Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 4. febrúar 2025 08:30 „Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
„Fjölbreytt reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu, úr félagsstarfi, á pólitískum vettvangi og ekki sízt sem dómsmálaráðherra á krefjandi tímum er reynsla sem ný forysta Sjálfstæðisflokksins þarf á að halda,“ segir meðal annars í ályktun sem sjálfstæðisfélögin í Árborg og fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í sveitarfélaginu sendu frá sér á dögunum þar sem lýst er yfir stuðningi við það að Guðrún Hafsteinsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti formaður flokksins. „Guðrún hefur af krafti, dugnaði og framsýni komið inn í íslenzk stjórnmál og óhikað barizt fyrir bættu samfélagi með sjálfstæðisstefnuna að leiðarljósi,“ segir enn fremur í ályktun sjálfstæðisfélaganna í Árborg. Hliðstætt kemur fram í ályktun stjórnar Sjálfstæðisfélagsins Ægis í Ölfusi þar sem lýst er yfir stuðningi við Guðrúnu, hún hvött til þess að bjóða sig fram til formanns og sjálfstæðismenn að sama skapi hvattir til þess „að styðja Guðrúnu í þessu mikilvæga verkefni.“ „Guðrún hefur sýnt sig og sannað sem dugmikinn og framsýnan stjórnmálamann með djúpa þekkingu á íslenzku samfélagi og hefur hún ávallt barizt fyrir hagsmunum landsmanna með miklum þrótti. Í henni býr traustur leiðtogi en með hana í fararbroddi mun Sjálfstæðisflokkurinn halda áfram að vera öflugt og framsýnt stjórnmálaafl sem berst fyrir frjálsum markaði, einstaklingsfrelsi og öflugu samfélagi,“ segir enn fremur í stuðningsyfirlýsingu Sjálfstæðisfélagsins Ægis. „Nú skiptir máli að sameina flokkinn og teljum við að reynsla Guðrúnar úr atvinnulífinu nýtist flokksstarfinu vel og hún geti styrkt stöðu flokksins á landsvísu,“ segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Grindavíkur þar sem lýst er yfir stuðningi við að Guðrún bjóði sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Þá hafa Sjálfstæðisfélagið, Félag ungra sjálfstæðismanna og Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Austur-Skaftsfellssýslu einnig lýst yfir stuðningi við Guðrúnu sem næsta formann. Einnig segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Reykjanesbæjar: „Á þessum tíma í sögu flokksins skiptir máli að hafa traustar hendur við stýrið sem sameinar flokkinn og þorir að sækja fram á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Guðrún kom eins og stormsveipur inn í íslensk stjórnmál á síðasta kjörtímabili og sem dómsmálaráðherra sýndi hún það að hún þorir að taka ákvarðanir sem sumum kunna að þykja umdeildar. Það er nákvæmlega það sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf á þessari stundu.“ Fram kemur í ályktun Sjálfstæðisfélags Hveragerðis að félagið telji Guðrúnu „réttan aðila til að taka við forystu Sjálfstæðisflokksins enda hokin af reynslu af mörgum mikilvægum sviðum samfélagsins.“ Enn fremur hafi hún sýnt það í verki á hinu pólitíska sviði sem og á frjálsum markaði hvers megnug hún sé. Þá segir í ályktun Sjálfstæðisfélags Suðurnesjabæjar: „Öflugri leiðtoga er erfitt að finna og þá er hún gædd þeim eiginleika að fá fólk til að vinna saman. Sjálfstæðisflokkurinn þarf leiðtoga sem getur sameinað flokkinn og þorir að taka krefjandi ákvarðanir.“ Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál) og heldur úti vefnum Stjórnmálin.is.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar