Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar 14. febrúar 2025 16:03 Í eina tíð var helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var í heiðri höfð og framkvæmd, leiðarljós, sem forustumenn flokksins lögðu sig fram um að fylgja. Framámmenn flokksins og þingmenn höfðu hinn margvísilegasta bakgrunn; komu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Flokkurinn hafði 35-40% fylgi. Var þjóðarflokkur. Þegar ég flutti til Þýzkalands 1989, vann Sjálfstæðisflokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systraflokkar. Þegar ég kom til baka, 27 árum síðar, sýndist mér Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð eða mikið vera kominn inn á svið AfD, Alternative für Deutschland, sem er þýzkur hægri þjóðernis- og öfgaflokkur. Meðal aðdáenda/vina AfD eru menn eins og Elon Musk og Trump. 1929 höfðu Lýðræðisflokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinast og myndað Sjálfstæðisflokkinn. Þar varð til fjölbreytileg, frjó, marglit og krafmikil blanda. Þegar ég kom heim 2016, virtist Íhaldsflokkurinn einn vera eftir. Þjóðernis- og íhaldsarmurinn hafði tekið öll völd og hrakið frjálslynt og víðsýnt fólk úr flokknum. Fylgið var nánast hrunið. Í stað þess að elta AfD-sinna, eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, í átt frá íhaldi og þjóðernishyggju, í átt að aukinni fjáls- og alþjóðahyggju, umburðarlyndi og mannúð gagnvart mönnum og málleysingjum, virðingu við umhverfið og jörðina, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér m.a. fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið dæmigert baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi, 30-40%. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðismanna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Forðast að ræða það. Í þessu sambandi má spyrja, hvað orðið hafi um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu Sjálfstæðisflokksins, frjálsræði og víðsýni hennar, sem þó er skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skilur það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skilur það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skilur það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB á fjölmörgum sviðum, í öllum málum hins sameiginlega evrópska markaðar, án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skilur það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, og, gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Þetta fólk skilur greinilega ekki þá merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, nánum samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, einkum systra- og bræðaþjóðir, Evrópuríkin, en ekki á grundvelli einangrunarhugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvílíkt ólánstól íslenzka krónan er. Fyrir hundrað árum höfðu íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslenzku krónunnar komið niður í brot úr einum dönskum eyri, en sú danska heldur sér uppi á Evrunni, með beintenginu við hana. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannar okkar á meginlandinu, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð nema 1,5 sinnum. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Skilja forustumenn flokksins ekki, að við eigum bara eina jörð!? Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Það er vart von til þess, að það fólk, sem hefur keyrt Sjálfstæðisflokkinn út í skurð, get reist hann við. Þar þurfa nýir, frjóir og óspilltir kraftar að koma til. Ný hugsun og sýn, ásamt með víðtækri og margbreytilegri reynslu úr atvinnulífi og félagasstarfi, frjálslynd, sveigjanleg og umburðarlynd nálgun er það eina, sem gæti tryggt farsæla endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Hér lít ég helzt til Guðrúnar Hasteinsdóttur. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Í eina tíð var helzta slagorð Sjálfstæðisflokksins „stétt-með-stétt“. Þetta var meira en slagorð. Þetta var stefnumörkun, sem var í heiðri höfð og framkvæmd, leiðarljós, sem forustumenn flokksins lögðu sig fram um að fylgja. Framámmenn flokksins og þingmenn höfðu hinn margvísilegasta bakgrunn; komu úr öllum stéttum og þjóðfélagshópum. Flokkurinn hafði 35-40% fylgi. Var þjóðarflokkur. Þegar ég flutti til Þýzkalands 1989, vann Sjálfstæðisflokkurinn með svipaðri stefnumörkun og Kristilegi demókrataflokkurinn þar. Þetta voru nánast eins og systraflokkar. Þegar ég kom til baka, 27 árum síðar, sýndist mér Sjálfstæðisflokkurinn nokkuð eða mikið vera kominn inn á svið AfD, Alternative für Deutschland, sem er þýzkur hægri þjóðernis- og öfgaflokkur. Meðal aðdáenda/vina AfD eru menn eins og Elon Musk og Trump. 1929 höfðu Lýðræðisflokkurinn og Íhaldsflokkurinn sameinast og myndað Sjálfstæðisflokkinn. Þar varð til fjölbreytileg, frjó, marglit og krafmikil blanda. Þegar ég kom heim 2016, virtist Íhaldsflokkurinn einn vera eftir. Þjóðernis- og íhaldsarmurinn hafði tekið öll völd og hrakið frjálslynt og víðsýnt fólk úr flokknum. Fylgið var nánast hrunið. Í stað þess að elta AfD-sinna, eða reyna að halda þeim innan Kristilegra demókrata, færði Angela Merkel flokkinn meira inn á miðjuna, í átt frá íhaldi og þjóðernishyggju, í átt að aukinni fjáls- og alþjóðahyggju, umburðarlyndi og mannúð gagnvart mönnum og málleysingjum, virðingu við umhverfið og jörðina, fylgdi fólkinu og þörfum þess, fór til vinstri, inn á svið aukinnar umhverfisbaráttu - baráttu fyrir jörðinni - og beitti sér m.a. fyrir því, að kjarnorkuverum yrði lokað, sem hafði verið dæmigert baráttumál vinstri manna. Þannig sýndi Merkel í verki, að Kristilegir demókratar væru lifandi afl, sem brást við og breytti sér skv. þróun mála og vilja og þörfum manna. Enda héldu Kristilegir demókratar þjóðarfylgi í Þýzkalandi, 30-40%. Bezta dæmið um einangrunar- og afdalahyggju Sjálfstæðismanna er, að flokkurinn er á móti nánara samstarfi Evrópuþjóða, fullri aðild að ESB og upptöku Evrunnar. Forðast að ræða það. Í þessu sambandi má spyrja, hvað orðið hafi um skilning, þroska og stjórnmálalega sýn forystu Sjálfstæðisflokksins, frjálsræði og víðsýni hennar, sem þó er skipuð ungu og, að sjá, álitlegu og hæfileikaríku fólki? Skilur það ekki, að álfan okkar, Evrópa, mun ekki geta staðið af sér áskoranir og ógnir langrar framtíðar, nema sameinuð, elfd og samstillt? Árið 2100 verða Evrópubúar ekki nema um 4% af jarðarbúum. Skilur það ekki, að velferð, menning og öryggi barnanna okkar og barna þeirra er í húfi? Skilur það ekki, að við erum nú þegar komin 80% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku í Schengen, og erum búin að undirgangast að taka upp og hlíta reglugerðum og lögum ESB á fjölmörgum sviðum, í öllum málum hins sameiginlega evrópska markaðar, án þess þó að hafa nokkra aðkomu að gerð og setningu þeirra? Skilur það ekki, að með því, að taka skrefið til fulls, ganga 100% í ESB, fengjum við okkar eiginn kommissar (ráðherra) hjá ESB, eins og allar aðrar aðildarþjóðir - hver hefur aðeins einn - 6 þingmenn á Evrópuþingið og fullt neitunarvald gagnvart nýjum lögum og öllum meiriháttar ákvörðunum sambandsins, og, gætum þannig tekið þátt í allri evrópskri stefnumótun og lagasetningu? Þetta fólk skilur greinilega ekki þá merkingu „sjálfstæðis“, sem Bjarni Benediktsson, eldri, skilgreindi svo vel í áramótaræðu fyrir meira en hálfri öld: „Við eigum þess vegna ekki að óttast samvinnu við aðra, heldur sækjast eftir henni til að bæta landið og lífskjör fólksins, sem í því býr“. Sjálfstæði nútímans byggist á skilningi á því, að fyrsta stig þess er efnahagslegt sjálfstæði, sem um leið er forsenda fyrir frekari stigum sjálfstæðis, en það næst aðeins með mikilli samvinnu, nánum samskiptum og viðskiptum við önnur ríki, einkum systra- og bræðaþjóðir, Evrópuríkin, en ekki á grundvelli einangrunarhugmynda og afdalahyggju. Það er líka raunalegt, hörmungarsaga, að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki hafa skilið, hvílíkt ólánstól íslenzka krónan er. Fyrir hundrað árum höfðu íslenzka krónan og sú danska sama verðgildi; ein íslenzk króna hafði sama verðgildi og ein dönsk. Í dag er verðgildi íslenzku krónunnar komið niður í brot úr einum dönskum eyri, en sú danska heldur sér uppi á Evrunni, með beintenginu við hana. Þessi hrikalega þróun og botnlaust hrap íslenzku krónunnar hefur svo leitt til þess, að hér hafa vextir verið margfalt hærri en í öðrum evrópskum löndum, sem m.a. hefur þýtt, að íbúðarkaupendur hér hafa þurft að greiða íbúðir sínar 3,5-4 sinnum, með vöxtum, á sama tíma og nágrannar okkar á meginlandinu, með stöðuga og traustan galdmiðil, Evruna, hafa ekki þurft að greiða sína íbúð nema 1,5 sinnum. Enn eitt svið, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur algjörlega sofið á verðinum, er dýra-, náttúru- og umhverfisvernd. Vernd jarðarinnar. Skilja forustumenn flokksins ekki, að við eigum bara eina jörð!? Það er með ólíkindum, að það unga fólk, sem leiðir flokkinn, skuli vera blint fyrir því, að vernd jarðar – lofts, láðs og lagar – er langstærsta mál okkar tíma. Það er vart von til þess, að það fólk, sem hefur keyrt Sjálfstæðisflokkinn út í skurð, get reist hann við. Þar þurfa nýir, frjóir og óspilltir kraftar að koma til. Ný hugsun og sýn, ásamt með víðtækri og margbreytilegri reynslu úr atvinnulífi og félagasstarfi, frjálslynd, sveigjanleg og umburðarlynd nálgun er það eina, sem gæti tryggt farsæla endurreisn Sjálfstæðisflokksins. Hér lít ég helzt til Guðrúnar Hasteinsdóttur. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun