Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar 22. febrúar 2025 15:30 Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Kjaramál Kennaraverkfall 2024-25 Sveitarstjórnarmál Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Ríkissáttasemjari lagði fram innanhússtillögu á fimmtudaginn til að reyna að binda enda á þann stórskaða sem samningsleysi og vanvirðing gagnvart kennurum og menntakerfinu hefur haft á kennarastéttina alla. Stjórn og samninganefnd sambands íslenskra sveitarfélaga hafnaði þeirri tillögu í hádeginu í gær með þeim afleiðingum að fjöldi kennara gekk út enda hafa þeir fengið nóg. Langt er síðan að kennurum var ofboðið og svarið frá stjórn sambandsins var mögulega og mjög líklega náðarhögg menntakerfisins. Kennarar eru nú þegar farnir að segja upp sem er skiljanlegt og væri ég undrandi ef augljós vanvirðing sveitarstjórnafólks um land allt gagnvart kennurum og börnum hefði ekki þessi áhrif. Á sama tíma og gagnrýnt er að staða barna hafi sjaldan eða aldrei verið eins slæm og núna í skólum landsins er sérkennileg afstaða að semja ekki við kennara heldur sitja hjá og horfa á skóla landsins, bæði leik- og grunn- og framhaldsskóla tæmast af kennurum. Eftir standa þá byggingar þar sem gæsla fer fram enda er skóli án kennara bara bygging. Skrítnast finnst mér að lítið sem ekkert heyrist frá foreldrum, foreldrum barna sem núna eru með börn í leikskóla sem brátt verður að gæsluvelli þar sem kennarar fara í önnur störf. Ekki tekur neitt betra við í grunnskólanum þar sem einhver mögulega og vonandi góð manneskja situr með börnunum ykkar yfir daginn en hefur hvorki hæfni né þekkingu til að kenna það efni sem krafist er í aðalnámskrá grunnskóla og leikskóla. Er foreldrum í alvöru sama um hvað fer fram í skólum barna sinna og hver sér um þá menntun sem á samkvæmt lögum að fara þar fram? Ef ykkur er ekki sama kæru foreldrar krefjist þá svara frá frá ykkar bæjastjóra/sveitastjóra hver þeirra afstaða er gagnvart því að ganga til samninga við kennara landsins áður en meiri skaði verður á menntakerfi þessa lands. Foreldrar eru öflugir kjósendur sem eiga að standa vörð um menntun barna sinna. Krefjist nú svara og standið með menntun til framtíðar. Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar