Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson skrifar 10. febrúar 2025 13:01 Stór orð falla þessa dagana um öryggi sjúklinga sem þurfa mögulega að lenda á flugbraut sem er verið að loka vegna þess að einhver tré eru núna fyrir aðfluginu. Það er talað um að lögsækja fólk fyrir manndráp af gáleysi og hvaðeina. Áður en ég útskýri hvernig er verið að plata okkur þá er best að taka fram að ég hef fullan skilning á alvarleika málsins. Ég á bara mjög erfitt með ákveðna hræsni í þessu máli - að ýmsir sem hafa haft ákvörðunarvald í þessum málum sjái ekki bjálkann í eigin auga. Mínútur skipta máli Í umræðunni virðist mjög margt hverfast um mínúturnar sem skipta öllu máli til þess að koma sjúklingum undir læknishendur. Sérstaklega mínúturnar eftir að flugvél lendir í Reykjavík. Þar virðast mínúturnar sem sjúklingur þarf að þola til þess að bíða eftir og komast í flugvél skipta minna máli þó þær séu miklu fleiri. Í fyrirspurn til ráðherra um málið kom fram að: “meðalflutningstími frá upphafsstofnun til áfangastofnunar [er] 111 mínútur sem skiptast þannig að meðaltími í sjúkrabíl að flugvelli var 55 mínútur, meðalflugtími 41 mínúta og meðaltími í bíl frá flugvelli að áfangastað 15 mínútur.” Auðvitað skiptir hver mínúta máli, en það er afvegaleiðing að einblína á það hvort þessar 15 mínútur frá Reykjavíkurflugvelli séu 10 eða 20 í heildarsamhenginu. En það er einmitt það sem þetta snýst allt um, afvegleiðingu. Þannig er verið að plata okkur. En af því að við vitum að hver mínúta skiptir máli, þá virkar þessi afvegaleiðing mjög vel. Ef við ætlum að vera alveg heiðarleg í þessu og láta hverja mínútu skipta máli, í alvörunni, þá verðum við að skoða þetta mál í aðeins stærra samhengi. Stóra ákvörðunin Fyrir fáum árum var loksins ákveðið að byggja nýjan spítala við gömlu Hringbraut, eftir áratugarifrildi sem byrjaði á niðurstöðunni að það ætti frekar að byggja í Fossvogi en við Hringbraut, og helst einhversstaðar annarsstaðar. Ástæðan er mjög einföld og ætti að vera öllum jafn augljóst og að hver mínúta getur skipt máli, að aðgengi að Hringbraut er afskaplega lélegt. Svo lélegt að það kostar þó nokkuð margar mínútur í almennum sjúkraflutningum. Ef spítalinn hefði verið byggður nær Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þá værum við að spara mjög margar mínútur í sjúkraflutningum frá fjölmennastu svæðum landsins. Jú, flutningstími vegna þeirra 863 sjúkraflugferða árið 2017 hefðu kannski verið um 5 mínútum lengri fyrir vikið. Á móti hefðu sparast mikið fleiri mínútur í þeim 28.166 ferðum sjúkrabíla á sama tíma. Þetta var stóra ákvörðunin sem þurfti að taka til þess að spara þessar mikilvægu mínútur - til þess að bjarga lífi fólks. Og þetta er í raun enn ákvörðun sem þarf að taka, fyrr en síðar. Raunverulega ástæðan? Fólk sem er að berjast fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur sé í Vatnsmýrinni er ekki að berjast fyrir því út af öryggi sjúklinga, annars myndu þau berjast fyrir því að flytja spítalann á betri stað (og þá flugvöllinn með ef þær mínútur skipta í alvörunni svona miklu máli). Þau eru ekki að berjast fyrir staðsetningu flugvallarins út af því að flugvallarskilyrðin þar eru svo frábærlega betri en einhversstaðar annarsstaðar, annars myndu nokkrir metrar af trjám ekki muna svona miklu. Þau eru ekki að berjast fyrir staðsetningu flugvallarins af því að það myndi kosta svo mikið að byggja nýjan, annars myndu þau vilja færa hann vegna verðmætanna sem felast í landsvæðinu sem flugvöllurinn er á núna. Hvað þá? Er raunverulega ástæðan kannski bara af því að fólk vill geta lent í miðborg Reykjavíkur, miðborgarmegin við umferðarhnútinn við Lönguhlíð? Ég veit ekki hver alvöru ástæðan er, því allar aðrar ástæður ganga ekki upp við nánari skoðun. Heiðarleg og sanngjörn umræða? Ég held að fólk trúi í alvörunni að hver mínúta skipti máli og þar af leiðandi að flugvöllurinn þurfi að vera þar sem hann er til þess að mögulega bjarga lífi einhverra þeirra sem koma með sjúkraflugi. Ég held að fólk trúi því líka að sömu mínúturnar myndu bjarga lífi þeirra sem þurfa að komast á spítala með sjúkrabíl. Ég held líka að fólk hafi í alvörunni fórnað mínútunum sem myndu sparast fyrir sjúkrabílinn, með því að byggja spítalann þar sem verið er að byggja hann, til þess að geta haldið flugvellinum þar sem hann er - með þeim rökum að mínúturnar sem það tekur að koma fólki úr flugi á spítalann geti bjargað mannslífum. Í alvöru. Ég held að nýja spítalanum hafi verið valinn staður við Hringbraut til þess að hjálpa til við að halda flugvellinum í Vatnsmýri. Ég held að það hafi verið horft fram hjá þeim mínútum sem hefðu sparast í sjúkraflutningum með sjúkrabíl með því að hafa spítalann á betri stað. Ég get ekki komist að annarri niðurstöðu ef rökin um að mínúturnar skipti máli eiga að gilda - en mér þætti afskaplega vænt um ef fólk gæti útskýrt fyrir mér hvaða önnur rök vega meira hérna. Umræðan þarf nefnilega að vera heiðarleg og sanngjörn. Ég upplifi það ekki í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll. Það eru einhverjar ástæður sem eru ekki tilteknar sem eru alvöru ástæðurnar fyrir því að halda flugvellinum í Vatnsmýri og ég held að fólk viti að það myndi enginn taka mark á þeim ástæðum ef þær væru sagðar upphátt. Þess vegna þarf að finna aðrar ástæður, eins og að hver mínúta skipti máli. En það er satt að hver mínúta skipti máli! Já. Ég er sammála því. Það þýðir að staðsetning nýja spítalans í mótsögn við að hver mínúta skipti máli - og af hverju erum við ekki brjáluð út af því? Af hverju erum við ekki að heimta að spítalinn verði færður? Allir sem koma með sjúkrabíl frá Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi myndu spara rosalega margar lífsbjargandi mínútur. Varla er það kostnaður sem kemur í veg fyrir þær framkvæmdir - því þá værum við að segja að kostnaðurinn skipti meira máli en lífsbjörgin, ekki satt? Hvað á þá að gera? Það á að byggja annan spítala á betri stað. Það er hægt að nota þann sem er verið að byggja núna sem borgarspítala. Það á að færa þennan blessaða flugvöll þannig að hann virki vel með nýjum spítala á nýjum stað. Það á að klippa nokkra sentímetra af þessum blessuðu trjám í Öskjuhlíðinni þannig að flugöryggi sé tryggt á meðan. En fjandinn hafi það, hættið að þrjóskast við að halda flugvellinum í Vatnsmýri, það er að kosta mannslíf að halda honum (og spítalanum) á því svæði. Höfundur er fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Stór orð falla þessa dagana um öryggi sjúklinga sem þurfa mögulega að lenda á flugbraut sem er verið að loka vegna þess að einhver tré eru núna fyrir aðfluginu. Það er talað um að lögsækja fólk fyrir manndráp af gáleysi og hvaðeina. Áður en ég útskýri hvernig er verið að plata okkur þá er best að taka fram að ég hef fullan skilning á alvarleika málsins. Ég á bara mjög erfitt með ákveðna hræsni í þessu máli - að ýmsir sem hafa haft ákvörðunarvald í þessum málum sjái ekki bjálkann í eigin auga. Mínútur skipta máli Í umræðunni virðist mjög margt hverfast um mínúturnar sem skipta öllu máli til þess að koma sjúklingum undir læknishendur. Sérstaklega mínúturnar eftir að flugvél lendir í Reykjavík. Þar virðast mínúturnar sem sjúklingur þarf að þola til þess að bíða eftir og komast í flugvél skipta minna máli þó þær séu miklu fleiri. Í fyrirspurn til ráðherra um málið kom fram að: “meðalflutningstími frá upphafsstofnun til áfangastofnunar [er] 111 mínútur sem skiptast þannig að meðaltími í sjúkrabíl að flugvelli var 55 mínútur, meðalflugtími 41 mínúta og meðaltími í bíl frá flugvelli að áfangastað 15 mínútur.” Auðvitað skiptir hver mínúta máli, en það er afvegaleiðing að einblína á það hvort þessar 15 mínútur frá Reykjavíkurflugvelli séu 10 eða 20 í heildarsamhenginu. En það er einmitt það sem þetta snýst allt um, afvegleiðingu. Þannig er verið að plata okkur. En af því að við vitum að hver mínúta skiptir máli, þá virkar þessi afvegaleiðing mjög vel. Ef við ætlum að vera alveg heiðarleg í þessu og láta hverja mínútu skipta máli, í alvörunni, þá verðum við að skoða þetta mál í aðeins stærra samhengi. Stóra ákvörðunin Fyrir fáum árum var loksins ákveðið að byggja nýjan spítala við gömlu Hringbraut, eftir áratugarifrildi sem byrjaði á niðurstöðunni að það ætti frekar að byggja í Fossvogi en við Hringbraut, og helst einhversstaðar annarsstaðar. Ástæðan er mjög einföld og ætti að vera öllum jafn augljóst og að hver mínúta getur skipt máli, að aðgengi að Hringbraut er afskaplega lélegt. Svo lélegt að það kostar þó nokkuð margar mínútur í almennum sjúkraflutningum. Ef spítalinn hefði verið byggður nær Vesturlandsvegi, Suðurlandsvegi og Reykjanesbraut þá værum við að spara mjög margar mínútur í sjúkraflutningum frá fjölmennastu svæðum landsins. Jú, flutningstími vegna þeirra 863 sjúkraflugferða árið 2017 hefðu kannski verið um 5 mínútum lengri fyrir vikið. Á móti hefðu sparast mikið fleiri mínútur í þeim 28.166 ferðum sjúkrabíla á sama tíma. Þetta var stóra ákvörðunin sem þurfti að taka til þess að spara þessar mikilvægu mínútur - til þess að bjarga lífi fólks. Og þetta er í raun enn ákvörðun sem þarf að taka, fyrr en síðar. Raunverulega ástæðan? Fólk sem er að berjast fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur sé í Vatnsmýrinni er ekki að berjast fyrir því út af öryggi sjúklinga, annars myndu þau berjast fyrir því að flytja spítalann á betri stað (og þá flugvöllinn með ef þær mínútur skipta í alvörunni svona miklu máli). Þau eru ekki að berjast fyrir staðsetningu flugvallarins út af því að flugvallarskilyrðin þar eru svo frábærlega betri en einhversstaðar annarsstaðar, annars myndu nokkrir metrar af trjám ekki muna svona miklu. Þau eru ekki að berjast fyrir staðsetningu flugvallarins af því að það myndi kosta svo mikið að byggja nýjan, annars myndu þau vilja færa hann vegna verðmætanna sem felast í landsvæðinu sem flugvöllurinn er á núna. Hvað þá? Er raunverulega ástæðan kannski bara af því að fólk vill geta lent í miðborg Reykjavíkur, miðborgarmegin við umferðarhnútinn við Lönguhlíð? Ég veit ekki hver alvöru ástæðan er, því allar aðrar ástæður ganga ekki upp við nánari skoðun. Heiðarleg og sanngjörn umræða? Ég held að fólk trúi í alvörunni að hver mínúta skipti máli og þar af leiðandi að flugvöllurinn þurfi að vera þar sem hann er til þess að mögulega bjarga lífi einhverra þeirra sem koma með sjúkraflugi. Ég held að fólk trúi því líka að sömu mínúturnar myndu bjarga lífi þeirra sem þurfa að komast á spítala með sjúkrabíl. Ég held líka að fólk hafi í alvörunni fórnað mínútunum sem myndu sparast fyrir sjúkrabílinn, með því að byggja spítalann þar sem verið er að byggja hann, til þess að geta haldið flugvellinum þar sem hann er - með þeim rökum að mínúturnar sem það tekur að koma fólki úr flugi á spítalann geti bjargað mannslífum. Í alvöru. Ég held að nýja spítalanum hafi verið valinn staður við Hringbraut til þess að hjálpa til við að halda flugvellinum í Vatnsmýri. Ég held að það hafi verið horft fram hjá þeim mínútum sem hefðu sparast í sjúkraflutningum með sjúkrabíl með því að hafa spítalann á betri stað. Ég get ekki komist að annarri niðurstöðu ef rökin um að mínúturnar skipti máli eiga að gilda - en mér þætti afskaplega vænt um ef fólk gæti útskýrt fyrir mér hvaða önnur rök vega meira hérna. Umræðan þarf nefnilega að vera heiðarleg og sanngjörn. Ég upplifi það ekki í umræðunni um Reykjavíkurflugvöll. Það eru einhverjar ástæður sem eru ekki tilteknar sem eru alvöru ástæðurnar fyrir því að halda flugvellinum í Vatnsmýri og ég held að fólk viti að það myndi enginn taka mark á þeim ástæðum ef þær væru sagðar upphátt. Þess vegna þarf að finna aðrar ástæður, eins og að hver mínúta skipti máli. En það er satt að hver mínúta skipti máli! Já. Ég er sammála því. Það þýðir að staðsetning nýja spítalans í mótsögn við að hver mínúta skipti máli - og af hverju erum við ekki brjáluð út af því? Af hverju erum við ekki að heimta að spítalinn verði færður? Allir sem koma með sjúkrabíl frá Vesturlandi, Suðurlandi og Reykjanesi myndu spara rosalega margar lífsbjargandi mínútur. Varla er það kostnaður sem kemur í veg fyrir þær framkvæmdir - því þá værum við að segja að kostnaðurinn skipti meira máli en lífsbjörgin, ekki satt? Hvað á þá að gera? Það á að byggja annan spítala á betri stað. Það er hægt að nota þann sem er verið að byggja núna sem borgarspítala. Það á að færa þennan blessaða flugvöll þannig að hann virki vel með nýjum spítala á nýjum stað. Það á að klippa nokkra sentímetra af þessum blessuðu trjám í Öskjuhlíðinni þannig að flugöryggi sé tryggt á meðan. En fjandinn hafi það, hættið að þrjóskast við að halda flugvellinum í Vatnsmýri, það er að kosta mannslíf að halda honum (og spítalanum) á því svæði. Höfundur er fyrrverandi þingmaður.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun