Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:28 Ýmir Örn vonar að Króatía misstígi sig í kvöld svo íslenskir áhorfendur geti haldað áfram að skemmta sér á mótinu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Fleiri fréttir „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Skýrsla Henrys: Sláturtíð í Kristianstad Færeyingar fengu stig með hádramatískum hætti Ungverjar ekki í vandræðum með Pólverja Vikor Gísli rændur á tölfræðiblaðinu „Þetta leit kannski þægilega út því við gerðum þetta hrikalega vel“ „Höllin var æðisleg“ „Átti alveg von á því að þetta tæki lengri tíma“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ítalíu: Her Napóleons gjörsigraður Tölfræðin á móti Ítalíu: Þrír í íslenska liðinu með yfir 9,55 af tíu í sóknareinkunn Slóvenía vann eftir algjöra markaveislu „Við vorum búnir að kortleggja þá“ „Viljum sanna við eigum heima meðal þeirra bestu“ Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Óli Stef greindi frá fjarveru sonarins yfir lambalæri hjá Þrótturum Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Höfum ekki tapað fyrsta leik á EM á sex síðustu Evrópumótum Uppgjörið: Ísland - Ítalía 39-26 | Afar öruggur sigur gegn óvenjulegu liði KA fær Dag aftur heim Þjálfari Ítalíu smeykur við Gísla og Ómar Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin „Geri mér vonir um að þetta verði mótið þar sem allt smellur“ Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ „Þetta er ekki flókið“ Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Körfubolti