Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar 6. febrúar 2025 09:00 Við Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum um land allt lýsum yfir eindregnum stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins og hvetjum alla til að fylkja sér að baki öflugum leiðtoga með skýra framtíðarsýn sem getur aukið fylgi og sameinað stuðningsmenn flokksins. Áslaug Arna er óhrædd við að fara nýjar leiðir og hefur sýnt það í störfum sínum að hún er dugmikil og óhrædd við að gera breytingar sem skila árangri. Hún hefur skýra sýn á hvernig við eflum flokksstarfið og tryggjum að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Sameinar Sjálfstæðismenn um land allt Hún hefur sýnt og sannað í sínum verkum að hún er talsmaður landsins alls, öflugs atvinnulífs og allra sjálfstæðismanna, hvar á landi sem er, bæði i störfum sínum sem þingmaður, ritari flokksins og sem ráðherra með aðsetur skrifstofu sinnar vítt og breitt um landið. Það sem gerir Áslaugu Örnu að rétta valinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að hún býr yfir þeim krafti, festu og metnaði sem þarf til að endurnýja og styrkja flokkinn og kalla fram þau grunngildi sem hafa verið undirstaða velgengni flokksins í áratugi. Áslaug Arna hefur skilning á hversu sterkt erindi stefna Sjálfstæðisflokksins á við framtíðina og hvernig við getum höfðað betur til yngri kynslóða. Hún hefur þor til að taka erfiðar ákvarðanir, en á sama tíma næmni og stefnufestu. Hún hefur sýnt það í verki að hún verður formaður allra Sjálfstæðismanna um land allt. Við stöndum á tímamótum og nú er rétti tíminn til að velja sterkan og reynslumikinn leiðtoga til framtíðar sem er tilbúin að leggja allt í sölurnar svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á ný og endurheimti fyrri styrk. Við hvetjum alla sjálfstæðismenn til að veita Áslaugu Örnu stuðning sinn í komandi formannskjöri – fyrir sterkan, sameinaðan og framsækinn Sjálfstæðisflokk. Styðjum Áslaugu Örnu! Andri Steinn Hilmarsson, Kópavogi Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbær Ásthildur Sturludóttir, Akureyri Björg Fenger, Garðabæ Elísabet Sveinsdóttir, Kópavogi Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð Friðjón R Friðjónsson, Reykjavík Guðmundur Haukur Jakobsson, Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð Heimir Örn Árnason, Akureyri Hildur Björnsdóttir, Reykjavík Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum Jana Katrín Knútsdóttir, Mosfellsbær Jóhanna Sigfúsdóttir, Fjarðabyggð Jósef Ó. Kjartansson, Grundarfjarðarbær Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ Lára Halldóra Eiríksdóttir, Akureyri Líf Lárusdóttir, Akranesi Magnús Örn Guðmundsson, Seltjarnarnesi Margrét Bjarnadóttir, Garðabæ Orri Björnsson, Hafnarfirði Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Ragnhildur Jónsdóttir, Seltjarnarnesi Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð Þór Sigurgeirsson, Seltjarnarnesi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Við Sjálfstæðismenn í sveitarstjórnarmálum um land allt lýsum yfir eindregnum stuðningi við Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur í formannskjöri Sjálfstæðisflokksins og hvetjum alla til að fylkja sér að baki öflugum leiðtoga með skýra framtíðarsýn sem getur aukið fylgi og sameinað stuðningsmenn flokksins. Áslaug Arna er óhrædd við að fara nýjar leiðir og hefur sýnt það í störfum sínum að hún er dugmikil og óhrædd við að gera breytingar sem skila árangri. Hún hefur skýra sýn á hvernig við eflum flokksstarfið og tryggjum að Sjálfstæðisflokkurinn verði áfram leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Sameinar Sjálfstæðismenn um land allt Hún hefur sýnt og sannað í sínum verkum að hún er talsmaður landsins alls, öflugs atvinnulífs og allra sjálfstæðismanna, hvar á landi sem er, bæði i störfum sínum sem þingmaður, ritari flokksins og sem ráðherra með aðsetur skrifstofu sinnar vítt og breitt um landið. Það sem gerir Áslaugu Örnu að rétta valinu fyrir Sjálfstæðisflokkinn er að hún býr yfir þeim krafti, festu og metnaði sem þarf til að endurnýja og styrkja flokkinn og kalla fram þau grunngildi sem hafa verið undirstaða velgengni flokksins í áratugi. Áslaug Arna hefur skilning á hversu sterkt erindi stefna Sjálfstæðisflokksins á við framtíðina og hvernig við getum höfðað betur til yngri kynslóða. Hún hefur þor til að taka erfiðar ákvarðanir, en á sama tíma næmni og stefnufestu. Hún hefur sýnt það í verki að hún verður formaður allra Sjálfstæðismanna um land allt. Við stöndum á tímamótum og nú er rétti tíminn til að velja sterkan og reynslumikinn leiðtoga til framtíðar sem er tilbúin að leggja allt í sölurnar svo að Sjálfstæðisflokkurinn nái vopnum sínum á ný og endurheimti fyrri styrk. Við hvetjum alla sjálfstæðismenn til að veita Áslaugu Örnu stuðning sinn í komandi formannskjöri – fyrir sterkan, sameinaðan og framsækinn Sjálfstæðisflokk. Styðjum Áslaugu Örnu! Andri Steinn Hilmarsson, Kópavogi Auður Kjartansdóttir, Snæfellsbær Ásthildur Sturludóttir, Akureyri Björg Fenger, Garðabæ Elísabet Sveinsdóttir, Kópavogi Freyr Antonsson, Dalvíkurbyggð Friðjón R Friðjónsson, Reykjavík Guðmundur Haukur Jakobsson, Húnabyggð Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð Heimir Örn Árnason, Akureyri Hildur Björnsdóttir, Reykjavík Hildur Sólveig Sigurðardóttir, Vestmannaeyjum Jana Katrín Knútsdóttir, Mosfellsbær Jóhanna Sigfúsdóttir, Fjarðabyggð Jósef Ó. Kjartansson, Grundarfjarðarbær Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ Lára Halldóra Eiríksdóttir, Akureyri Líf Lárusdóttir, Akranesi Magnús Örn Guðmundsson, Seltjarnarnesi Margrét Bjarnadóttir, Garðabæ Orri Björnsson, Hafnarfirði Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð Ragnhildur Eva Jónsdóttir, Borgarbyggð Ragnhildur Jónsdóttir, Seltjarnarnesi Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð Þór Sigurgeirsson, Seltjarnarnesi
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar