Næsti Dumbledore fundinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 13. febrúar 2025 15:16 John Lithgow getur brugðið sér í ýmissa kvikinda líki og er bæði frábær gamanleikari og dramaleikari. Getty Allt bendir til þess að bandaríski leikarinn John Lithgow muni leika galdrakarlinn Albus Dumbledore í nýrri þáttaröð um Harry Potter. Dægurmiðillinn Variety greinir frá því að Lithgow sé í lokaviðræðum um að leika skólastjóra Hogwarts. Fari svo að hann fái hlutverkið mun hann feta í fótspor þeirra Richard Harris og Michael Gambon sem léku Dumbledore í kvikmyndunum átta um töfrastrákinn. Harris lék í fyrstu tveimur myndunum áður en hann lést sviplega og tók Gambon þá við og lék í hinum sex. Lithgow lék í hinum æðivinsælu 3rd Rock from the Sun í kringum aldamót en hann er einnig þekktur fyrir leik sinn í myndunum Interstellar, Shrek (þar sem hann talaði fyrir Faquaad lávarð), Cliffhanger, Killers of the Flower Moon, 2010 og Bombshell. Þá lék hann Winston Churchill í þáttunum The Crown. Sennilega hefur hann þó aldrei verið jafngóður og í Raising Cain frá 1992 eftir Brian de Palma eins og sjá má í stiklu hér að neðan: Ný aðlögun á bókunum sígildu Sjónvarpsþáttaröðin mun innihalda glænýjan leikhóp og er þess vænst að tökur hefjist í sumar. Í tilkynningu frá HBO Max segir að þættirnir verði „trygg aðlögun“ á bókum JK Rowling og verði sýndir næsta áratuginn. Enginn leikarar hafa verið staðfestir formlega en nú stendur yfir leit að ungum leikurum sem munu taka að sér hlutverk Harry, Ron og Hermione. „Við kunnum að meta að svo stórir þættir veki sögusagnir og vangaveltur,“ sagði í svari HBO við fyrirspurnum Deadline vegna meintrar ráðningar Lithgow. Ráðningar verði einungis staðfestar þegar þær hafa gengið formlega í gegn. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Dægurmiðillinn Variety greinir frá því að Lithgow sé í lokaviðræðum um að leika skólastjóra Hogwarts. Fari svo að hann fái hlutverkið mun hann feta í fótspor þeirra Richard Harris og Michael Gambon sem léku Dumbledore í kvikmyndunum átta um töfrastrákinn. Harris lék í fyrstu tveimur myndunum áður en hann lést sviplega og tók Gambon þá við og lék í hinum sex. Lithgow lék í hinum æðivinsælu 3rd Rock from the Sun í kringum aldamót en hann er einnig þekktur fyrir leik sinn í myndunum Interstellar, Shrek (þar sem hann talaði fyrir Faquaad lávarð), Cliffhanger, Killers of the Flower Moon, 2010 og Bombshell. Þá lék hann Winston Churchill í þáttunum The Crown. Sennilega hefur hann þó aldrei verið jafngóður og í Raising Cain frá 1992 eftir Brian de Palma eins og sjá má í stiklu hér að neðan: Ný aðlögun á bókunum sígildu Sjónvarpsþáttaröðin mun innihalda glænýjan leikhóp og er þess vænst að tökur hefjist í sumar. Í tilkynningu frá HBO Max segir að þættirnir verði „trygg aðlögun“ á bókum JK Rowling og verði sýndir næsta áratuginn. Enginn leikarar hafa verið staðfestir formlega en nú stendur yfir leit að ungum leikurum sem munu taka að sér hlutverk Harry, Ron og Hermione. „Við kunnum að meta að svo stórir þættir veki sögusagnir og vangaveltur,“ sagði í svari HBO við fyrirspurnum Deadline vegna meintrar ráðningar Lithgow. Ráðningar verði einungis staðfestar þegar þær hafa gengið formlega í gegn.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Lífið „Núna þori ég miklu meira“ Tíska og hönnun Upplifa hótel lúxus í tjaldútilegunni Lífið samstarf Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Lífið Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra Tíska og hönnun „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Fleiri fréttir Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira