Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar 12. febrúar 2025 14:29 Samgöngumál eru mörgum okkar hugleikin. Mest ber á því í daglegri umræðu hvaða vegspotta á að laga fyrst, hvaða fjall á að grafa undir næst og hvar séu tækifæri til nýframkvæmda ýmiskonar. Heldur minna ber á umæðu um hvaða veg þarf að laga sem fyrir er og með hvaða hætti tryggt sé að það sem fyrir er í vegakerfinu geti sinnt sínu tilætlaða hlutverki við að tengja saman byggðir og flytja fólk og varning milli staða og landshluta. Það er jú vissulega eitthvað rætt en athyglin er mun meiri á nýframkvæmdir og allir vilja sína göng, sinn nýja veg og mögulega sína styttingu milli staða. Mér er það ljóst að uppbygging og nýframkvæmdir eru mikilvægar, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en ef við beitum „heimilishagfræði“ við þessi mál, þá má spyrja sig, hvort að ráðist sé í það að skipta út eldhúsinnréttingu á meðan þakið lekur. Í nágrenni við mitt byggðarlag eru margir vegir sem teljast í sjálfu sér ágætir en eru komnir til ára sinna. Lítið hefur verið um nýframkvæmdir undanfarna áratugi, en mestu uppbyggingarár vega á svæðinu í kringum Djúpavog og á austurlandi voru sennilega frá um 1985 til 2000. Á þessu 15 ára tímabili má segja að vegirnir hafi færst frá því að vera gamlir moldarlóðar upp í það að vera uppbygðir með slitlagi. Sumstaðar var þó ekki verið að kosta of miklu til og eldri vegir með sínum hlykkjum og vanköntum öðrum nýttir undir hina „nýju og nútímalegu“ vegi sem komu í stað þeirra eldri. En að titli þessa pistils og hugrenningum um viðhald. Innviðaskuld í vegamálum er hér umtalsverð. Hvergi á landinu eru fleiri einbreiðar brýr svo dæmi sé tekið og sumar þeirra í því ástandi að takmarka þarf heildarþunga þess sem yfir þær fer. Slitlag er í mjög misjöfnu ástandi og að hluta til er það vegna þess að burður vegana er ekki nægur, þeir voru lagðir fyrir um 40 árum eftir öðru viðmiði en þyrfti fyrir þá umferð sem um þá fer í dag. Nýverið varð rof í þjóðveginum um norðanverðan Berufjörð, ræsi sem lagt var undir vegin gaf sig vegna tæringar og aldurs og mildi var að ekki yrðu alverleg slys á vegfarendum sem lentu ofaní þessu rofi. Um 9 klukkustundir tók að gera vegin nothæfan á ný með bráðabirgðarlagfæringu og rúlega tvo heila vinnudaga tók að skipta um ræsi á viðkomandi stað með allri þeirri vinnu sem því fylgir. Fyrir nokkrum árum kom upp svipað atvik við sunnanverðan Berufjörð. Ræsi gaf sig með þeim afleiðingum að hola myndaðist í vegin, hola sem var næganlega stór til að gleypa fólksbíl. Mikil mildi var að engin vegfarandi lennti í þeirri holu og með snarræði tókst að loka henni til bráðabigða og síðar var ónýtu ræsi skift út fyrir nýtt. Þetta eru tímasprengjurnar sem við keyrum á. Ræsi kominn á aldur, eru léleg vegna tæringar og bíða þess að gleypa mögulega þá vegfarendur sem um vegin fara. Af þesu er mikil slysahætta og gætu þessi slys hæglega verið mjög alvarleg. Þessi staða á eldri köflum hringvegarins er óásættanleg, því yfirleitt sjást ekki vegsummerki um slíkt fyrr en það er orðið of seint, hin allmenni vegfarandi sér ekki hvort að vegurinn er þess megnugur að bera þá umferð sem yfir ræsin fer, þetta er leyndur galli. Flestar yfirborðsskemmdir á vegi eru vegfarendum sjáanleg, skemmdir í klæðningu, úrrennsli vegna vatnavaxta og fleira í þeim dúr er oftast vel sýnilegt, það eru ónýt vegræsi hins vegar ekki. Kanski finnst einhverjum raus um ræsi vera lítilfjörlegt, en það vill enginn lenda í því að keyra yfir slíkt mannvirki sem er að hruni komið, því þarf strax að ráðast í yfirferð og endurnýjun á þessum parti vegakerfisins sem er okkur lítið sýnilegur dags daglega og fara þarf í stórátak á eldri köflum þjóðvegarins til að fjarægja þessa ógn sem hangir yfir vegfarendum. Höfundur er stórnotandi íslenska vegakerfisins og íbúi á Djúpavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Samgöngur Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Samgöngumál eru mörgum okkar hugleikin. Mest ber á því í daglegri umræðu hvaða vegspotta á að laga fyrst, hvaða fjall á að grafa undir næst og hvar séu tækifæri til nýframkvæmda ýmiskonar. Heldur minna ber á umæðu um hvaða veg þarf að laga sem fyrir er og með hvaða hætti tryggt sé að það sem fyrir er í vegakerfinu geti sinnt sínu tilætlaða hlutverki við að tengja saman byggðir og flytja fólk og varning milli staða og landshluta. Það er jú vissulega eitthvað rætt en athyglin er mun meiri á nýframkvæmdir og allir vilja sína göng, sinn nýja veg og mögulega sína styttingu milli staða. Mér er það ljóst að uppbygging og nýframkvæmdir eru mikilvægar, ég ætla ekki að gera lítið úr því, en ef við beitum „heimilishagfræði“ við þessi mál, þá má spyrja sig, hvort að ráðist sé í það að skipta út eldhúsinnréttingu á meðan þakið lekur. Í nágrenni við mitt byggðarlag eru margir vegir sem teljast í sjálfu sér ágætir en eru komnir til ára sinna. Lítið hefur verið um nýframkvæmdir undanfarna áratugi, en mestu uppbyggingarár vega á svæðinu í kringum Djúpavog og á austurlandi voru sennilega frá um 1985 til 2000. Á þessu 15 ára tímabili má segja að vegirnir hafi færst frá því að vera gamlir moldarlóðar upp í það að vera uppbygðir með slitlagi. Sumstaðar var þó ekki verið að kosta of miklu til og eldri vegir með sínum hlykkjum og vanköntum öðrum nýttir undir hina „nýju og nútímalegu“ vegi sem komu í stað þeirra eldri. En að titli þessa pistils og hugrenningum um viðhald. Innviðaskuld í vegamálum er hér umtalsverð. Hvergi á landinu eru fleiri einbreiðar brýr svo dæmi sé tekið og sumar þeirra í því ástandi að takmarka þarf heildarþunga þess sem yfir þær fer. Slitlag er í mjög misjöfnu ástandi og að hluta til er það vegna þess að burður vegana er ekki nægur, þeir voru lagðir fyrir um 40 árum eftir öðru viðmiði en þyrfti fyrir þá umferð sem um þá fer í dag. Nýverið varð rof í þjóðveginum um norðanverðan Berufjörð, ræsi sem lagt var undir vegin gaf sig vegna tæringar og aldurs og mildi var að ekki yrðu alverleg slys á vegfarendum sem lentu ofaní þessu rofi. Um 9 klukkustundir tók að gera vegin nothæfan á ný með bráðabirgðarlagfæringu og rúlega tvo heila vinnudaga tók að skipta um ræsi á viðkomandi stað með allri þeirri vinnu sem því fylgir. Fyrir nokkrum árum kom upp svipað atvik við sunnanverðan Berufjörð. Ræsi gaf sig með þeim afleiðingum að hola myndaðist í vegin, hola sem var næganlega stór til að gleypa fólksbíl. Mikil mildi var að engin vegfarandi lennti í þeirri holu og með snarræði tókst að loka henni til bráðabigða og síðar var ónýtu ræsi skift út fyrir nýtt. Þetta eru tímasprengjurnar sem við keyrum á. Ræsi kominn á aldur, eru léleg vegna tæringar og bíða þess að gleypa mögulega þá vegfarendur sem um vegin fara. Af þesu er mikil slysahætta og gætu þessi slys hæglega verið mjög alvarleg. Þessi staða á eldri köflum hringvegarins er óásættanleg, því yfirleitt sjást ekki vegsummerki um slíkt fyrr en það er orðið of seint, hin allmenni vegfarandi sér ekki hvort að vegurinn er þess megnugur að bera þá umferð sem yfir ræsin fer, þetta er leyndur galli. Flestar yfirborðsskemmdir á vegi eru vegfarendum sjáanleg, skemmdir í klæðningu, úrrennsli vegna vatnavaxta og fleira í þeim dúr er oftast vel sýnilegt, það eru ónýt vegræsi hins vegar ekki. Kanski finnst einhverjum raus um ræsi vera lítilfjörlegt, en það vill enginn lenda í því að keyra yfir slíkt mannvirki sem er að hruni komið, því þarf strax að ráðast í yfirferð og endurnýjun á þessum parti vegakerfisins sem er okkur lítið sýnilegur dags daglega og fara þarf í stórátak á eldri köflum þjóðvegarins til að fjarægja þessa ógn sem hangir yfir vegfarendum. Höfundur er stórnotandi íslenska vegakerfisins og íbúi á Djúpavogi.
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar