Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 12:01 Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar