Þórskonur eiga von á nýjum leikmanni: „Til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 28. janúar 2025 22:40 Amandine Toi skoraði 31 stig, auk þess að gefa þrjár stoðsendingar og grípa fjögur fráköst. Hún á von á nýjum liðsfélaga fyrir næsta leik. vísir / pawel Amandine Toi varð stigahæst í öruggum sigri gegn Aþenu í sextándu umferð Bónus deildar kvenna. Þór Akureyri hefur nú unnið tíu leiki í röð og jafnað toppliðið að stigum. Sem stendur er leikmannahópur liðsins fremur þunnskipaður en Amandine vonast til að bæta leikmönnum við áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðamótin. „Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum. Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira
„Þetta var sigur sem við þurftum á að halda, við vissum að þetta yrði erfið barátta og þær hafa verið tæpar að vinna í síðustu leikjum, þannig að við vissum að við myndum þurfa að hafa fyrir hlutunum í kvöld,“ sagði Amandine strax eftir leik. „Þegar þær spila svona aggressívt er, að mínu mati, eina vitið að keyra á þær á móti. Við fundum sendingaleiðir fyrir aftan vörnina (e. back door passes) og vorum snöggar að koma okkur í sókn, fengum fullt af fínum færum,“ sagði hún einnig. Amandine í áhlaupi. vísir / pawel Í þremur leikhlutum vann Þór sér upp óyfirstíganlega forystu. Þær létu síðan mikið eftir í fjórða leikhluta og munurinn milli liðanna minnkaði töluvert. „Við vorum að hvíla einhverja leikmenn. Þegar það gerist, við förum að breyta liðinu, þá riðlast allt varnarskipulagið og það gaf þeim tækifæri til að skora slatta. En við héldum áfram að gera vel sóknarlega, héldum áfram að opna þeirra vörn og setja stig á töfluna, þannig að þó við höfum verið aðeins þunnskipaðar þá kláruðum við þetta vel og unnum.“ Þetta var tíundi deildarsigur Þórs í röð og liðið er nú jafnt toppliði Hauka að stigum. „Alveg frábært. Við höfum verið með þunnskipað lið, erfitt að fá leikmenn til Akureyrar en ég held og vona að við fáum fleiri leikmenn til að hjálpa okkur að halda þessari sigurgöngu áfram.“ Áttu semsagt von á því að þú fáir nýja liðsfélaga? „Við eigum von á því reyndar. Ég vil ekki segja of mikið en ég held að við séum að landa leikmanni. Ef það gengur ekki upp, þá höldum við bara áfram að keyra á sama hópi. Við erum með frábært lið sem hefur unnið tíu leiki í röð, þannig að það verður ekkert vandamál [ef ekkert breytist], en ef við gætum fengið kannski tvo leikmenn í viðbót væri það frábært,“ sagði Amandine að lokum.
Bónus-deild kvenna Aþena Þór Akureyri Mest lesið Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Körfubolti Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum Körfubolti Langþráð stund hjá Orra þegar Sociedad tók stig af Atletico Fótbolti „Ég kom hingað til að vera stjóri, ekki til að vera þjálfari“ Enski boltinn Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi Körfubolti Myndaveisla: Forystufólk og fjölskyldur fögnuðu með íþróttafólki ársins Sport „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Körfubolti „Enn og aftur getum við engum nema sjálfum okkur um kennt“ Enski boltinn Dembélé tryggði PSG sigurinn í fyrsta Parísarslagnum í 35 ár Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu „Ótrúlega dýrmætur sigur fyrir okkur“ Uppgjörið: Stjarnan - KR 98-96 | Stjarnan vann eftir háspennu Þór Þ. - ÍA 105-75 | Þórsarar byrja árið á stórsigri Elvar frábær í fyrsta leik ársins Uppgjörið: Ármann - Álftanes 75-110 | Mikilvægur sigur eftir taphrinu Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Nýr bakvörður í Njarðvík fyrir nágrannaslaginn KR bætir við sig Letta Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár Jókerinn fer jákvæður inn í nýja árið Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Sjá meira