Bankarnir áður svikið neytendur Bjarki Sigurðsson skrifar 16. febrúar 2025 20:28 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Vísir/Vilhelm Formaður fjárlaganefndar Alþingis er ekki spenntur fyrir mögulegri sameiningu Arion og Íslandsbanka. Bankarnir hafi sýnt það í gegnum tíðina að neytendur séu ekki í forgangi hjá þeim, og efast hann um að það sé að breytast. Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar. Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira
Stjórn Íslandsbanka er með til skoðunar samrunatillögu frá stjórn Arion banka. Bankastjóri Arion segir að með samruna sé hægt að skila auknum sparnaði til neytenda, meðal annars með lægri vöxtum og gjöldum. Að lágmarki fimmtíu milljarðar skili sér í vasa neytenda á tíu árum. Þessi fullyrðing hefur verið dregin í efa af mörgum, þar á meðal Vilhjálmi Birgissyni verkalýðsforkólfi. Bankarnir græði tugi milljarða á hverju ári sem renna beint úr vösum almennings í veski fjárfesta í stað þess að vænka hag neytenda. Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra vildi ekki tjá sig um sameiningaráformin enn sem komið er en Ragnar Þór Ingólfsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segir hugmyndir Arion banka slá sig illa. „Frekari samþjöppun er held ég ekki það skref sem við þurfum að taka núna á þessum tímapunkti, heldur frekar endurskoða stöðu bankakerfisins í íslensku samfélagi,“ segir Ragnar. Á síðasta ári hagnaðist Arion um 26 milljarða og Íslandsbanki um 24 milljarða. Samanlagt fimmtíu milljarðar og fóru 28 milljarðar af því til hluthafa. Ragnar efast að peningur sem bankinn spari endi hjá neytendum. „Þegar bankaskattur var lækkaður 2021 jókst vaxtamunur bankanna, þjónustugjöld hækkuðu, ný urðu til og útibúum fækkaði. Þjónusta var skert. Ég svona hef mjög takmarkaða trú á því að þetta muni skila sér á endanum til neytenda,“ segir Ragnar. Þeir sem græði mest séu hluthafar. „Ég hef ekki séð bankana hingað til vera eitthvað sérstaklega umhuga um neytendur umfram afkomu sína og arð. Arðsemiskrafa Arion banka hefur verið hækkuð í tvígang að mig minnir á mjög stuttum tíma,“ segir Ragnar.
Arion banki Íslandsbanki Alþingi Flokkur fólksins Efnahagsmál Neytendur Fjármál heimilisins Fjármálafyrirtæki Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Sjá meira