Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests Kristján Már Unnarsson skrifar 19. febrúar 2025 10:51 Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, oftast kallaður Binni í Vinnslustöðinni. Egill Aðalsteinsson Launagreiðslur Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og íslenskra dótturfélaga drógust saman um tuttugu prósent á milli áranna 2024 og 2023. Stærsta og í raun eina skýring þessa mismunar er loðnubrestur ársins 2024. Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum: Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Þetta kemur fram í grein á heimasíðu Vinnslustöðvarinnar undir fyrirsögninni: „Ríki, sveitarfélög og launþegar urðu af 11,6 milljörðum vegna loðnubrests á síðasta ári.“ Þar segir að heildarfjárhæð greiddra launa hafi numið tæplega 5,3 milljörðum króna árið 2024 en voru tæplega 6,6 milljarðar króna árið 2023. Mismunur launagreiðslna sé því 1,3 milljarðar króna. Séð yfir Vestmannaeyjahöfn.Vísir/Egill „Þess ber að geta að laun starfsmanna í landi hækkuðu á síðasta ári í kjölfar kjarasamninga, sem þýðir í raun að munurinn er meiri. Ef litið er til skatta, það er að segja staðgreiðsluskatta og launatengdra gjalda, þá dragast skatttekjur ríkis og sveitarfélaga saman um 630 milljónir króna,“ segir í grein Vinnslustöðvarinnar. Og ennfremur: „Aflahlutdeild Vinnslustöðvarinnar í loðnu er 12,33%. Með einfaldri nálgun, og að þeirri forsendu gefinni að laun annarra uppsjávarfyrirtækja séu svipuð við veiðar og vinnslu loðnu, má segja að launþegar verði af tæplega 11 milljarða heildar launatekjum og ríki og sveitarfélög verði af liðlega 5 milljarða skatttekjum. Að teknu tilliti mótframlaga í lífeyrissjóði er heildartap ríkis, sveitarfélaga og launþegar um 11,6 milljarðar króna.“ Hafa má í huga að undanfarnar loðnuvertíðir hafa staðið yfir í vart meira en tvo mánuði og meginþunginn í einn mánuð. Huginn VE, eitt af skipum Vinnslustöðvarinnar, að loðnuveiðum undan Snæfellsjökli í mars 2021.KMU Í samtali við fréttastofu segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, að tölurnar sýni mikilvægi loðnuveiðanna fyrir þjóðarbúið í heild. „Þær eru ekki einkamál sjávarútvegsins heldur þjóðarinnar í heild,“ segir Binni, sem núna horfir fram á loðnubrest, annan veturinn í röð. „Það sem er augljósast af öllu er mikilvægi rannsókna á loðnustofninum. Það er lítið vitað um hvað er að gerast í hafinu. Nánast engar grunnrannsóknir eru stundaðar,“ segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar og nefnir dæmi: „Það má til dæmis ekki skjóta hnúfubak til að skoða hvað hann étur mikið af loðnu. Það veit enginn um hvernig seiðum reiðir af eftir hrygningu eða hvar uppeldisstöðvarnar eru,“ segir hann. „Það blasir við öllum að aukin þekking leiðir til hvort tveggja, meiri vissu og öruggari nýtingar, og þar með aukinna tekna þjóðarinnar af loðnustofninum. En hugurinn er ekki þar. Hann snýst núna um skattlagningu en ekki um að stækka kökuna,“ segir Binni í Vinnslustöðinni. Hér má rifja upp stemmninguna við upphaf loðnuvertíðar í Vestmannaeyjum fyrir fjórum árum:
Loðnuveiðar Vestmannaeyjar Efnahagsmál Vísindi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35 Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28 Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58 Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent 86 starfsmönnum HB Granda á Akranesi sagt upp Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Niðurstöður loðnuleitar Polar Ammassak og Aðalsteins Jónssonar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun sýna enn lægra mat á stærð veiðistofnsins en í mælingunni í vikunni á undan. 1. febrúar 2025 14:35
Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Hverfandi líkur á loðnuveiðum þennan veturinn eru mikil vonbrigði fyrir Vestmannaeyjabæ, að sögn bæjarstjórans. Hún heldur þó í vonina um að loðna finnist. 25. janúar 2025 18:28
Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Bæjarstjóri Hornafjarðar segir skipta gríðarlegu máli fyrir sveitarfélagið og þjóðarbúið að það verði loðnuvertíð. Skip í loðnuleit hafa síðustu daga fundið loðnu undan Húnaflóa og úti fyrir Norðausturlandi og Austfjörðum. 21. janúar 2025 21:58