„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. febrúar 2025 14:59 Keflvíkingar töpuðu fyrir KR í síðasta leik og Pétur Ingvarsson sagði í kjölfarið af sér sem þjálfari liðsins. Vísir/Jón Gautur „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3) Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira
Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3)
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Sjá meira