Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar 22. febrúar 2025 07:01 Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Flosi Eiríksson Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Varasjóður VR hefur verið nokkuð til umræðu núna í kosningabaráttunni til formanns og stjórnar í félaginu. Í þeirri umræðu er gott að byrja á að átta sig á því hvernig fyrirkomulagið er í dag. Samkvæmt kjarasamningum leggja atvinnurekendur 1% af launum launamanns í sjúkrasjóð félagsins og sjá einnig um innheimtu í félagssjóð og orlofsjóð. Í VR er hluti af framlagi í orlofssjóð og sjúkrasjóð lagt í sérstakan varasjóð sem er séreign hvers félagsmanns og er inneign í sjóðnum því í hlutfalli við laun viðkomandi. Inneign í varasjóð geta félagsmenn nýtt til að greiða t.d. fyrir orlofsþjónustu, líkamsrækt – og búnað, læknisþjónustu, sálfræðiþjónustu, tannlækningar og gleraugu svo eitthvað sé nefnt. Úr varasjóðnum eru því greiddir þeir heilbrigðistengdu styrkir sem í flestum öðrum stéttarfélögum eru greiddir úr sjúkrasjóði. Auk varasjóðsins á félagsfólk svo réttindi í sjúkrasjóði sem tryggir afkomu þegar slys eða veikindi ber að höndum og veikindaréttur hjá atvinnurekenda er tæmdur. Nokkuð hefur verið rætt um það nú í aðdraganda kosninga hvort þetta tvískipta fyrirkomulag í VR sé heppilegt eða hvort taka eigi upp sambærilegar reglur og í öðrum félögum þar sem styrkjum til heilbrigðistengdra þátta er úthlutað úr sameiginlegum sjúkrasjóði byggt á ávinnslu. Það er rétt sem fram kemur í umræðunni að slíkt kerfi getur falið í sér meiri jöfnuð og hærri styrki til tiltekins hóps félagsmanna, en á sama tíma eru líkur til þess að þá þyrfti að afmarka styrki í meira mæli en nú er. Staðreyndin er eftir sem áður sú að úthlutunarreglur og skipulag sjóða breyta engu um þá heildarfjárhæð sem til skiptanna er og umræðan um varasjóðinn er því í reynd umræða um hversu víðtæk samtrygging félagsfólks á að vera og hversu langt á að ganga í að sérgreina réttindi einstaklinga til styrkja. Þetta er umræða sem fara þarf fram með félagsfólki VR. Við þurfum að tala af ábyrgð um fjármuni félagsmanna og hvernig þeim er varið án þess að setja fram innihaldslítil gylliboð. Við eigum líka að ræða hlutverk sjóðanna í stærra samhengi og hvernig ríki, sveitarfélög og atvinnurekendur eru gjörn á að koma verkefnum sem eiga að vera á samfélagslegum grunni yfir á sjóði launafólks sem í grunninn eru stofnaðir til að tryggja afkomu félagsmanna í veikindum og slysum. Stuðningur sjóðanna við að standa straum af kostnaði við sjálfsagða heilbrigðisþjónustu og hjálpartæki á borð við gleraugu og heyrnatæki, er birtingarmynd þess að víða er pottur brotinn í aðgangi að sjálfsagðri velferðarþjónustu í landinu sem verkalýðshreyfingin hefur í gegnum sjóði sína reynt að bæta úr. Ræðum málefnalega um fyrirkomulagið hjá okkur í VR en gleymum því ekki að standa saman í því að sækja á stjórnvöld um að þau sinni þeim verkefnum sem þeim ber. Fyrir því mun ég berjast sem formaður VR. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun