Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir, Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Brynhildur Einarsdóttir, Guðrún Ingadóttir, G. Sirrý Ágústsdóttir, Hafdís Gunnarsdóttir, Jónas Kári Eiríksson, Júlíus Guðni Antonsson, Ragnhildur Eva Jónsdóttir og Róbert Smári Gunnarsson skrifa 26. febrúar 2025 14:31 Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi sem er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður. Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni. Hún hefur verið iðin við að færa starfsemi skrifstofunnar sinnar um land allt ólíkt öðrum ráðherrum. Fyrir vikið þekkir hún vel tækifæri og áskoranir hvers svæðis fyrir sig. Hún er í góðum tengslum við grasrótina í flokknum í öllum landshlutum og hefur þar byggt upp mikið traust. Áslaug Arna hefur sett sig inn í málefni fjölskyldna og fyrirtækja, hún hefur alla tíð talað máli atvinnulífs og vill einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að efla uppbyggingu nýsköpunar á landsvísu. Í störfum sínum hefur hún lagt mikla áherslu á málefni háskólanna og aukið tækifæri fólks á landsbyggðinni til að sækja sér menntun og eflt þannig byggðir landsins. Áslaug Arna vill sameina Sjálfstæðisflokkinn og hún býr yfir þeim einstöku hæfileikum að leiða ólíkt fólk saman. Hún vill einfalda og straumlínulaga flokksstarfið og færa það nær félögum og sveitarstjórnarfólki um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fram og styrkjast. Til þess þarf traustan leiðtoga sem þekkir ólík svæði utan síns kjördæmis. Þetta er einmitt sú þekking sem Áslaug Arna hefur aflað sér með ótal mörgum heimsóknum sínum um landið, í öll kjördæmi. Áslaug Arna er með skýra framtíðarsýn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf um land allt. Það eru nýir og spennandi tímar framundan í Sjálfstæðisflokknum og það er enginn betri til að leiða flokkinn áfram en Áslaug Arna. Við treystum Áslaugu Örnu. Höfundar eru Sjálfstæðismenn úr Norðvesturkjördæmi. Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbæ Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Vesturbyggð Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri Guðrún Ingadóttir, Borgarbyggð G. Sirrý Ágústsdóttir, Bíldudal Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Jónas Kári Eiríksson, Akranesi Júlíus Guðni Antonsson, Húnaþingi vestra Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Róbert Smári Gunnarsson, Skagafirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Sjá meira
Það voru tíðindi þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti í upphafi árs að hann hygðist ekki sækjast eftir áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Um leið markaði það upphaf tímamóta og kaflaskila í sögu Sjálfstæðisflokksins. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins verður haldinn um næstu helgi sem er jafnframt stærsta samkoma stjórnmálaafls í landinu. Þar koma saman rúmlega tvö þúsund Sjálfstæðismenn af öllu landinu til að móta stefnu flokksins og kjósa sér nýja forystu. Nú hafa tveir öflugir frambjóðendur boðið sig fram í embætti formanns Sjálfstæðisflokksins. Annar þeirra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og geta flokksmenn svo sannarlega fagnað framboðinu því hér fer fram einn kraftmesti, atorkusamasti og duglegasti þingmaður okkar Íslendinga. Árangurinn sem hún hefur náð á vettvangi stjórnmálanna síðastliðinn áratug er aðdáunarverður. Við í Norðvesturkjördæmi getum sérstaklega fagnað framboðinu því fáir ráðherrar hafa sinnt landsbyggðinni af jafn miklum krafti og Áslaug Arna gerði í ráðherratíð sinni. Hún hefur verið iðin við að færa starfsemi skrifstofunnar sinnar um land allt ólíkt öðrum ráðherrum. Fyrir vikið þekkir hún vel tækifæri og áskoranir hvers svæðis fyrir sig. Hún er í góðum tengslum við grasrótina í flokknum í öllum landshlutum og hefur þar byggt upp mikið traust. Áslaug Arna hefur sett sig inn í málefni fjölskyldna og fyrirtækja, hún hefur alla tíð talað máli atvinnulífs og vill einfalda rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirtækja ásamt því að efla uppbyggingu nýsköpunar á landsvísu. Í störfum sínum hefur hún lagt mikla áherslu á málefni háskólanna og aukið tækifæri fólks á landsbyggðinni til að sækja sér menntun og eflt þannig byggðir landsins. Áslaug Arna vill sameina Sjálfstæðisflokkinn og hún býr yfir þeim einstöku hæfileikum að leiða ólíkt fólk saman. Hún vill einfalda og straumlínulaga flokksstarfið og færa það nær félögum og sveitarstjórnarfólki um allt land. Sjálfstæðisflokkurinn þarf að sækja fram og styrkjast. Til þess þarf traustan leiðtoga sem þekkir ólík svæði utan síns kjördæmis. Þetta er einmitt sú þekking sem Áslaug Arna hefur aflað sér með ótal mörgum heimsóknum sínum um landið, í öll kjördæmi. Áslaug Arna er með skýra framtíðarsýn fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Ísland. Hún vill Sjálfstæðisflokk sem stendur traustur á sínum grunngildum: frelsi einstaklingsins, minna ríkisvald og öflugt atvinnulíf um land allt. Það eru nýir og spennandi tímar framundan í Sjálfstæðisflokknum og það er enginn betri til að leiða flokkinn áfram en Áslaug Arna. Við treystum Áslaugu Örnu. Höfundar eru Sjálfstæðismenn úr Norðvesturkjördæmi. Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbæ Bjarnveig Guðbrandsdóttir, Vesturbyggð Brynhildur Einarsdóttir, Flateyri Guðrún Ingadóttir, Borgarbyggð G. Sirrý Ágústsdóttir, Bíldudal Hafdís Gunnarsdóttir, Ísafirði Jónas Kári Eiríksson, Akranesi Júlíus Guðni Antonsson, Húnaþingi vestra Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Róbert Smári Gunnarsson, Skagafirði
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar