Matvælastofnun - dýravernd verði rutt úr stofnuninni - strax Árni Stefán Árnason skrifar 14. febrúar 2025 07:31 Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Dýraheilbrigði Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fluggreint blaðamannateymi visir.is og Stöðvar 2 hikar ekki við að fletta ofan af illri meðferð dýra. Ömurleg frétt miðilsins í dag er gott dæmi um það. Fyrir rúmum áratug mótmælti ég því í greinargerð til atvinnuveganefndar Alþingis að eftirlit með dýravernd yrði komið fyrir hjá Matvælastofnun. Á það var ekkert hlustað en þá hafði ég lokið 18 mánaða, gríðarlegri vinnu, við rannsóknir á íslenskri dýravernd frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Niðurstaða þeirra rannsóknar, sem birtist í meistararitgerð í lögfræði um dýravernd var að Matvælastofnun og aðrar opinberar stofnanir á undan henni með dýravernd á sinni könnu væru ekki hæfar til að sinna þessu eftirlit. Til skammar er fyrir land og þjóð hvernig íslenskir dýralæknar á vegum eftirlitsstofnana hafa hagað sér í áratugi en ástæðan er einföld, hún er hagsmunatengd og verður ekki rakin hér að öðru leyti en hægt að að lesa um þá rökstuddu niðurstöðu í umræddri ritgerð, Hin leynda þjáning búfjár á Íslandi, um réttaráhrif og framkvæmd dýraverndarlaga frá upphafi lagasetningar í þeim efnum. Síðan þá hefur það verið marg, marg, marg staðfest að forstjórar MAST og yfirdýralæknar eru ekki starfi sínu vaxnir í dýravernd þó einn þeirra hafi verið verðlaunaður á Bessastöðum fyrir framlag sitt til dýraverndar, sem ég held fram og get rökstutt að ekkert hafi verið í samanburði við marga aðra. - En siðspillingin í pólitík rystir djúpt og alla leið á forsetasetrið og um allar kopagrundir íslenskra stofnana. Þá er ég skrifaði umrædda ritgerð fullyrti ég tvennt og rökstuddi: Að sú svívirðilega framkoma þingsins að svipta almenna borgara kærurétti vegna meints dýraníðs væri árás á stjórnarskrárvarið tjáningarfrelsið. Brýnt væri að koma opinberri dýravernd fyrir hjá sjálfstæðum aðila, ótengdan ríkinu. Á hvorugt var hlustað og ég reikna ekki með að nú verði hlustað frekar en áður. Niðurstaða Við eru með allt niður um okkur í dýravernd og erum til háborinnar skammar á evrópskan mælikvarða. Eða eins og ég sagði í annari skoðun fyrir einhverjum misserum og stend við í dag: við erum Evrópumeistarar í dýraníði Og hvernig get ég fullyrt það? Blóðmeramálið, hvalamálið og fullt, fullt, fullt af öðrum málum eru vitnisburður um það. - Og ríkisstjórnin þegir! Einkum og sér í lagi sætir það undrun að háværasti lúður dýraverndar á síðustu kjörtímabilum, Inga Sæland, nú ráðherra, minntis ekki orði á dýravernd við kynningu á nýjum stjórnarsáttmála. Líklega fallin í sömu gryfju og aðrir populistar, vill ekki verða óvinsæl, því gagnrýni á dýravernd er til þess fallin að skapa óvinsældir, það veit best sá, sem þetta ritar en er skítsama um. Þannig hætti t.d. fyrrum íslensk alheimsfegurðardrotting afskiptum af dýravernd og er farin að mæla opinberlega með kjötáti, kjöti af þjáðum dýrum. Takk fyrir lesturinn. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar