Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2025 14:47 Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Lára Jónsdóttir Ísafjarðarbær Mest lesið Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Sjá meira
Nýleg sala hugverkaréttinda Kerecis til móðurfélagsins Coloplast fyrir um 1.300 milljónir dala (rúmlega 180 milljarða króna) hefur vakið verðskuldaða athygli. Þessi sala, sem skilar íslenska ríkissjóðnum um 40 milljörðum króna í skatttekjur, er skýr áminning um mikilvægi nýsköpunar og hugverkaiðnaðar fyrir íslenskt efnahagslíf. Hún varpar einnig ljósi á mikilvægi Vestfjarða fyrir þjóðarbúið og nauðsyn þess að styðja við innviðauppbyggingu á svæðinu. Vestfirðir í forgrunni verðmætasköpunar Kerecis, sem hefur verið í fremstu röð líftæknifyrirtækja vil ég segja á heimsvísu, er skýrt dæmi um hvernig nýsköpun getur skapað umtalsverð verðmæti fyrir samfélagið. Fyrirtækið hefur skapað hundruð starfa og aflað gríðarlegra tekna í íslenskt hagkerfi. Þess ber að geta að af 130 starfsmönnum Kerecis á Íslandi starfa 80 á Ísafirði. Þessi starfsemi sýnir skýrt að Vestfirðir geta verið lykilþáttur í þróun hugverka- og líftækniiðnaðar á Íslandi. Þegar sala Kerecis til Coloplast fór fram árið 2023 runnu 22 milljarðar króna til hluthafa á Vestfjörðum, sem undirstrikar þann mikla efnahagslega ávinning sem svæðið getur veitt landsmönnum öllum. Ef litið er til skattteknanna sem ríkið fær af þessari einstöku sölu og þær settar í samhengi við það fjármagn sem þarf til nauðsynlegrar innviðauppbyggingar á Vestfjörðum þá er það næstum fjórðungur af því þeirri upphæð. En gróft mat á þeim samgöngubótum er um 84 milljarðar króna. Þessar framkvæmdir eru grunnurinn í nýjum samgöngusáttmála fyrir Vestfirði, Vestfjarðalínu. Innviðauppbygging er grunnur að frekari verðmætasköpun Vestfirðir eru fjórðungur mikilla tækifæra og atvinnusköpunar sjávarútvegi, fiskeldi, ferðaþjónustu og hvers kyns nýsköpun. Hins vegar hefur innviðaskortur staðið í vegi fyrir frekari uppbyggingu og efnahagslegri þróun, og tækifæri hafa glatast. Samgöngur eru sérstaklega veikur hlekkur, þar sem vegakerfið er ekki í samræmi við þarfir nútíma atvinnulífs. Það er því skoðunarvert að líta til þessara nýju skatttekna sem hluta mögulegs fjármögnunar fyrir nauðsynlega vegabætur og aðra innviðauppbyggingu á Vestfjörðum. Síðustu ár hafa myndast gríðarleg verðmæti í fjölmörgum atvinnugreinum á Vestfjörðum og hefur uppgangur síðustu ára aukið skattspor Vestfjarða verulega. Samkvæmt greiningum sem KPMG gerði fyrir Innviðafélag Vestfjarða þá skilaði atvinnulífið á Vestfjörðum 40 milljörðum á árunum 2019-2022 í sameiginlega sjóði landsmanna sem er dágott fyrir ekki stærri landshluta þar sem 2% þjóðarinnar býr. Nýsköpun sem burðarás íslensks hagkerfis Saga Kerecis sýnir að hugverkaiðnaður getur skapað gífurleg verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Það skiptir máli að styðja við og efla nýsköpun á Íslandi, og búa til góða vaxtarumgjörð fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Góður árangur Kerecis undirstrikar hversu mikilvægt er að styðja við fyrirtæki sem byggja á nýsköpun, bæði með beinum fjárfestingum í rannsóknum og þróun, en ekki síður með innviðauppbyggingu sem gerir svæðum eins og Vestfjörðum kleift að blómstra. Vestfirðir eru og geta áfram verið mikilvægur hluti íslensks efnahagslífs, en til þess að svo verði þarf markvissa uppbyggingu innviða. Saga Kerecis er frábært dæmi um það hvernig nýsköpun getur skilað þjóðarbúinu gríðarlegum tekjum, en hún sýnir einnig að til þess að slík verðmætasköpun eigi sér stað, þurfa að vera til staðar góðar aðstæður fyrir nýsköpun og atvinnuuppbyggingu. Hödundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar