„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Árni Sæberg skrifar 17. febrúar 2025 15:02 Kúm sem þessum gæti fækkað verði tollar á pitsaost með jurtaolíu felldir niður, að sögn framkvæmdastjóra Bændasamtakanna. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“ Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira
Á föstudag var greint frá því að Evrópusambandið hefði í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum segjast beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. Aftur á mótu hefði Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra birt í samráðsgátt stjórnvalda áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Þannig verði innflutningur ostsins tollfrjáls í stað þess að bera þrjátíu prósenta toll. Íslensk framleiðsla færð úr landi Margrét Ágústa Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir málið í raun og veru snúast um það að með breytingu á tollaflokkun sé verið að færa innlenda mjólkurframleiðslu úr landi. „Með því að opna fyrir þann möguleika að mjólkurostar, sem eru skilgreindir sem jurtaostar, beri ekki toll. Þetta þýðir náttúrulega líka það að þetta skekkir samkeppnisstöðu innlendrar matvælaframleiðslu verulega.“ Jafnvirði tíu kúabúa Margrét Ágústa segir að um verulegan innflutning mjólkur sé að ræða, um það bil þrjár milljónir mjólkurlítra. Til samanburðar nemi það um það bil framleiðslu tíu 300 þúsund lítra kúabú. Það þýði einfaldlega það að mjólkurbúum geti fækkað. Það ógni fæðuöryggi þjóðarinnar enda viljum við ekki vera öðrum háð varðandi matvælaframleiðslu. „Til lengri tíma litið er þetta auðvitað líka byggðamál, varðandi byggðafestu, varðandi tekjustofna sveitarfélaga. Þetta skekkir líka samkeppnisstöðuna alveg gríðarlega. Þetta er raunverulega hættan. Þetta þýðir það að bændum getur fækkað.“ Óttast frekari áhrif Margrét Ágústa óttast að með breytingunni sé verið að opna á fleiri breytingar. „Hvernig má það vera að áttatíu, níutíu prósent mjólkurostur geti talist jurtaostur ef það er búið að strá einhverju jurtakryddi yfir?“ Þetta gæti átt við aðrar landbúnaðarvörur síðarmeir. Nauðsynlegt sé að bregðast við og jafna samkeppnisstöðuna með einhverjum hætti. „Kúabændur eru, ásamt okkur, verulega uggandi yfir því að þetta eigi að ganga fram. Það er reynt að gera þetta eins og þetta sé í skjóli einhverra alþjóðlegra skuldbindinga, sem við erum bara ekkert bundin af. Þetta er ekkert annað en hápólitísk ákvörðun. Þá hugsar maður; hvern er verið að verja þarna? Það er verið að verja innflytjendur, heildsala og stórkaupmenn.“
Matvælaframleiðsla Atvinnurekendur Landbúnaður Tollflokkun pitsaosts Mest lesið Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Spá aukinni verðbólgu um jólin Viðskipti innlent Brú Talent kaupir Geko Consulting Viðskipti innlent Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Sjá meira