Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 21. febrúar 2025 08:01 Valskonur fagna fyrr í vetur. Þær vonast til að fagna eins dátt á sunnudaginn kemur. Valskonur hafa náð sögulegum árangri í EHF-bikar kvenna í handbolta í vetur og stefna lengra. Stórt verkefni bíður á Hlíðarenda um helgina og búast má við fjölmenni í stúkunni. Valur og Haukar skrifuðu sig í sögubækurnar í vetur en bæði lið er í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Bæði lið leika um helgina en Haukakonur eru í þröngri stöðu eftir 35-24 tap fyrir tékkneska liðinu Hazena Kynzvart ytra síðustu helgi. Liðin mætast að Ásvöllum klukkan 16:30 á morgun. Allt er hins vegar opið hjá Valskonum sem spila báða leikina við annað tékkneskt lið, Slaviu Prag, á laugardag og sunnudag. Báðir fara þeir fram að Hlíðarenda og eru klukkan 16:00 sitt hvorn daginn. Ágúst Jóhannsson segir spennuna töluverða á meðal leikmanna Vals.vísir / anton brink „Það styttist í þetta og tilhlökkunin er alltaf að verða meiri og meiri innan hópsins. Spennan magnast, alveg klárlega,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Hann fer ekki í grafgötur með það að andstæðingur helgarinnar er öflugur. „Þetta er sterkt lið. Við höfum skoðað marga leiki hjá þeim og þær eru gríðarlega öflugar. Þær spila sterka 6-0 vörn og með besta markvörð tékknesku deildarinnar. Þær eru með sterka skyttu vinstra megin og mjög góðan miðjumann,“ „Svo voru þær að fá góðan örvhentan leikmann frá Vipers í Noregi sem fór nýlega á hausinn. Við erum að mæta reyndu og sterku liði. Við þurfum að spila vel og ná upp alvöru varnarleik og markvörslu til að eiga séns á að gera eitthvað á móti þeim,“ segir Ágúst. Þurfa að ná upp sömu frammistöðu og gegn Malaga Líkt og segir að ofan þurftu Haukakonur að þola stórt tap fyrir öðru tékknesku liði fyrir viku síðan. En gefur það eitthvað til kynna um styrkleika Slaviu liðsins sem bíður Valskvenna? „Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Úrslitin í deildinni hafa verið svolítið upp og niður, mjög skrýtin úrslit. Sem dæmi vann Slavia Prag efsta liðið en voru svo að tapa stórt. En þær unnu svo með 16 mörkum í fyrradag. Við þurfum bara að ná upp alvöru evrópskri frammistöðu líkt og við gerðum í báðum leikjunum við Malaga, til þess að geta komist í gegnum þetta,“ segir Ágúst. Líkt og hann segir hafa Valskonur sannarlega sýnt styrk sinn í keppninni í vetur, nú síðast gegn Malaga. Valur vann þar topplið spænsku deildarinnar sem hefur unnið þónokkra titla undanfarin ár. Þurfa að nýta hraðann Fyrir Valskonur eru þá möguleikar til staðar gegn sterku Slaviu-liði. Þær eigi að geta brotið sér leið í gegnum vörn sem er hægari en snarpir útilínumenn íslenska liðsins. „Sóknarlega eigum við að geta opnað þær. Mér finsnt við vera fljótari á fótunum og eigum að geta opnað þær þar. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka og vera tilbúnar að mæta þeim. Þetta er meiri skyttur en við eigum til að mæta hérna á Íslandi. Við þurfum að spila aggressíva vörn, hvort sem það er 6-0 eða framliggjandi 3-2-1 sem við höfum verið að spila svolítið í deildinni,“ segir Ágúst. Stefnan sett á undanúrslitin Það kemur sér þá vel fyrir Val að spila báða leikina hér heima. Einvígin hingað til hjá Valskonum hafa verið spiluð heima og heiman en í þetta skiptið verða þeir báðir á Hlíðarenda. Ágúst treystir á góðan stuðning til að aðstoða liðið við að skrifa íslenska handboltasögu enn frekar. „Klárlega er betra að spila báða leikina heima. Við erum gríðarlega ánægð með það. Auðvitað treystum við svolítið á það að fá fólk á völlinn, það er að koma mjög öflugt lið hérna til landsins. Valsstelpurnar hafa spilað vel í vetur og síðastliðin tímabil. Við vonumst auðvitað bara eftir því að fólk flykkist á völlinn. Það verður góð umgjörð á Hlíðarenda,“ „Við þurfum allan okkar stuðning að fólk hjálpist að við að koma íslensku liðunum áfram í næstu umferð. Okkur langar að reyna á þetta og komast eins langt og mögulegt er, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum það. Það er okkar markmið að komast í fjögurra liða úrslitin,“ segir Ágúst. Líkt og segir að ofan fara leikir Vals fram á laugardag og sunnudag að Hlíðarenda. Heimaleikur Vals er klukkan 16:00 á laugardag og sá leikur sem telst til heimaleiks Slaviu Prag klukkan 16:00 á sunnudag. Valur EHF-bikarinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Valur og Haukar skrifuðu sig í sögubækurnar í vetur en bæði lið er í 8-liða úrslitum EHF-bikars kvenna. Ekkert íslenskt kvennalið hefur áður komist svo langt í Evrópukeppni. Bæði lið leika um helgina en Haukakonur eru í þröngri stöðu eftir 35-24 tap fyrir tékkneska liðinu Hazena Kynzvart ytra síðustu helgi. Liðin mætast að Ásvöllum klukkan 16:30 á morgun. Allt er hins vegar opið hjá Valskonum sem spila báða leikina við annað tékkneskt lið, Slaviu Prag, á laugardag og sunnudag. Báðir fara þeir fram að Hlíðarenda og eru klukkan 16:00 sitt hvorn daginn. Ágúst Jóhannsson segir spennuna töluverða á meðal leikmanna Vals.vísir / anton brink „Það styttist í þetta og tilhlökkunin er alltaf að verða meiri og meiri innan hópsins. Spennan magnast, alveg klárlega,“ segir Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Hann fer ekki í grafgötur með það að andstæðingur helgarinnar er öflugur. „Þetta er sterkt lið. Við höfum skoðað marga leiki hjá þeim og þær eru gríðarlega öflugar. Þær spila sterka 6-0 vörn og með besta markvörð tékknesku deildarinnar. Þær eru með sterka skyttu vinstra megin og mjög góðan miðjumann,“ „Svo voru þær að fá góðan örvhentan leikmann frá Vipers í Noregi sem fór nýlega á hausinn. Við erum að mæta reyndu og sterku liði. Við þurfum að spila vel og ná upp alvöru varnarleik og markvörslu til að eiga séns á að gera eitthvað á móti þeim,“ segir Ágúst. Þurfa að ná upp sömu frammistöðu og gegn Malaga Líkt og segir að ofan þurftu Haukakonur að þola stórt tap fyrir öðru tékknesku liði fyrir viku síðan. En gefur það eitthvað til kynna um styrkleika Slaviu liðsins sem bíður Valskvenna? „Þessi lið eru á svipuðum stað í deildinni. Úrslitin í deildinni hafa verið svolítið upp og niður, mjög skrýtin úrslit. Sem dæmi vann Slavia Prag efsta liðið en voru svo að tapa stórt. En þær unnu svo með 16 mörkum í fyrradag. Við þurfum bara að ná upp alvöru evrópskri frammistöðu líkt og við gerðum í báðum leikjunum við Malaga, til þess að geta komist í gegnum þetta,“ segir Ágúst. Líkt og hann segir hafa Valskonur sannarlega sýnt styrk sinn í keppninni í vetur, nú síðast gegn Malaga. Valur vann þar topplið spænsku deildarinnar sem hefur unnið þónokkra titla undanfarin ár. Þurfa að nýta hraðann Fyrir Valskonur eru þá möguleikar til staðar gegn sterku Slaviu-liði. Þær eigi að geta brotið sér leið í gegnum vörn sem er hægari en snarpir útilínumenn íslenska liðsins. „Sóknarlega eigum við að geta opnað þær. Mér finsnt við vera fljótari á fótunum og eigum að geta opnað þær þar. Svo þurfum við að skila okkur vel til baka og vera tilbúnar að mæta þeim. Þetta er meiri skyttur en við eigum til að mæta hérna á Íslandi. Við þurfum að spila aggressíva vörn, hvort sem það er 6-0 eða framliggjandi 3-2-1 sem við höfum verið að spila svolítið í deildinni,“ segir Ágúst. Stefnan sett á undanúrslitin Það kemur sér þá vel fyrir Val að spila báða leikina hér heima. Einvígin hingað til hjá Valskonum hafa verið spiluð heima og heiman en í þetta skiptið verða þeir báðir á Hlíðarenda. Ágúst treystir á góðan stuðning til að aðstoða liðið við að skrifa íslenska handboltasögu enn frekar. „Klárlega er betra að spila báða leikina heima. Við erum gríðarlega ánægð með það. Auðvitað treystum við svolítið á það að fá fólk á völlinn, það er að koma mjög öflugt lið hérna til landsins. Valsstelpurnar hafa spilað vel í vetur og síðastliðin tímabil. Við vonumst auðvitað bara eftir því að fólk flykkist á völlinn. Það verður góð umgjörð á Hlíðarenda,“ „Við þurfum allan okkar stuðning að fólk hjálpist að við að koma íslensku liðunum áfram í næstu umferð. Okkur langar að reyna á þetta og komast eins langt og mögulegt er, með góðum stuðningi er ég sannfærður um að við getum það. Það er okkar markmið að komast í fjögurra liða úrslitin,“ segir Ágúst. Líkt og segir að ofan fara leikir Vals fram á laugardag og sunnudag að Hlíðarenda. Heimaleikur Vals er klukkan 16:00 á laugardag og sá leikur sem telst til heimaleiks Slaviu Prag klukkan 16:00 á sunnudag.
Valur EHF-bikarinn Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira