Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:28 Ýmir Örn vonar að Króatía misstígi sig í kvöld svo íslenskir áhorfendur geti haldað áfram að skemmta sér á mótinu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira
Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Fleiri fréttir „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ Sjá meira