Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar 4. febrúar 2025 10:00 Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vigdís Finnbogadóttir Snjóflóðin í Súðavík 1995 Mest lesið Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Katrín eða Bjarni Svandís Svavarsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Skoðun Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár 2025. Það eru 50 ár síðan kvennafrídagurinn var haldinn, 45 ár síðan Vigdís var kjörin forseti Íslands og 30 ár síðan snjóflóðin fóru fyrir vestan. Allt eru þetta atburðir sem lifa ferskir í minni þeirra sem upplifðu þá. Vendipunktar í lífi þjóðar. Íslenska þjóðin er fjölbreytt og sundurlynd, stundum er sagt að við séum öll smákóngar sem reki hornin saman reglulega. Það er sama hvert málefnið er; aðild að Evrópusambandinu, kvótakerfið eða ananas á pítsu, þjóðin klofnar í andstæðar fylkingar og það er ekkert hálfkák, annað hvort ertu með eða á móti. 1975 lagði stór hluti íslenskra kvenna niður störf í einn dag, þær horfðu bálreiðar um öxl og kröfðust sömu launa fyrir sömu störf. Og þjóðin var klofin, með og á móti. Hálfri öld síðar fara stórar kvennastéttir í verkföll, krefjast endurmats á störfum og að menntun verði metin til launa. Enn sinna konur ólaunaðri umönnun aldraðra og veikra. Enn er þriðja vaktin að stærstum hluta á þeirra borði. Þættirnir um Vigdísi Finnbogadóttur sýna okkur þó að framfarir hafa orðið, í það minnsta geta flestir karlmenn nú boðið upp á kaffi þó konan sé ekki heima. 1980 var ekki nema um þriðjungur atkvæða greiddur Vigdísi í forsetakjöri. Þjóðin var svo sannarlega klofin þá. ,,Óhæft að hafa einstæða móður á Bessastöðum! Hvernig á manneskjan að vera forseti bara með eitt brjóst!” Fyrr en varði var hún orðin forseti okkar allra. Jafningi kóngafólks, alþýðleg innanlands, leiðtogi og stuðningur á sorgarstundum. Stórkostleg fyrirmynd og sameiningartákn. Og þó við, þessi örþjóð sem við erum, séum oft á öndverðum meiði og rífumst eins og hundar og kettir, þá stöndum við sem ein heild þegar hörmungar dynja yfir. Þá erum við hluti samfélags, finnum til og veitum stuðning. Hjálpumst að. Um þetta sáum við falleg dæmi í áföllum síðasta árs. Við erum þjóð sem þekkir stór áföll og sorgir. Við búum í óútreiknanlegu landi og höfum þurft að takast á við óblíð náttúruöfl. Þá slá hjörtu okkar í takt og eitthvað svo sterkt og fallegt leysist úr læðingi. Við tökum á og róum að sama marki. ,,Þegar hendir sorg við sjóinn, syrgir, tregar þjóðin öll.” Ný heimildarmynd um snjóflóðin í Súðavík kippir áhorfendum harkalega þrjátíu ár aftur í tímann. Það má vera hjartalaus manneskja sem ekki fellir tár yfir þeirri upprifjun. Þessi hræðilegi janúardagur. Og annar hræðilegur dagur í október. Gjöreyðing, sundrun húsa og fjölskyldna. Og allt fólkið sem við misstum, öll börnin. Snjóflóðin 1995 voru vendipunktur á svo margan hátt. Eftir það er oftar rýmt og alvaran er meiri, síðan þá hafa risið ótrúleg mannvirki um allt land til að verjast ofanflóðum. Síðan þá þekkjum við áfallahjálp. Og í öllum vanmættinum sem lamaði þjóðina, þá, já einmitt þá, var það Vigdís sem talaði til okkar. Sem sýndi stillingu og svo einlæga hluttekningu. Hún bjó sjálf að persónulegri reynslu af áfalli, reiðarslagi fjölskyldu, kannski einmitt þess vegna átti hún auðvelt með að umfaðma og leiða samfélagið, þjóðina alla í þessari djúpu sorg. Í kosningabaráttunni 1980 sagðist Vigdís ekki hafa hugsað sér að hafa þjóðina á brjósti. En í áföllunum 1995 held ég að hún hafi einmitt lagt sorgmædda þjóðarsál að brjósti sér. Takk Vigdís. Höfundur er lítið brot af íslenskri þjóðarsál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun