Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar 22. febrúar 2025 12:01 Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rektorskjör við Háskóla Íslands Háskólar Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Skoðun Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hefur starfsfólk Háskóla Íslands stigið fram, hvert af öðru og lýst yfir áhyggjum af undirfjármögnun háskólastigsins og grunnrannsókna. Tilfinning flestra sem hafa látið í sér heyra er að talað sé fyrir daufum eyrum. Skýringuna má mögulega rekja til vanþekkingar á því hversu fjölbreyttu hlutverki háskóli gegnir og hversu víða áhrifa Háskóla Íslands gætir í samfélaginu. Mig langar til að gera tilraun til að setja hlutverk háskóla í samhengi sem mögulega fleiri tengja við. Ég hef alla tíð verið nátengd íþróttahreyfingunni og spilaði blak nógu lengi í meistaraflokki og landsliði Íslands til að taka þátt í „uppeldi“ þriggja kynslóða blakkvenna. Þessar kynslóðir hefðu aldrei komist í meistaraflokk nema í gegnum öflugt yngri flokka starf. Allar þessar kynslóðir blakkvenna áttu það sameiginlegt að þurfa stuðning og hvatningu frá okkur eldri leikmönnum, svigrúm til að gera mistök og læra af þeim og öðlast smátt og smátt nægt sjálfstraust til að geta tekið að sér leiðandi hlutverk í liðinu. Á sama tíma var lögð mikil áhersla á ástundun, gæði og árangur. Á undanförnum árum hefur miklum fjármunum verið varið í að efla rannsókna-, þróunar- og nýsköpunarstarf í fyrirtækjum á Íslandi, sem ég vil í þessu dæmi líkja við meistaraflokka, enda starfa þar einstaklingar sem hafa lokið sínum yngri flokka árum í háskólum, standa sig frábærlega í að skapa verðmæti og eiga svo sannarlega skilið áframhaldandi hvatningu til góðra verka. Við sem höfum reynslu úr íþróttaheiminum vitum að meistaraflokkar eru ekki sjálfbærir án yngri flokka starfs. Háskólar eru samfélag þar sem ungir einstaklingar geta komið og ekki bara sótt sér þjálfun (þekkingu, leikni og hæfni) heldur einnig eignast vini með svipuð áhugamál og myndað tengslanet, líkt og í yngri flokkum í íþróttum. Sum ljúka BA eða BS prófi og halda eftir það út í hið fjölbreytta atvinnulíf, víðsýnni og reynslunni ríkari. Önnur halda áfram námi, þjálfa sig betur og ljúka lokaprófi á meistarastigi eða meistaragráðu. Svo er það hópurinn sem sér jafnvel fyrir sér að starfa við rannsóknir eða aðra nýsköpun. Þessir einstaklingar leggja af stað í þá vegferð að þjálfa sig enn frekar í doktorsnámi og koma sér smátt og smátt inn í „meistaraflokkinn“. Í námi á framhaldsstigi og í starfi nýdoktora fær einstaklingurinn að starfa í umhverfi þar sem fyrir eru reyndari einstaklingar sem hvetja þá áfram, umhverfi þar sem leyfilegt er að gera mistök og læra af þeim. Það er jú mjög dýrmætt að hafa reyndan aðila sér við hlið, þegar tekist er á við mótlæti og hindranir. Afreksstarf á sviði vísinda og nýsköpunar á sér líka stað innan veggja Háskóla Íslands og við státum af vísindafólki sem er á alþjóðavettvangi í hópi þeirra allra bestu á sínum fræðasviðum. Þessum mikilvægu afreksstörfum sinnir okkar góða fólk í Háskóla Íslands samhliða þjálfun næstu kynslóða. Það er ólíklegt að nýsköpun á Íslandi verði sjálfbær ef of stóru hlutfalli fjármagns er veitt í meistaraflokkana. Þeir geta vissulega skapað miklar tekjur til skamms tíma, en án yngri flokka starfs þá líður ekki á löngu þar til efniviðurinn sem þarf að taka við keflinu er uppurinn. Háskólar þurfa góða grunnfjármögnun til að geta haldið úti starfi yngstu aldurshópanna, við þurfum líka fjárveitingu til grunnrannsókna til að geta fjármagnað rannsóknatengt framhaldsnám. Ef það er staðföst trú stjórnvalda að núverandi skipting fjármuna til rannsókna- og þróunarstarfs í fyrirtækjum og í háskólum sé eins og best verður á kosið, þá þarf að tryggja að fyrirtækin leggi sitt að mörkum við þjálfun næstu kynslóða. Þetta mætti til dæmis gera með því að setja það sem skilyrði fyrir stuðningi til rannsókna- og þróunarstarfs að hluti fjármuna fari í þjálfun næstu kynslóðar. Mörg fyrirtæki sem notið hafa stuðnings frá ríkinu taka vissulega nú þegar virkan þátt í þjálfun meistara- og doktorsnema og gefa þannig yngri kynslóðum tækifæri til að taka virkan þátt í rannsóknum, líkt og gerist innan veggja háskóla. Við þurfum hins vegar að skerpa á umgjörðinni og leggjast betur yfir það hvernig fjármunum er ráðstafað og finna rétta jafnvægið milli fjárveitinga til háskóla og grunnrannsókna annars vegar og nýsköpunar- og þróunarstarfs í fyrirtækjum hins vegar. Sem rektor Háskóla Íslands myndi ég fagna auknu samstarfi við ekki bara fyrirtæki sem njóta stuðnings vegna rannsókna- og þróunarstarfs heldur einnig við mikilvægar stofnanir um allt land. Háskóli Íslands hefur þrátt fyrir undirfjármögnun staðið fast við þá stefnu sína að bjóða upp á fjölbreytt framboð af námi á meistara- og doktorsstigi. Þessi stefna hefur skilað sér í hækkuðu menntunarstigi í fyrirtækjum og stofnunum um allt land. Nú er svo komið að þar starfar fjöldi einstaklinga sem hefur þekkingu og hæfni til að taka þátt í þjálfun næstu kynslóða í samstarfi við háskóla. Aukið samstarf háskóla og fjölbreytts atvinnulífs er gríðarlega mikilvægt í þeirri vegferð að nýta hugvit til aukinnar hagsældar fyrir okkur öll. Höfundur er aðstoðarrektor vísinda og samfélags, prófessor í næringarfræði og frambjóðandi til embætti rektors Háskóla Íslands
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun