Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar 23. febrúar 2025 11:01 Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sorg Börn og uppeldi Matthildur Bjarnadóttir Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Eðlileg viðbrögð við sorg eru afskaplega fjölbreytt og persónuleg. Það getur verið hjálplegt að skipta þeim upp í fjóra flokka; tilfinningar, líkamleg viðbrögð, hugsanir og hegðun. Innan þessara flokka rúmast svo fjöldinn allur af mismunandi viðbrögðum. Algengar og eðlilegar tilfinningar sem börn upplifa eftir að hafa misst dýrmæta manneskju geta verið depurð og þrá eftir þeim sem er dáinn, kvíði, reiði, ásökun, sektarkennd og sjálfsásökun, einmanaleiki, þreyta, hjálparleysi, léttir og doði. Mig langar að staldra við eina tilfinningu þarna sem mér finnst áberandi hjá ungum syrgjendum en það er kvíði. Flest börn í sorg sem ég hef rætt við viðurkenna að upplifa töluvert meiri kvíða og áhyggjur eftir andlátið. Það getur verið vegna þess að allt í einu er örygginu kippt undan þeim. Á einum tímapunkti eru þau viss um hvernig lífið þeirra er og á að vera og svo allt í einu er það breytt, það er ekki lengur eins og ætluðu að hafa það og þau hafa enga stjórn á atburðarásinni. Þá getur farið af stað þessi hugsun; hvað fleira getur eiginlega gerst sem ég vil ekki að gerist? Hver annar gæti bara dáið frá mér? Þetta eru mjög yfirþyrmandi og kvíðvænlegar hugsanir og það er svo mikilvægt að einhver fullorðin, örugg manneskja sem á dýrmæt tengsl við barnið geti talað inn í þessar tilfinningar og byggt upp tilfinningu barnsins fyrir að vera öruggt í þessum heimi þrátt fyrir allt. Það má heldur ekki gleyma því að sorgin býr ekki bara í huganum okkar, hún býr í öllum líkamanum og líkamlegu viðbrögðin geta verið t.d. tómleiki í kviðnum og meltingatruflanir, vöðvabólga og spenna t.d. í brjósti yfir hjartastað eða í kjálkum, spenna í hálsi t.d. vegna þess að kökkurinn er stöðugt að gera vart við sig, ofurnæmi fyrir hljóðum, tilfinning fyrir því að vera óraunverulegur eða að allt í kring sé óraunverulegt – það er sérstaklega algengt fyrst á eftir missi, svo er mæði, slappleiki í vöðvum, orkuleysi og þurrkur í munni. Börn í sorg kvarta mjög oft undan líkamlegum óþægindum. Bæði vegna þess að þau finna raunverulega fyrir þeim en líka vegna þess að oft vita þau ekkert hvernig þeim líður, þau finna bara að þeim líður ekki vel. Þá getur verið ágætt að kvarta undan magaverk eða öðru slíku því þau vita að þá fá þau hvort eð er þá umhyggju sem þau þurfa. Hugsanir á borð við að trúa ekki því sem hefur gerst, ruglingur, þráhyggja, að finna fyrir nærveru og jafnvel sjá ofsjónir er allt innan eðlilegs ramma þeirra sem syrgja. Hegðun sem ekki er óalgengt að sjá eru t.d. svefnörðugleikar, breytt matarhegðun, að vera annars hugar, höfnun á félagsskap, draumfarir um þann sem er látinn, hvers konar hegðun sem er til þess fallinn að forðast það að vera minntur á látinn ástvin, að leita og kalla á þann sem er farinn, andvörp, eirðarleysi, grátur, að sækja staði og bera hluti sem minna á þann sem er látinn eða að halda upp á hluti sem tilheyrðu hinum látna. Eins og sést á þessari upptalningu er mjög margt sem undir venjulegum kringumstæðum myndi teljast athugunarvert sem fellur undir eðlileg viðbrögð við hinu erfiða og krefjandi ástandi að syrgja bæði meðal fullorðinna og barna. Mikilvægt er að hafa það í huga og rjúka ekki til við að stimpla ákveðin sorgarviðbrögð sem óeðlileg. Það getur ekki síst haft neikvæð áhrif á barn sem er að finna sína leið til að syrgja og hefur litla stjórn á sorgarviðbrögðum sínum. Það skiptir máli að ungur syrgjandi finni að fullorðna fólkið sem hann treystir á sé ekki hrætt við sorgina og allt sem henni getur fylgt. Minningarsjóðurinn Örninn Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ og verkefnastjóri Arnarins, minningar- og styrktarsjóðs
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun