Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar 23. febrúar 2025 13:00 Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Sjá meira
Forvarnarsamtökin Fræðsla og forvarnir – félag áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu, Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum, IOGT á Íslandi og SAFF-Samstarf félagasamtaka í forvörnum, sendu erindi til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins þann 14. febrúar sl. þar sem þau óskuðu fundar með henni. Fundar til að fá skýringar á því af hverju embætti hennar hafi ekki enn komist að niðurstöðu í kæru sem ÁTVR lagði fram fyrir tæpum 5 árum, þann 16. júní 2020, á hendur aðilum sem selja áfengi í smásölu og afhenda neytendum beint af lager sem er á Íslandi. Slík sala grefur undan áfengissölukerfinu og vegur að lýðheilsustefnunni. Að mati samtakanna er afar óeðlilegt hve langan tíma hefur tekið að fá niðurstöðu varðandi kæruna. Brátt er liðinn hálfur áratugur frá kæru. Ríkissaksóknari hefur einnig óskað skýringa Í erindinu er farið yfir forsöguna og rakið að ríkissaksóknari óskaði einnig skýringa á seinaganginum eins og fram kom í fréttum og í gögnum sem samtökin höfðu aflað sér sér á grundvelli upplýsingalaga. Þau gögn eru annarsvegar bréf frá ríkissaksóknara þann 28. maí 2024, þar sem segir: Samkvæmt skráningum í málaskrá hafa þau nú þegar verið til meðferðar í 3 til 4 ár án þess að séð verði að rannsókn eða meðferð þeirra sé lokið. Lagt er fyrir lögreglustjóra að gera grein fyrir stöðu þessara kærumála og setja fram áætlun um meðferð þeirra og hinsvegarsvar lögreglustjóra þann 10. júní 2024þar sem segir .... rannsókn málsins er við það að ljúka hjá viðkomandi rannsóknardeild embættisins en beðið er greinagerða, annars vegar frá tollgæslusviði Skattsins og hins vegar skattrannsóknarsviði Skattsins, í samræmi við 4. mgr. 4. gr. áfengislaga nr. 75/1998. Greinargerðirnar munu að öllum líkindum berast rannsóknardeildinni í þessari viku. Í kjölfarið verður málið sent ákærusviði embættisins til ákvörðunar um saksókn. Málið damlar á ákærusviðinu Þá er rakið í erindinu að rannsókn hafi verið lokið í ágúst eða september sl. ár og hefur nú legið á ákærusviði lögreglustjórans í fjölda mánaða skv. opinberum upplýsingum frá starfsfólki embættisins frá því í september 2024. Þá benda samtökin á að í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnunni Norrænu áfengiseinkasölurnar: mikilvægi hlutverks þeirra í heildstæðri áfengisstefnu og bættri lýðheilsu vísi stofnunin til lögreglukærunnar á Íslandi vegna netsölu áfengis sem enga niðurstöðu hafi hlotið. Forvarnarsamtökin gáfu út fréttatilkynningu vegna þessa þann 13. febrúar sl. og þykir mikilvægt að alþjóðastofnun hafi tekið málið upp með þessum hætti og vænta þess að stofnunin fylgist með afdrifum þess. Forvarnarsamtökin eru vongóð um að af fundi með lögreglustjóra verði bráðlega því þann 17. feb. sl. var staðfest að erindi samtakanna væri móttekið og áframsent til lögreglustjóra. Höfundur er framkvæmdastjóri Fræðslu og forvarna-félags áhugafólks um forvarnir og heilsueflingu.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar