Opið bréf til Nannýjar Örnu Guðmundsdóttir fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga Jóhanna Ása Einarsdóttir, Gerður Einarsdóttir, Helga Björk Jóhannsdóttir, Margrét Skúladóttir og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir skrifa 25. febrúar 2025 14:02 Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn Sambandsins greini frá sinni afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með það hversu langan tíma það hefur tekið að semja við kennarastéttina sem allir eru sammála um að er mjög mikilvæg þjóðfélaginu. Laun og starfsaðstæður eru löngu farnar að valda því að erfitt er að fá uppeldis- og kennaramenntað fólk til starfa í skólum landsins og skólar á Vestfjörðum hafa svo sannarlega staðið frammi fyrir mönnunarvanda undanfarin ár. Spurningar okkar til þín eru þrjár: Hvort sagðir þú já eða nei við innanhússtillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar síðastliðinn? Hvert er raunverulegt virði kennara- og skólastjórnunarstarfsins að þínu mati? Hvað sérð þú fyrir þér að muni gerast varðandi skólastarf í landinu ef ekki verður samið við Kennarasamband Íslands fljótlega? Virðingarfyllst, Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður KSV. Gerður Einarsdóttir fulltrúi 4. deildar FL, Vestfjarðadeild. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi í samráðsdeild FL á Vestfjörðum. Margrét Skúladóttir formaður FF í Menntaskólanum á Ísafirði. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir formaður Vesturlands- og Vestfjarðadeildar FT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Nanný Arna! Við, undirrituð, forsvarsmenn aðildarfélaga Kennarasambands Íslands á Vestfjörðum, skorum á þig sem fulltrúa í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að greina frá þinni afstöðu til innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kjaradeilu sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Í ljósi þeirrar grafalvarlegu stöðu sem er uppi í kjaradeilunni teljum við brýnt að afstaða fulltrúa sveitarfélaganna í stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sé algerlega ljós. Ummæli nýkjörins borgarstjóra, Heiðu Bjargar Hilmisdóttur, um að hún hafi stutt þá innanhússtillögu sem ríkissáttasemjari lagði fram 20. febrúar, sýna að skýr svör eru nauðsynleg. Því krefjumst við þess að aðrir fulltrúar í stjórn Sambandsins greini frá sinni afstöðu. Jafnframt viljum við lýsa yfir vonbrigðum okkar með það hversu langan tíma það hefur tekið að semja við kennarastéttina sem allir eru sammála um að er mjög mikilvæg þjóðfélaginu. Laun og starfsaðstæður eru löngu farnar að valda því að erfitt er að fá uppeldis- og kennaramenntað fólk til starfa í skólum landsins og skólar á Vestfjörðum hafa svo sannarlega staðið frammi fyrir mönnunarvanda undanfarin ár. Spurningar okkar til þín eru þrjár: Hvort sagðir þú já eða nei við innanhússtillögu ríkissáttasemjara þann 20. febrúar síðastliðinn? Hvert er raunverulegt virði kennara- og skólastjórnunarstarfsins að þínu mati? Hvað sérð þú fyrir þér að muni gerast varðandi skólastarf í landinu ef ekki verður samið við Kennarasamband Íslands fljótlega? Virðingarfyllst, Jóhanna Ása Einarsdóttir formaður KSV. Gerður Einarsdóttir fulltrúi 4. deildar FL, Vestfjarðadeild. Helga Björk Jóhannsdóttir fulltrúi í samráðsdeild FL á Vestfjörðum. Margrét Skúladóttir formaður FF í Menntaskólanum á Ísafirði. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir formaður Vesturlands- og Vestfjarðadeildar FT.
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun