Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar 26. febrúar 2025 09:01 Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn og allir landsmenn þurfum á sterkri forystu í Sjálfstæðisflokknum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn stendur á tímamótum. Eftir slökustu alþingiskosningar í sögu flokksins er hann nú kominn í minnihluta á tveimur áhrifamestu stöðum landsins: Alþingi og í borginni. Flokkurinn hefur líklega aldrei þurft jafn mikið á öflugri og ábyrgri forystu að halda til að endurheimta trú landsmanna. Auðvelt er að benda á aðra þegar illa gengur, en að leysa vandamálin er raunveruleg áskorun. Jens Garðar er ekki maðurinn sem hikar. Hann er blátt áfram, tekur af skarið og klárar málin. Hann hefur sýnt það í atvinnulífinu, félagsstörfum og pólitík. Jens lætur verkin tala – hann talar ekki bara um verkin. Jens Garðar, eða „Jenni frændi“ eins og ég kalla hann, er mikil fyrirmynd. Hann er ekki aðeins frábær stjórnmálamaður heldur einnig einstaklega skemmtilegur og klár . Þegar ég var yngri fórum við oft í fjölskylduferðir. Jens var á einum bíl, en mamma og pabbi á öðrum. Allir krakkarnir vildu vera með Jenna frænda því hann spilaði bestu tónlistina og sagði skemmtilegar sögur. Nú í nóvember bað Jens mig um að hjálpa sér í kosningabaráttunni. Það þurfti ekki að biðja mig tvisvar um það. ,,Bíltúrinn” að þessu sinni var að vísu um allt Norð-Austur kjördæmi. Þó að keyrslan hafi verið löng, var þetta mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Þetta er kannski smá úturdúr, þá lýsir þetta Jens svo vel – og einmitt það sem við Sjálfstæðismenn þurfum í forystu flokksins. Við þurfum leiðtoga sem nær fólki með sér, er öflugur málsvari stefnunnar okkar, en líka einhvern sem getur sameinað fólk úr ólíkum hópum og á öllum aldri. Það er nákvæmlega sá Jens sem ég þekki. Kjósum Jens Garðar til varaformanns á landsfundinum. Því við þurfum leiðtoga sem lætur verkin tala, og með honum munum við byggja upp sterkari Sjálfstæðisflokk, flokknum og landsmönnum öllum til heilla! Höfundur er tvítugur húsasmiður og formaður Hávarr-félag ungra sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar