Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar 6. febrúar 2025 23:45 Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Leikskólar Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Í ár eru 25 ár síðan ég hóf störf í leikskóla. Í ár eru 20 ár síðan ég útskrifaðist sem leikskólakennari frá KHÍ, full af áhuga og væntingum fyrir starfinu. Starfi sem ég hef þroskast og vaxið í og geri enn því það er í stöðugri þróun, en gríðarlegar breytingar hafa orðið í leikskólaumhverfinu sl. 25 ár. Sem betur fer því stöðnun væri áhyggjuefni. Ég kenni m.a. félagsfærni, stærðfræði, hljóðkerfisvitund (google hjálpar ykkur ef þið vitið ekki hvað það er) og hreyfingu, ásamt því að vera í daglegum samskiptum við foreldra barnanna. Annað er einnig áhyggjuefni. Það er að núna, árið 2025, þurfi háskólamenntuð stétt, sem kennarar eru, að grípa til þess neyðarúrræðis að fara í verkfall, til að fá ríki og sveitarfélög til að standa við undirritað samkomulag um jöfnun launa á milli markaða. Það er staðan í dag. Ég sit heima í verkfalli, í fyrsta skipti á mínum starfsferli. Hversu galið er það! Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt, starf sem mörgum finnst ofmetið en samt alveg ómissandi því án þess stoppar samfélagið. Leikskólinn er ekki fyrir atvinnulífið, leikskólinn er atvinnulífið. Leikskólinn er vinnustaður eins og hver annar vinnustaður. Þar starfa metnaðarfullir sérfræðingar eins og á öðrum vinnustöðum. Já ég sagði sérfræðingar því leikskólakennarar eru sérfræðingar í kennslu á fyrsta skólastiginu, sem leikskólinn er. Því miður fer þessum sérfræðingum fækkandi því þeir gefast upp á að fá ekki laun í samræmi við álag og mikilvægi starfsins. Nú er virðismat á borðinu. Virðismat á störfum kennara, til að sjá hvað við eigum skilið að fá í laun. Hvers virði er menntun íslenskra barna? Það er það sem er á borðinu. Fjárfestum í menntun barnanna okkar með því að fjárfesta í kennurum!!! Höfundur er leikskólakennari.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar