„Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. febrúar 2025 14:59 Keflvíkingar töpuðu fyrir KR í síðasta leik og Pétur Ingvarsson sagði í kjölfarið af sér sem þjálfari liðsins. Vísir/Jón Gautur „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið þegar svona gerist. Svolítið sérstakt. En við erum búnir að eiga þrjár hörkuæfingar og menn tilbúnir að berjast fyrir klúbbinn bara,“ segir Magnús Þór Gunnarsson sem stýrir Keflavík gegn ÍR í Bónus-deild karla í körfubolta í kvöld. Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3) Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira
Magnús stýrir Keflvíkingum tímabundið eftir að Pétur Ingvarsson sagði upp sem þjálfari liðsins um helgina. Keflavík hefur lagt mikið í leikmannahópinn en árangurinn verið undir væntingum í vetur. Liðið tapaði fyrir KR á föstudag og Pétur sagði af sér í kjölfarið. Magnús hefur stýrt æfingum frá því á mánudag en hverjar eru áherslurnar á svo skömmum tíma fyrir leik? „Það er nú bara rosalega einfalt. Að koma og berjast. Að passa heimavöllinn og hafa gaman. Þetta er í raun og veru bara það. Við erum með hörkuleikmenn en við höfum ekki ná því besta fram í þeim, varnarlega og sóknarlega. Við þurfum bara að vera fastir fyrir,“ segir Magnús í samtali við Vísi. Magnús er hér lengst til hægri en hann hefur verið aðstoðarþjálfari Péturs.Vísir/Jón Gautur Varnarleikur Keflavíkur hefur ef til vill hvað helst sætt gagnrýni. „Við höfum sýnt það í mörgum leikjum að við getum alveg spilað vörn. En við gerum það bara í svo stuttan tíma, þess vegna lítum við illa út. Við ætlum að reyna að ná saman 40 góðum mínútum í kvöld, í vörn og sókn, og njóta þess að spila,“ segir Magnús en Keflavík mætir ÍR í kvöld sem hefur rétt hressilega úr kútnum undanfarið og byggt sinn leik á mikilli baráttu og hörku. „Þeir eru búnir að vera á þvílíku rönni, þó þeir hafi tapað síðasta leik. Við þurfum að vera tilbúnir og það er það sem við ætlum að gera.“ Keflvíkingar leita enn þjálfara til frambúðar en Magnús kveðst ekki hafa rætt við stjórnendur um framhaldið. „Nei. Ég er bara einbeittur á þennna leik og reyna að ná í sigur fyrir Keflavík. Síðan verður örugglega framhald á því í kvöld og um helgina. Það kemur líklega í ljós á sunnudag eða mánudag.“ Fjórir leikir fara fram í Bónus-deild karla í kvöld og verða allir sýndir beint á rásum Stöð 2 Sport GAZ-leikurinn, í lýsingu Pavels Ermolinskij og Helga Más Magnússonar, er leikur Álftaness og Hauka. Þá verður að venju hægt að fylgjast með öllum fjórum leikjunum samtímis í Bónus Skiptiborðinu á Stöð 2 Sport. Leikir kvöldsins: 19:10 Skiptiborðið (Stöð 2 Sport) 19:15 Njarðvík - KR (Stöð 2 Sport 5) 19:15 Álftanes - Haukar (GAZ)(Stöð 2 Bónus deildin 1) 19:15 Keflavík - ÍR (Stöð 2 Bónus deildin 2) 19:15 Þór Þ. - Grindavík (Stöð 2 Bónus deildin 3)
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Körfubolti Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Fleiri fréttir Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Sjá meira