Kjarninn farinn úr Heimildinni Jakob Bjarnar skrifar 4. febrúar 2025 10:55 Arnar Þór í réttarsal en hann, ásamt Þórði Snæ ritstjóra Heimildarinnar, höfðuðu mál á hendur Páli Vilhjálmssyni bloggara vegna ásakana þess síðarnefnda á hendur þeim tveimur; en þeir vildu meina að um væri að ræða áburð um refsiverða og siðferðislega ámælisverða blaðamennsku. vísir/vilhelm Arnar Þór Ingólfsson blaðamaður hefur söðlað um, hann er hættur á Heimildinni og er hann nú orðinn starfsmaður þingflokks Samfylkingarinnar. Þetta kemur fram í starfsmannaskrá þingsins en Arnar Þór bætist þar við hóp fjögurra kvenna sem eru skráðar starfsmenn Samfylkingarinnar: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Rakel Pálsdóttir og Sonja Huld Guðjónsdóttir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni. Þá er Sunna Ósk Logadóttir, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans, að vinna uppsagnarfrest sinn. Vísir náði ekki tali af Arnari Þór nú í morgun þrátt fyrir tilraunir. Starfsmaður Alþingis kannaðist í fyrstu ekki við manninn en eftir að hafa grennslast fyrir um málin kom upp úr dúrnum að hann er vissulega starfsmaður og sást til hans í þinginu í morgun. Arnar Þór starfaði lengi undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, bæði á Kjarnanum og síðar Heimildinni. Þórður er nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þórður Snær bauð sig fram fyrir Samfylkinguna, náði kjöri en dró framboð sitt svo til baka eftir fjaðrafok sem þyrlaðist upp um gömul bloggskrif hans. Þórður Snær yfirgaf Heimildina á síðasta ári vegna ósættis við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, hinn ritstjóra Heimildarinnar, og sneri sér að stjórnmálum. Er þá heldur betur tekið að kvarnast úr „Kjarnanum“ í Heimildinni sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar. Því má svo við bæta að Aðalsteinn Kjartansson er síðasti blaðamaðurinn sem tengist skrifum um „Skrímsladeild Samherja“ sem enn starfar á Heimildinni. Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, á þó von á liðsstyrk þegar gengið verður frá yfirvofandi kaupum félagsins á Mannlífi. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, tjáði fréttastofu í desember að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, fylgdu með í kaupunum á Mannlífi. Arnar Þór er á 34. aldursári og á að baki störf í fjölmiðlum hjá Austurfrétt á Egilsstöðum, Morgunblaðinu og svo Kjarnanum sem síðar rann saman við Heimildina. Arnar Þór er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk meistaranámi frá Árósaháskóla. Fjölmiðlar Alþingi Samfylkingin Vistaskipti Tengdar fréttir Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þetta kemur fram í starfsmannaskrá þingsins en Arnar Þór bætist þar við hóp fjögurra kvenna sem eru skráðar starfsmenn Samfylkingarinnar: Aldís Mjöll Geirsdóttir, Ásta Guðrún Helgadóttir, Rakel Pálsdóttir og Sonja Huld Guðjónsdóttir. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Erla María Markúsdóttir blaðamaður einnig sagt upp störfum á Heimildinni. Þá er Sunna Ósk Logadóttir, sem stóð vaktina sem fréttastjóri Mbl.is áður en hún færði sig til Kjarnans, að vinna uppsagnarfrest sinn. Vísir náði ekki tali af Arnari Þór nú í morgun þrátt fyrir tilraunir. Starfsmaður Alþingis kannaðist í fyrstu ekki við manninn en eftir að hafa grennslast fyrir um málin kom upp úr dúrnum að hann er vissulega starfsmaður og sást til hans í þinginu í morgun. Arnar Þór starfaði lengi undir ritstjórn Þórðar Snæs Júlíussonar, bæði á Kjarnanum og síðar Heimildinni. Þórður er nú er framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Þórður Snær bauð sig fram fyrir Samfylkinguna, náði kjöri en dró framboð sitt svo til baka eftir fjaðrafok sem þyrlaðist upp um gömul bloggskrif hans. Þórður Snær yfirgaf Heimildina á síðasta ári vegna ósættis við Ingibjörgu Dögg Kjartansdóttur, hinn ritstjóra Heimildarinnar, og sneri sér að stjórnmálum. Er þá heldur betur tekið að kvarnast úr „Kjarnanum“ í Heimildinni sem varð til við sameiningu Kjarnans og Stundarinnar. Því má svo við bæta að Aðalsteinn Kjartansson er síðasti blaðamaðurinn sem tengist skrifum um „Skrímsladeild Samherja“ sem enn starfar á Heimildinni. Sameinaða útgáfufélagið, sem rekur Heimildina, á þó von á liðsstyrk þegar gengið verður frá yfirvofandi kaupum félagsins á Mannlífi. Elín G. Ragnarsdóttir, stjórnarformaður Sameinaða útgáfufélagsins, tjáði fréttastofu í desember að tveir blaðamenn Mannlífs, þeir Björgvin Gunnarsson og Brynjar Birgisson, fylgdu með í kaupunum á Mannlífi. Arnar Þór er á 34. aldursári og á að baki störf í fjölmiðlum hjá Austurfrétt á Egilsstöðum, Morgunblaðinu og svo Kjarnanum sem síðar rann saman við Heimildina. Arnar Þór er stjórnmálafræðingur að mennt og lauk meistaranámi frá Árósaháskóla.
Fjölmiðlar Alþingi Samfylkingin Vistaskipti Tengdar fréttir Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun. 27. febrúar 2023 11:16