Dagur fyrstur Íslendinga til að fara með karlalið í undanúrslit á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. janúar 2025 09:33 Dagur Sigurðsson sést hér stýra króatíska landsliðinu á HM. Nú er hann bara einum leik frá því að spila um gullið. Getty/Sanjin Strukic Dagur Sigurðsson varð í gær fyrsti íslenski handboltaþjálfarinn til að koma karlalandsliði í undanúrslitaleik á heimsmeistaramóti. Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns. HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira
Þórir Hergeirsson hefur auðvitað gert það sjö sinnum með kvennalið Noregs en enginn Íslendingur hafði áður náð þessu á HM karla. Þetta verður því í fyrsta sinn sem íslenskur þjálfari fær tækifæri til að spila um verðlaun á HM í handbolta. Dagur gæti vissulega fengið annan í hópinn í kvöld þegar Alfreð Gíslason stýrir þýska landsliðinu á móti Portúgal í átta liða úrslitum. Ísland gæti því verið með tvo þjálfara í undanúrslitum fari allt vel hjá Alfreð. Íslenskir þjálfarar höfðu nokkrum sinnum setið eftir í átta liða úrslitum í gegnum tíðina og um tíma leit það út að ætla einnig að verða hlutskipti Dags. Dagur og lærisveinar hans í króatíska landsliðinu tókst hins vegar að vinna upp fjögurra marka forskot Ungverja á lokakaflanum og tryggja sér eins marks sigur, 31-30. Króatar skoruðu fimm síðustu mörk leiksins. Degi hafði mistekist áður að komast í gegnum átta liða úrslitin. Þýska landsliðið tapaði 26-24 á móti heimamönnum í Katar í átta liða úrslitum á HM 2015. Tveimur árum síðar sló Katar þýska liðið út í sextán liða úrslitunum en í millitíðinni gerði Dagur þýska liðið að Evrópumeisturum. Alfreð Gíslason þekkir það að tapa í átta liða úrslitum með íslenska landsliðinu en Ísland tapaði 41-42 á móti Dönum í framlengdum leik í átta liða úrslitum á HM í Þýskalandi 2007. Hann tapaði líka með þýska landsliðinu í átta liða úrslitum fyrir tveimur árum þegar liðið tapaði 35-28 á móti Frakklandi. Guðmundur Guðmundsson hefur verið nálægt því að komast í undanúrslit með íslenska landsliðinu en oftast var þá um milliriðil að ræða áður en kom að undanúrslitum. Guðmundur tapaði hins vegar með Dönum á móti Spánverjum í átta liða úrslitum á HM í Katar 2015. Guðmundur stýrði danska landsliðinu á bæði HM 2015 og HM 2017 en það eru einu heimsmeistaramótin á undanförnum tveimur áratugum þar sem Danir hafa ekki spilað um verðlaun á HM. Þorbjörn Jensson fór með íslenska landsliðið í átta liða úrslit á HM 1997 en íslenska liðið tapaði þá á móti Ungverjum. Það er enn besti árangur Íslands á heimsmeistaramóti því liðið vann keppnina um fimmta sætið. Annar íslenskur þjálfari hefur einnig tapað í átta liða úrslitum en það er Kristján Andrésson sem fór með Svía í átta liða úrslitin HM 2017 þar sem Svíar töpuðu 30-33 á móti Frökkum. Á næsta heimsmeistaramóti á eftir voru engin átta liða úrslit heldur bara milliriðliar og undanúrslit. Sænska liðið endaði þá í fimmta sæti undir stjórn Kristjáns.
HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Sjá meira