Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir og Eydís Arna Líndal skrifa 25. febrúar 2025 09:04 Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir. Við þurfum að vera óhrædd við að ráðast í kerfisbreytingar, ekki breytinganna vegna heldur til að bæta líf einstaklinga og starfsemi fyrirtækja – gera lífið einfaldara og lífskjör allra betri. Innkoma Áslaugar Örnu inn á hið pólitíska svið fyrir áratug vakti athygli. Skelegg, skýr og strax öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Í störfum sínum hefur það verið skýrt að hún er að vinna fyrir fólkið í landinu og hefur verið óhrædd að gera breytingar á kerfum þannig að þau virki sem best fyrir fólkið í landinu. Þegar hún varð fyrst ráðherra í dómsmálaráðuneytinu hóf hún strax þá vegferð sína að einfalda kerfin til að bæta þjónustuna, innleiða stafrænar lausnir og tryggja það að kerfið flækist ekki fyrir fólki. Hún hefur staðið fyrir umfangsmiklum kerfisbreytingum í stjórnkerfinu, háskólum, útlendingamálum, heilbrigðismálum og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnmál, stjórnarráðið og stofnun ársins Þegar Áslaug Arna fékk tækifæri til að leiða nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar ákvað hún strax að slíkt ráðuneyti yrði í takti við tímann. Hún vildi auka skilvirkni og gera breytingar á stjórnkerfinu sem skiluðu sér í meiri og betri árangri, minnkuðu yfirbyggingu um leið og betur yrði farið með fé. Viljinn til að ná meiri árangri, kjarkurinn og krafturinn til að breyta varð til þess að hún gerði tímamótabreytingar á vinnulagi stjórnarráðsins. Til varð nýtt og annars konar ráðuneyti. Á þeirri vegferð lærðum við margt af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum. Tekið brot af því besta héðan og þaðan. Kerfisveggir og síló voru brotin, málum var forgangsraðað öðruvísi svo verkefni sem skipta máli kafni ekki í hinu hversdagslega amstri. Stjórnmálin og stjórnsýslan störfuðu náið saman að þróun nýs verklags en slíkt gerist ekki að sjálfum sér. Það þarf öflugan leiðtoga til að fá fólk í lið með sér þegar veigamiklar kerfisbreytingar eru gerðar. Spánýjar tölur yfir stofnun ársins gefa þess glöggt merki að Áslaug Arna nær árangri. Háskóla-, iðnaðar - og nýsköpunarráðuneytið skorar hæst af öllum ráðuneytum á öllum mælikvörðum á stofnunum ársins. Það segir sína sögu að í jafn viðamiklum breytingum sé starfsfólk ráðuneytisins, sem kemur úr ólíkum áttum, sátt og stolt af þeim breytingum sem farið var í undir forystu Áslaugar Örnu. Áslaug Arna stendur með fólki en ekki kerfum Undir hennar forystu var kerfinu breytt, nýsköpun innleidd í stjórnkerfinu og við náðum meiri árangri fyrir Ísland. Sem ráðherra var hún með skrifstofu sínu óháð staðsetningu enda er það hennar skoðun að það þurfi ekki alltaf allir að koma suður. Hún lagði sig fram við að hitta fólk á sínum heimavelli, heyra og sjá hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Áslaug Arna hefur sýnt það í störfum sínum að hún fær fólk í lið með sér, sameinar ólíka hópa og gerir mikilvægar breytingar. Nú þurfum við breytingar á Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að nútímavæða starfshætti flokksins, það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í fyrsta sæti. Fylkja liði fyrir sterkari og stærri Sjálfstæðisflokk þar sem við sameinumst um hugmyndafræði og stefnu. Sjálfstæðisflokkur sem nær meiri árangri og til að svo verði þurfum við breytingar. Áslaug Arna er kona sem gerir slíkar breytingar. Það sáum við og upplifðum þegar við unnum með henni sem aðstoðarmenn ráðherra. Hún fær fólk í lið með sér, breytir rótgrónum kerfum, spilar sóknarleik og horfir til framtíðar. Hún mun gera Sjálfstæðisflokkinn sterkari og stærri. Hún er framtíðin. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Áslaugar Örnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Áslaug Hulda Jónsdóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Það er ákall eftir breytingum á Sjálfstæðisflokknum þar sem byggt er á traustum grunni um frelsi einstaklingsins. Við þurfum að fylgja eftir hugsjónum okkar um frjáls viðskipti, lægri skatta, einstaklingsfrelsi og minna ríkisvald – en allt eru þetta þættir sem núverandi og fyrrverandi stuðningsmenn flokksins kalla eftir. Við þurfum að vera óhrædd við að ráðast í kerfisbreytingar, ekki breytinganna vegna heldur til að bæta líf einstaklinga og starfsemi fyrirtækja – gera lífið einfaldara og lífskjör allra betri. Innkoma Áslaugar Örnu inn á hið pólitíska svið fyrir áratug vakti athygli. Skelegg, skýr og strax öflugur talsmaður sjálfstæðisstefnunnar. Í störfum sínum hefur það verið skýrt að hún er að vinna fyrir fólkið í landinu og hefur verið óhrædd að gera breytingar á kerfum þannig að þau virki sem best fyrir fólkið í landinu. Þegar hún varð fyrst ráðherra í dómsmálaráðuneytinu hóf hún strax þá vegferð sína að einfalda kerfin til að bæta þjónustuna, innleiða stafrænar lausnir og tryggja það að kerfið flækist ekki fyrir fólki. Hún hefur staðið fyrir umfangsmiklum kerfisbreytingum í stjórnkerfinu, háskólum, útlendingamálum, heilbrigðismálum og nýsköpun svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnmál, stjórnarráðið og stofnun ársins Þegar Áslaug Arna fékk tækifæri til að leiða nýtt ráðuneyti háskóla-, iðnaðar og nýsköpunar ákvað hún strax að slíkt ráðuneyti yrði í takti við tímann. Hún vildi auka skilvirkni og gera breytingar á stjórnkerfinu sem skiluðu sér í meiri og betri árangri, minnkuðu yfirbyggingu um leið og betur yrði farið með fé. Viljinn til að ná meiri árangri, kjarkurinn og krafturinn til að breyta varð til þess að hún gerði tímamótabreytingar á vinnulagi stjórnarráðsins. Til varð nýtt og annars konar ráðuneyti. Á þeirri vegferð lærðum við margt af innlendum og alþjóðlegum fyrirtækjum og stofnunum. Tekið brot af því besta héðan og þaðan. Kerfisveggir og síló voru brotin, málum var forgangsraðað öðruvísi svo verkefni sem skipta máli kafni ekki í hinu hversdagslega amstri. Stjórnmálin og stjórnsýslan störfuðu náið saman að þróun nýs verklags en slíkt gerist ekki að sjálfum sér. Það þarf öflugan leiðtoga til að fá fólk í lið með sér þegar veigamiklar kerfisbreytingar eru gerðar. Spánýjar tölur yfir stofnun ársins gefa þess glöggt merki að Áslaug Arna nær árangri. Háskóla-, iðnaðar - og nýsköpunarráðuneytið skorar hæst af öllum ráðuneytum á öllum mælikvörðum á stofnunum ársins. Það segir sína sögu að í jafn viðamiklum breytingum sé starfsfólk ráðuneytisins, sem kemur úr ólíkum áttum, sátt og stolt af þeim breytingum sem farið var í undir forystu Áslaugar Örnu. Áslaug Arna stendur með fólki en ekki kerfum Undir hennar forystu var kerfinu breytt, nýsköpun innleidd í stjórnkerfinu og við náðum meiri árangri fyrir Ísland. Sem ráðherra var hún með skrifstofu sínu óháð staðsetningu enda er það hennar skoðun að það þurfi ekki alltaf allir að koma suður. Hún lagði sig fram við að hitta fólk á sínum heimavelli, heyra og sjá hvað það er sem skiptir fólkið í landinu mestu máli. Áslaug Arna hefur sýnt það í störfum sínum að hún fær fólk í lið með sér, sameinar ólíka hópa og gerir mikilvægar breytingar. Nú þurfum við breytingar á Sjálfstæðisflokknum. Það þarf að nútímavæða starfshætti flokksins, það er kominn tími til að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur í fyrsta sæti. Fylkja liði fyrir sterkari og stærri Sjálfstæðisflokk þar sem við sameinumst um hugmyndafræði og stefnu. Sjálfstæðisflokkur sem nær meiri árangri og til að svo verði þurfum við breytingar. Áslaug Arna er kona sem gerir slíkar breytingar. Það sáum við og upplifðum þegar við unnum með henni sem aðstoðarmenn ráðherra. Hún fær fólk í lið með sér, breytir rótgrónum kerfum, spilar sóknarleik og horfir til framtíðar. Hún mun gera Sjálfstæðisflokkinn sterkari og stærri. Hún er framtíðin. Höfundar eru fyrrum aðstoðarmenn Áslaugar Örnu.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun