Með augun á framtíðinni Hilmar Vilberg Gylfason skrifar 9. febrúar 2025 16:02 Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn stendur nú á einum mikilvægustu tímamótum í nærri aldarlangri sögu sinni. Eftir að hafa nær óslitið stjórnað og mótað íslenskt samfélag stóran hluta 20. og 21. aldar stendur flokkurinn frammi fyrir áskorunum, sem og stórkostlegum tækifærum. Áskoranirnar felast í hinu sögulega lága fylgi flokksins á landsvísu í síðustu þingkosningum og þeirri staðreynd að flokkurinn er um þessar mundir utan ríkisstjórnar. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að nú gefst tækifæri til að snúa þessari stöðu og nýta þann frjóa jarðveg sem er til staðar meðal sjálfstæðisfólks um allt land, í sveitastjórnum og atvinnulífi. Þar á Sjálfstæðisflokkurinn öflugt bakland sem mikilvægt er að virkja. Það er ljóst að stjórnarsamstarfið við Vinstri græn reyndist Sjálfstæðisflokknum dýrkeypt. Flokkurinn vék of mikið frá stefnu sinni, þeirri stefnu sem hefur verið lykill að velgengni hans og íslensks samfélags í hartnær 100 ár. Úrslit síðustu þingkosninga sýndu að þegar flokkar hætta að tala fyrir stefnu sinni í ríkisstjórnarsamstarfi er þeim refsað. Einn gárungi sagði mér frá tilfinningu sinni gagnvart síðustu ríkisstjórn: Honum fannst eins og formenn stjórnarflokkanna þriggja hefðu allir getað verið formenn hinna flokkanna. Með sífelldum málamiðlunum hyrfi pólitísk sérstaða og um leið tilgangur og hlutverk. Það er því mikilvægt að sjálfstæðisfólk kjósi sér formann sem hefur sýnt í orðum og gjörðum að hann starfar eftir sjálfstæðisstefnunni og hvikar hvergi. Þetta eru þau tímamót sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur á. Það er ekki nóg að benda á breytt flokkakerfi og nýja flokka sem orsök minnkandi fylgis. Við verðum að horfast í augu við að framtíðinni verður aðeins breytt ef við lærum af fortíðinni. Sjálfstæðisstefnan snýst um frelsi, fullveldi, einstaklingsframtak og að Ísland verði land tækifæranna. Nú þarf Sjálfstæðisflokkurinn formann sem skilur þær hröðu breytingar sem samfélagið er að ganga í gegnum og sér hvernig fjölskyldur, einstaklingar og fyrirtæki geta skapað tækifæri fyrir sig og samfélagið allt í þeim breytingum. Þess vegna ætla ég að kjósa Áslaugu Örnu sem formann Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er sérfræðingur í sjálfbærni.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun