Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 9. febrúar 2025 16:02 Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun