekki sé talað um sadisma, sem kemur saman í þjóðarmorðinu sem Ísrael og vesturveldin fremja á Gaza í beinni útsendingu, og hefur verið síðustu bráðum 17 mánuði. Hluti af þessu er það sem kallað er „eco-apartheid“, eða vistkerfis-apartheid, þar sem verið er að eyða vistkerfislegum lífsskilyrðum fólks sem litið er á sem umframstærð, sem losna má við, sem losna á við. Framkvæmd og markmið þjóðarmorðsins er tæknilegt iðnaðar-morð Ísrael og vesturveldanna á fólki á Gaza (70,000-300,000 manns, beint og óbeint, allt eftir hver segir frá), iðnaðar-hungursneið, markviss morð á börnum og mæðrum til að hindra fjölgun og möguleika Palestínumanna að lifa af og koma næstu kynslóð áfram (Albanese, 2024). Þjóðarmorðið lýsir sér enn fremur í eftirfarandi þáttum. Vistmorð, þar sem alla vega um 50 milljón tonn af rústum þekja Gaza þar sem áður voru heimili, skólar, sjúkrahús, moskur, kirkjur, o.s.frv., sem mun taka áratugi að hreinsa, og þar sem minnst 100,000 tonn af sprengjum hefur rignt yfir Gaza, sem fyrir utan fjöldaslátrun á íbúum, hafa skilið eftir mikið magn af eiturefnum, með markvissri eyðileggingu á ræktunarlandi, ökrum, ólívuræktun, vatnskerfum, rafkerfum, o.s.frv., sem gert hefur fæðuframleiðslu ómögulega. Menningarmorð, sem er markviss eyðilegging á menningarlegum stofnunum og táknum, margra alda gömlum kirkjum, moskum, fornminjum (þeim sem ekki var búið að stela áður), söfnum, bókasöfnum, menningar- og þjóðskrám, og á öðru sem varðveitir sögu og menningu Palestínumanna, sem á sér alla vega 4000 ára sögu á Gaza. Reynt hefur verið að afmá palestínska menningu og sögu út – „Palestínumenn eru ekki til“, eins og zíonistarnir segja. Menntamorð, sem er markviss eyðilegging skólakerfisins og menntastofnana, allt frá grunnskólum til háskóla. Allir skólar hafa verið jafnaðir við jörðu (líka þeir sem gegndu hlutverki sem skjól fyrir fólk á flótta fram og til baka), allir háskólar eru rústir einar, þúsundum nemenda verið myrtir, sem og hundruð kennara og prófessora. Bókasöfn hafa verið lögð í rúst og brennd til grunna. Barnamorð, markviss morð (m.a. af leyniskyttum) og limlestingar á börnum, allt frá nýburum og fyrirburum (sem voru viljandi myrtir) og áfram, til að koma í veg fyrir að næsta kynslóð Palestínumanna komist á legg, „öll börn eru verðandi terroristar“, segja zíonistarnir. Heil kynslóð er mörkuð af ólýsanlegu líkamlegu og sálrænu tráma. Mæðramorð, markviss morð á mæðrum – með börn og/eða óléttar – einnig til að hindra næstu kynslóð í að komast á legg. Markmiðið er skipulögð eyðing heillar kynslóðar og möguleika hennar til lífs, til menntunar, til sjálfsbjargar, svo ekki sé talað um sjálfstæði. Sömuleiðis markviss feðramorð og morð á ungum körlum, til að koma í veg fyrir að Palestínumenn geti varið sig, geti barist gegn hernáminu, geti séð fyrir fjölskyldu sinni, og geti fjölgað sér. Síðast en ekki síst afa- og ömmumorð, morð á elstu kynslóðinni – sem varðveitir sögurnar, m.a. sögurnar af Nakba (hörmungunum sem hófust við stofnun zíonistaríkisins), sögurnar af stríðsglæpum zíonistanna, sögur sem eru tengiliður við menningarlegan arf og sjálfumleika palestínsku þjóðarinnar, sem er hluti af því að má út menningararfinn, sem er ekki bara í minjum, söfnum, heldur ekki minnst í sögum og frásögnum afa og ömmu (sjá Albanese, 2024). Þetta er aðferðin við að útrýma heilli þjóð, sem nefnist þjóðarmorð, aðferð sem er skipulögð og framkvæmd í útpældum smáatriðum af Ísrael og Bandaríkjunum (sem fjármagna og vopna framkvæmdina), með nýjustu stafrænu tækni, gervigreind, en fyrst og fremst með botnlausri illsku og ómennsku, með takmarkalausum stuðningi vesturveldanna, gömlu nýlenduríkjanna, sem stunduðu þessa aðferð um allan heim síðustu 500 árin. Að baki þessari aðferð liggja allskyns hugmyndafræðilegir þættir: heimsvaldahyggja, nýlenduhyggja, hið kapítalíska hagkerfi, rasismi, vestræn yfirburðarhyggja, sem ég vil ramma inn með hugtaki frá Achille Mbembe (2019), Necropolitics, eða dauðapólitík, sem kallast á vissan hátt á við hugtak Foucault (1978), Biopolitics, lífpólitík. Biopolitics, vísar í hvernig valdið/ríkið stjórnar og stýrir þegnum/borgurum sínum, einkum með skrif- og tækniræði (tölulegum upplýsingum um líf og dauða; eftirliti; lögum, o.s.frv.), og ákvarðar hvernig (og hvort) hinir lifandi líkamar komist af (eða ekki). Þetta tengist síðan öðru hugtaki frá Foucault (1991), governmentality, eða „stjórnvaldstækni“, sem er tæknin, aðferðin til að ráðskast með líf (og dauða fólks), að mestu með alltumlykjandi skrifræði. Necropolitics, dauðapólitík (Mbembe, 2019) má segja að feli í sér hvernig valdið skapar og stjórnar rými og tilveru fólks „á milli“ lífs og dauða. Það snýst líka um sjálfsákvörðunarrétt ríkja til að ákveða hvað/hverjir lifa og/eða deyja inna hvaða rýmis. Segja má að nýlenduhyggja, rasismi og þrælahald hafi skapað grundvöllinn fyrir framkvæmd dauðapólitíkur, sem og hvít/evrópsk yfirburðarhyggja – framkvæmd sem er enn í gangi og sem blasir við okkur á Gaza í dag. Dauðapólitík felur í sér að beygja lífið undir dauðann, með allskyns aðferðum og vopnum, þar sem skapaðir eru „dauða-heimar“, ástand þar sem fólk er „lifandi-dautt“. Mbembe (2019) bendir á nokkra þætti: „necroeconomy“, dauða-hagkerfi, þ.e. hagkerfi sem gerir að fólki sem flokkast sem „umframstærð“ fjölgar jafnt og þétt, og sem þarf að gera ósýnilegt á jaðrinum og/eða losna við. Þarna blasir Gaza við okkur. Tengt þessu er að loka vissa þjóðfélagshópa inni, í fangabúðum, flóttamannabúðum, fátækrahverfum, fangelsum, og útrýmingarbúðum – samanber Gaza. Þetta eru „óæskilegir“ hópar sem þarf að fjarlægja og/eða losna við – og er það gert með lögreglu- og hervaldi. Þessi lokuðu svæði eru undir stjórn lögreglu- og hervalds, sem hefur það í hendi sér að kúga, pynta og/eða drepa fólk innan svæðisins. Mikilvægur þáttur er það sem Mbembe kallar „að framleiða dauða á stórum skala“, sem greina má sem ríkisterror; ríkið ákærir, fangelsar og eyðir ákveðnum þjóðfélagshópum, ríkið útvistar og vinnur með allskyns vígasveitum við ofbeldisverk sín, ríkið stundar arðrán á náttúruauðlindum og til þess eru þjóðfélagshópar sem „eru fyrir“ fjarlægðir og/eða eytt, oftast með samvinnu ríkisvalds og alþjóðlegra stórfyrirtækja, sem notfæra sér allskyns glæpasamtök við framkvæmdina. Dauðapólitík felur þannig í sér lokaðar pólitískar, hagrænar og hernaðarlegar aðferðir sem hafa það markmið að eyða ákveðnum mannlegum samfélögum. Fyrir utan fjöldamorð og útrýmingar talar Mbembe (2019) um að dauðapólitík feli líka í sér eftirlit með fólki, einstaklingum og hópum, ekki bara til að aga það, heldur til að fá sem mest út úr því, eins og t.d. varðandi alls konar mansal og þrælavinnu í hinu kapítalíska hagkerfi nútímans. Rasismi er einn megin drifkraftur dauðapólitíkur og sem fær hana til að virka og dafna í samfélögum nútímans, sem tengist kerfisbundnu ofbeldi og rasisma af hálfu ríkisvaldsins, með lögum sínum og skrifræði. Vegna þessa er þetta hugtak Mbembe, Necropolitics, mjög gagnlegt við að skoða og skilja það sem hefur átt sér stað í Palestínu í áratugi, og einkum síðustu 16-17 mánuðina. Samkvæmt Kolinjivadi og Ashraf (2024), er vistkerfis-apartheid nauðsynlegt til að viðhalda hinu kapítalíska kerfi heimsvaldastefnunnar í framtíðinni, og til að tryggja framtíð hinna evrópsku landræningja í Palestínu til frambúðar. Verið er að útmá hugmyndir um fjölmenningu, margbreytileika, mannréttindi og alþjóðalög, svo hin ráðandi elíta geti farið sínu fram, óháð öllu öðru og öllum öðrum. Það sem blasir við í dag í Bandaríkjunum, með Trump og Musk í broddi fylkingar, sem og vaxandi öfga-hægri öfl í Evrópu og víðar, m.a. á Indlandi, fjölmennasta ríki heims, bendir allt í þessa átt. Gaza er tilraunastofa fyrir þetta nýlendu-heimsvalda-ofbeldi, en einnig sem tilraunastofa fyrir nýjustu drápstækin sem zíonistaherinn prufukeyrir og fullreynir við að myrða Palestínumenn á hverjum degi (Loewenstein, 2023). Þessi tilraunastarfsemi rímar við margskonar tilraunir á fólki hins hnattræna suðurs, t.d. með rafrænt eftirlit í flóttamannabúðum um allar jarðir (mikið af þeirri tækni er framleidd í Ísrael). Þessar tilraunir eru að sjálfsögðu framkvæmdar án samþykkis tilraunadýranna (zíonistar líta jú á Palestínumenn sem „dýr“), en þessar tæknitilraunir fela m.a. í sér prófanir á nýjustu augnskönnum, nýjustu alsjáandi myndavélum, nýjustu drónatækni, og á nýjustu drápstækni af öllum gerðum og stærðum. Svo þegar búið er að sannreyna ágæti þessara tækja eru þau seld á vopnasölumörkuðum sem drápstæki sem búið er að prófa á fólki. Notkun gervigreindar til að sigta út skotmörk á Gaza hefur færst í aukana (sbr. Lavender kerfið, sjá Loewenstein, 2023), en AI er notað til að finna „hættulegar“ persónur, sem eru fyrir í gagnabönkum njósnakerfis Ísrael, og kerfið velur hverja á að myrða, hvenær og hvar. Semsagt, nýtísku hátæknimorð. Þessar tækninýjungar snúast þannig að mestu um hátæknivopn og hátæknieftirlit – stórfellt rafrænt Panopticon (Foucault, 1975) með dauðann að hinu endanlega markmiði. Allt er þetta tengt hugtaki Mbembe (2019) um Necropolitics, dauðapólitík. Veruleikafirring, meðvirkni og afneitun vesturveldanna, vestrænna meginstraums fjölmiðla með þjóðarmorði Ísrael á palestínsku þjóðinni hefur verið yfirgengileg og verður þeim til ævarandi skammar. Þetta hefur lýst sér í skilyrðislausum stuðningi – pólitískt, efnahagslega, diplómatískt og hernaðarlega. Flestir vestrænir stjórnmálamenn hafa tönnlast á hinni gömlu tuggu um að „Ísrael hafi rétt á að verja sig“, og flestir fjölmiðlar hafa haft mjög hlutdræga ritstjórnarpólitík, orðað fréttir á mjög vilhallan hátt gagnvart Ísrael, og sleppt því að fjalla um mikilvæga hluti þegar kemur að þjóðarmorðinu á Gaza. Óháðir fréttamenn og miðlar hafa sætt ofsóknum yfirvalda víða á Vesturlöndum, einkum í Bretlandi, en þar hafa slíkir fréttamenn verið handteknir og stungið inn án dóms og laga og öll vinnutæki þeirra gerð upptæk, auk þess sem barið hefur verið hart á mótmælendum gegn þjóðarmorði Ísrael og vesturveldanna á Gaza. Svipaða sögu er að segja frá Þýskalandi þar sem má segja að búið sé að afnema tjáningar- og fundarfrelsi, þar sem bæði fræðimenn, listafólk, og aðrir hafa sótt ofsóknum, bönnum og jafnvel verið vísað úr landi eða ekki hleypt inn í landið. Að tjá stuðning við málstað Palestínumanna er ólöglegt og flokkast sem and-semítismi, og hefur þýsk lögregla gengið hart fram við að handtaka fólk, einnig þýska gyðinga sem mótmæla þjóðarmorðinu, og eru þeir ásakaðir um and-semítisma. Innflytjendur sem sækja um ríkisborgararétt verða að viðurkenna tilverurétt Ísrael. Í Bandaríkjunum hafa stjórnvöld og skólayfirvöld í mörgum af helstu háskólum landsins barið hart á stúdentum sem mótmælt hafa þjóðarmorðinu, en í þeirra hópi hefur verið fjöldi bandarískra gyðinga sem styðja málstað Palestínumanna. Akademíkerar sem hafa mótmælt þjóðarmorðinu hafa margir misst stöður sínar, sem og rektorar háskóla, sem voru reknir eftir mjög hlutdrægar yfirheyrslur í bandaríska þinginu. Fyrrverandi ísraelskir hermenn, nýkomnir úr blóðbaðinu á Gaza, hafa verið munstraðir til að ráðast á stúdenta sem höfðu komið sér upp tjaldbúðum á lóðum háskóla. Þetta sýnir að allt hið vestræna valdakerfi hefur lagst af fullum þunga og með mikilli hörku á þá sem mótmæla eða andmæla þjóðarmorði vesturveldanna á Palestínumönnum, og hefur lögreglan verið þar í lykilhlutverki. Þetta allt saman sýnir vel hvernig það virkar þegar löggæsla í ákveðnum málum er stjórnmálavædd, og má skoða framkomu íslenskrar lögreglu gagnvart mótmælendum gegn þjóðarmorðinu í þessu ljósi og sem hluta af stærra, alþjóðlegu samhengi („Helvítis dýrið“, 2025; Íslenskt samhengi, 2025). Í því sambandi má taka fram að fráfarandi stjórnvöld á Íslandi fylgdu stefnu yfirboðara sinna í Washington að mestu, sem birtist m.a. í þeirri mynd að fyrrverandi utanríkisráðherra, Bjarni Benediktsson (Utanríkisráðherra, 2024), setti and-palestínska, íslamófóbíska færslu á Facebook síðu sína, sem leiddi bæði til þess að mótmælatjöld palestínskra flóttamanna á Austurvelli og stuðningsfólks þeirra voru fjarlægð, og rasísk orðræða spratt í auknum mæli fram á opinberum vettvangi á Íslandi, sem var þó nóg fyrir. Samkvæmt þessu öllu ætti löggæslan kannski að fara að skoða í hvaða liði hún er – fólkinu eða valdinu. Höfundur er doktor í mannfræði. Heimildir: Albanese, F. (2024). Anatomy of a Genocide - Report of the Special Rapporteur on the situation of human rights in the Palestinian territories occupied since 1967. (A/HRC/55/73). https://reliefweb.int/report/occupied-palestinian-territory/anatomy-genocide-report-special-rapporteur-situation-human-rights-palestinian-territories-occupied-1967-francesca-albanese-ahrc5573-advance-unedited-version Foucault, M. (1975). Discipline and punish: The birth of the prison. Vintage Books. Foucault, M. (1978). History of sexuality (1). Pantheon Books. Foucault, M. (1991). Governmentality. In G. Burchell, C. Gordon, & P. Miller (ritst.), The Foucault effects: Studies in governmentality, 87-104. London: Harvester Wheatsheaf. “Helvítis dýrið, við náðum honum”. (21.02.2025). samstodin.is. https://samstodin.is/2025/02/helvitis-dyrid-vid-nadum-honum/ Íslenskt samhengi (25.02.2024). Um Skuggasundsmálið við Rauða borðið á Samstöðinni. https://www.youtube.com/watch?v=9_qZLtS3xIk&ab_channel=Samst%C3%B6%C3%B0in.. Kolinijivadi, V. og Ashraf, A. (2024). Palestine against an eco-apartheid world, í Mondeweiss.net (17.11.2024). https://mondoweiss.net/2024/11/palestine-against-an-eco-apartheid-world/ Loewenstein, A. (2023). The Palestine laboratory: How Israel exports the technology of occupation around the world. Verso. Sjá: https://www.counterfire.org/article/the-palestine-laboratory-how-israel-exports-the-technology-of-occupation-around-the-world-book-review/ Mbembe, A. (2019). Necropolitics. Duke University Press. Utanríkisráðherra/tjaldbúðir/facebook.19.01.2024.ruv.is.https://www.ruv.is/frettir/innlent/2024-01-19-utanrikisradherra-segir-tjaldbudir-a-austurvelli-hormung-402859
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun