Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar 29. janúar 2025 17:00 Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Sjá meira
Þegar kerfið bregst, neyðast þolendur til að bíða en gerendur ganga lausir. Það getur ekki talist réttlæti. Nýlega hafa einstaklingar tekið sig saman til að afhjúpa meinta barnaníðinga á samfélagsmiðlum, meðal annars í svokölluðum tálbeituhópum. Þessi þróun er hættuleg og afhjúpar alvarlegar brotalamir í réttarkerfinu. Þegar lögreglan og dómskerfið sinna ekki skyldu sinni að vernda brotaþola, verður reiði almennings skiljanleg en einnig vísbending um djúpstæðan vanda. Skiljanlegt er að samfélagið bregðist við með þessum hætti þegar yfirvöld gera lítið eða ekkert, en það er óásættanlegt að brotaþolar og aðstandendur þeirra upplifi að eina leiðin til réttlætis sé að grípa sjálfir til aðgerða. Þetta sýnir hvernig réttarkerfið hefur ítrekað brugðist brotaþolum með vanrækslu og skorti á viðbrögðum. Dómsmál frá 2012 sýnir skýrt hvernig kerfið bregst. Árið 2003 tilkynnti frænka barns um kynferðisofbeldi sem það hafði trúað henni fyrir. Lögreglan gerði ekkert í málinu. Árið 2010 kærði annar brotaþoli sama mann. Þá fyrst hafði lögreglan samband við frænkuna og kom þá í ljós að skýrsla hennar hafði legið gleymd í skúffu í sjö ár. Frænkan, sem ekki var tekin trúanleg árið 2003, var nú kölluð til sem vitni í máli drengs sem hún ekki þekkti. Á meðan hafði gerandinn gengið laus og framið fleiri brot. Hefði lögreglan hlustað á frænkuna árið 2003, hefði verið hægt að koma í veg fyrir sjö ár af áframhaldandi misnotkun. Af hverju þurfti annar brotaþoli að kæra til að málið yrði tekið alvarlega? Hversu oft hefur slíkt gerst áður? Hversu mörg brot mætti koma í veg fyrir ef yfirvöld tækju allar frásagnir alvarlega strax? Ríkisvaldið getur ekki lengur vikist undan ábyrgð. Það þarf tafarlausar umbætur í meðferð kynferðisbrotamála – áður en fleiri brotaþolar neyðast til að þegja eða almenningur til að grípa til sinna ráða. Við þurfum breytingar strax. Við getum ekki horft aðgerðalaus á meðan fleiri börn falla í sömu gildru. Höfundur er frænkan sem tilkynnti árið 2003 – en enginn hlustaði
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun