Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar 19. febrúar 2025 18:03 Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Stéttarfélög Rektorskjör við Háskóla Íslands Mest lesið Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir rektorskjör við HÍ. Átta frábærir einstaklingar gefa kost á sér til að stýra þessari lykilstofnun sem hefur mótað og mun móta íslenskt samfélag. Bæði menntar HÍ stóran hluta háskólamenntaðs fólks, en ekki síður eru þar stundaðar fjölbreyttar rannsóknir og mikilvæg fræðastörf. Við lifum í breytilegum heimi og fátt undirbýr okkur betur fyrir framtíðina en gæðaháskóli. Okkur - bæði sem einstaklinga og sem þjóð. Til þess þarf þó fyrst og fremst eðlilega fjármögnun – til að tryggja gæði starfsins og til að þjálfa upp nýjar kynslóðir. Rektorskandídatar skilja flestir að fjármögnun HÍ og rannsókna almennt er langt undir því sem eðlilegt getur talist. Þeir hafa því margir það á stefnuskrá sinni að auka þá fjármögnun og vonandi gengur það eftir. En, fleira þarf að lagfæra innan opinbera háskólakerfisins, sem sumt kostar pólitískt þor og jafnvel samstöðu meðal akademísks starfsfólks. Frumkvæðið að því þarf að koma víða að og verðandi rektor og stjórnvöld þurfa að tryggja að sérhagsmunagæsla og tregðulögmál komi ekki í veg fyrir nauðsynlegar breytingar. Tryggja þarf gæði og efla háskólanna. Og nú verða sagðar fréttir. Akademískt starfsfólk opinberu háskólanna skiptist í fjögur stéttarfélög að mestu eftir landfræðilegri staðsetningu og/eða starfstitli. En um sama starf er að ræða og nánast samið um það sama í kjarasamningum! Munur er vissulega smávægilegur á starfskyldum lektora/dósenta og prófessora t.d. hlutfallslega í kennsluskyldu og stjórnunarskyldu en starfið er hið sama – kennsla og rannsóknir. Og lektorar verða að dósentum og dósentar oft að prófessorum með framgangi. Ástæðan fyrir því að akademískt starfsfólk er sundrað í mörgum félögum er fyrst og fremst söguleg og tími er kominn til að sameina allt akademískt starfsfólk opinberu háskólanna í eitt félag. Það verður sjálft að hafa frumkvæði að því – kannanir hafa sýnt að meirihluti þess vill sameinast. Það tryggir betri samningsstöðu og bætt kjör. Til lengri tíma tryggir það heilbrigða akademíu, grunnforsendu gæða í háskólastarfi. Það eru líka hagsmunir nemenda og annars starfsfólks skólanna (sem sumt deilir nú fleti með akademísku starfsfólki í stéttarfélögum). Rektor HÍ getur ekki sameinað stéttarfélög, en getur hvatt og stutt akademískt starfsfólk í því að sameinast í eitt félag. Það verður mikið heillaskref fyrir allt starf á háskólastigi á Íslandi. Höfundur er prófessor við HÍ.
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir Skoðun