„Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. febrúar 2025 22:06 Martin Hermannsson mun segja barnabörnum sínum frá þessu kvöldi. vísir / anton brink „Þetta er það sem þú lifir fyrir. Ástæðan fyrir því að þú ert í þessu. [Komast inn á EM] með mörgum af mínum bestu vinum, fyrir framan ættingja og vini. Ég mun lifa á þessu restina af ævinni, og við allir“ sagði Martin Hermannsson, stigahæsti leikmaður íslenska landsliðsins í sigri gegn Tyrklandi sem tryggði Íslandi sæti á EM í sumar. Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira
Martin hefur afrekað ýmislegt á sínum ferli, unnið fjölda titla og einstaklingsverðlaun hérlendis og erlendis, en ekkert toppar afrekin með íslenska landsliðinu. „Þetta var þvílíkt gæsahúðarmóment. Þetta er stærra en að vinna einhverja titla.“ „Komnir á þennan stall“ Laugardalshöll var smekkfull í kvöld og studdi strákana okkar til sigurs. Martin sagði einmitt eftir tapið gegn Ungverjum í síðasta leik að það væri skemmtilega að gera þetta svoleiðis, tryggja sætið á EM hér heima með smekkfulla höll. „Fólk var mætt hérna áður en ég var mættur að hita upp. Þetta hefur ekki verið svona í körfuboltanum í gegnum tíðina, fólk hefur ekki verið að mæta einum og hálfum tíma fyrir leik til að horfa á landsliðið í körfubolta. Nú erum við bara komnir á þennan stall, það er slegist um miða og uppselt.“ Fagnaðarlæti fyrir fullu húsi í leikslok.vísir / anton „Sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður“ „Ég veit ekki alveg hvernig á að lýsa þessu, ég er bara svo ógeðslega stoltur af liðinu og okkur öllum að hafa klárað þetta. Þetta er leikur sem við munum horfa á, aftur og aftur, sýna barnabörnunum að afi hafi einu sinni verið góður sko,“ sagði Martin einnig kátur í bragði. Heim að sofa Liðsfélagarnir voru byrjaðir að toga Martin inn í klefa þegar viðtalið var tekið, þá var ekki úr vegi að spyrja hvernig strákarnir ætluðu að fagna sigrinum. „Heim að sofa held ég bara“ sagði Martin og skellti upp úr. „Það verður eitthvað. Ég veit það ekki. Til í allt, það er svolítið mottóið í kvöld“ sagði Martin að lokum. Martin skoraði 23 stig í kvöld og mun væntanlega leggjast sáttur á koddann.vísir / anton brink
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Sjá meira