Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 14:30 Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarfarið er eins konar safn viðhorfa og sannfæringa sem móta hvernig við skynjum heiminn og okkur sjálf. Þetta hefur áhrif á hugsanir okkar, tilfinningar og háttsemi í mismunandi aðstæðum. Undanfarna áratugi hafa vísindamenn fjallað um tvær megin gerðir af hugarfari: fastmótað hugarfar og vaxtarhugarfar. Til að skilja þetta betur, skulum við velta eftirfarandi spurningu fyrir okkur: Hvernig brást þú við þegar þú sást einhvern gera eitthvað sem þig langar líka að geta? Hugsaðir þú: „Vá, þær hafa einstaka hæfileika, ég gæti aldrei gert þetta“ eða hugsarðu: „Geggjað! Hvernig gæti ég lært þetta?“ Ef þú hugsar á fyrri veginn, bendir það til fastmótaðs hugarfars, sem byggir á hugmyndinni um að greind og hæfileikar séu fastmótaðir og breytist lítið í gegnum ævina. Hins vegar, ef þú hugsar á síðari veginn, eins og þeir sem nota vaxtarhugarfar, sem byggist á hugmyndinni um að allt sé hægt að læra með því að æfa sig. Flestir hafa blandað hugarfar, sem getur breyst eftir sviði – hvort sem er í starfi, samböndum, íþróttum eða listsköpun. En hvernig geturðu fundið út úr því hvoru hugarfarinu þú ert að nota í ákveðnum aðstæðum og unnið að því að efla vaxtarhugarfarið? Hugarfarsáskorun (sem tekur 2 mínútur) Taktu smá stund til sjálfsskoðunar og svaraðu eftirfarandi spurningum. Merktu við dálk A eða B eftir því hvort setningarnar eiga betur við þig. A B Tekst ég á áskoranir og tækifæri, jafnvel þegar ég gæti mistekist? Reyni ég frekar að forðast áskoranir til að koma í veg fyrir mistök? Trúi ég því að vinnusemi og æfingin skapi meistarann? Trúi ég því að hæfileikar séu meðfæddir og æfing skipti minna máli? Sé ég mistök sem tímabundna uppákomu og reyni aftur? Gefst ég oft upp þegar ég rekst á hindranir? Lít ég á velgengni annarra sem innblástur? Finn ég fyrir öfund þegar ég sé velgengni annarra? Tek ég gagnrýni sem tækifæri til vaxtar? Tek ég gagnrýni sem persónulega árás og hunsa hana? Teldu saman hversu oft þú valdir A eða B. Ef þú valdir fleiri A, þá ertu að tileinka þér vaxtarhugarfar. Ef B kom oftar upp, gæti verið gagnlegt að skoða hvernig þú getur opnað hugann fyrir vaxtartækifærum. Veittu því líka athygli að þú getur oft sýnt vaxtarhugarfar í ákveðnum aðstæðum, eins og heima eða í vinnu, en átt það til að festast í fastmótuðu hugarfari í sambandi við þína nánustu. Hvernig næ ég árangri? Þetta snýst um að átta sig á því að vaxtarhugarfar sé til, finna að þú getir vaxið og náð árangri með æfingu og þrautseigju. Hvað geturðu gert í dag til að þjálfa þetta hugarfar? Hér er hugmynd: Reyndu að grípa þig ef hugurinn fer að skammast í þér næst þegar þú gerir mistök. Segðu frekar: „Hvernig get ég lært af þessu?“ Þegar hugurinn er með þér í liði ertu líklegri til þess að ná árangri í öllum þínum verkefnum. Höfundur er ráðgjafi og stjórnarkona.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun