Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. febrúar 2025 08:32 Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% og nær þannig ekki tvöföldun. Meðal þess sem vakið hefur athygli varðandi niðurstöður könnunar Gallups í febrúar er að Guðrún mælist með meiri stuðning í Reykjavík en Áslaug sem þó er þingmaður Reykvíkinga. Þannig segjast 52% þeirra styðja Guðrúnu, sem er þingmaður Suðurkjördæmis, en 40% Áslaugu. Mögulega þarf þetta ekki að koma á óvart í ljósi þess að Áslaug fór frá því að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur kjördæmis suður niður í þriðja sæti í kosningunum í lok nóvember. Fleiri styðja Guðrúnu en Áslaugu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni samkvæmt könnuninni í febrúar. Mögulega kemur það ekki heldur á óvart enda er Guðrún í raun ákveðin tenging þar á milli og sameiningarafl í þeim efnum eins og víðar. Þannig er hún af landsbyggðinni, frá Hveragerði, en er á sama tíma ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu og verið með annan fótinn þar í gegnum tíðina vegna starfa sinna. Hún þekkir fyrir vikið vel til í báðum tilfellum. Miðað við könnunina hefur Guðrún meiri stuðnings á meðal kjósenda í fjórum af sex aldurshópum. Talsvert hefur verið gert úr því að Áslaug njóti meiri stuðnings á meðal yngri kjósenda en hins vegar dugir það vitanlega skammt ef það þýðir á móti minni stuðning á meðal flestra annarra aldurshópa. Eigi að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins þarf fleiri kjósendur en einungis þá sem yngri eru. Þvert á móti þarf að ná til sem flestra aldurshópa. Það gerir Guðrún Hafsteinsdóttir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Fjöldi þeirra sem vilja sjá Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem næsta formann Sjálfstæðisflokksins í röðum landsmanna hefur fjórfaldast undanfarinn mánuð miðað við niðurstöður skoðanakannana Gallups. Farið úr 12% í janúar í 48% samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar fyrirtækisins sem birtar voru í gær. Á sama tíma hefur fjöldi þeirra sem vilja sjá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur taka við flokknum farið úr 24% í 42% og nær þannig ekki tvöföldun. Meðal þess sem vakið hefur athygli varðandi niðurstöður könnunar Gallups í febrúar er að Guðrún mælist með meiri stuðning í Reykjavík en Áslaug sem þó er þingmaður Reykvíkinga. Þannig segjast 52% þeirra styðja Guðrúnu, sem er þingmaður Suðurkjördæmis, en 40% Áslaugu. Mögulega þarf þetta ekki að koma á óvart í ljósi þess að Áslaug fór frá því að vera fyrsti þingmaður Reykjavíkur kjördæmis suður niður í þriðja sæti í kosningunum í lok nóvember. Fleiri styðja Guðrúnu en Áslaugu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni samkvæmt könnuninni í febrúar. Mögulega kemur það ekki heldur á óvart enda er Guðrún í raun ákveðin tenging þar á milli og sameiningarafl í þeim efnum eins og víðar. Þannig er hún af landsbyggðinni, frá Hveragerði, en er á sama tíma ekki langt frá höfuðborgarsvæðinu og verið með annan fótinn þar í gegnum tíðina vegna starfa sinna. Hún þekkir fyrir vikið vel til í báðum tilfellum. Miðað við könnunina hefur Guðrún meiri stuðnings á meðal kjósenda í fjórum af sex aldurshópum. Talsvert hefur verið gert úr því að Áslaug njóti meiri stuðnings á meðal yngri kjósenda en hins vegar dugir það vitanlega skammt ef það þýðir á móti minni stuðning á meðal flestra annarra aldurshópa. Eigi að auka fylgi Sjálfstæðisflokksins þarf fleiri kjósendur en einungis þá sem yngri eru. Þvert á móti þarf að ná til sem flestra aldurshópa. Það gerir Guðrún Hafsteinsdóttir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar