Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. janúar 2025 16:28 Ýmir Örn vonar að Króatía misstígi sig í kvöld svo íslenskir áhorfendur geti haldað áfram að skemmta sér á mótinu. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images „Gerðum allt sem við þurftum að gera, jú smá bras í byrjun en við kláruðum þetta síðan sannfærandi og nú tekur bara biðin við,“ sagði Ýmir Örn Gíslason, línumaður landsliðsins eftir sigur gegn Argentínu. Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Strákarnir okkar voru lengi að slíta sig lausa frá Argentínumönnum í dag, mögulega sat einhver slæm tilfinning í þeim ennþá eftir tapið gegn Króatíu á föstudag. „Ég veit það ekki, já og nei, það getur verið. En við getum samt ekki leyft okkur þetta, við verðum að byrja betur. Mér fannst við byrja leikinn eftir svona tuttugu mínútur, þá fóru hlutirnir að rúlla og svo byrjum við seinni hálfleikinn mjög sterkt. Klárum þetta þar á fyrstu tíu [mínútunum].“ Nú tekur við löng bið, það kemur ekki í ljós fyrr en um níu leytið í kvöld hvort Ísland komist áfram. „Ég veit það ekki, taka af sér teipið og fara í sturtu, upp á hótel og borða,“ sagði Ýmir og yppti öxlum glottandi. Biðin er ekki auðveld og hann veit ekki hvort hann ætlar einu sinni að horfa á leik Króatíu og Slóveníu í kvöld. „Maður verður örugglega með annað augað við þetta. Ég veit það ekki. Ég er bara að fara að bíða í sex klukkutíma og það verður erfitt,“ sagði hann þá en taldi einnig betra að vera búinn að spila og vinna, frekar en að eiga það eftir þegar hin liðin væru búin að spila. Viðtalið við Ými má sjá hér að neðan. Klippa: Ýmir eftir sigurinn á Argentínu Hann hefur trú á Slóvenum fyrir leik en leyfir sér ekki að verða of vongóður. „Ef þetta fer á versta veg vil ég bara þakka okkar stuðningsmönnum, sem komu hingað út og studdu okkur eins og ég veit ekki hvað. Þetta er ólýsanlegt og fáranlegt hvað við erum með marga á bak við okkur. Það gefur okkur auka kraft og hjálpaði okkur svo sannarlega í dag. Fyrir þau þá myndi maður helst vilja auðvitað að Króatar misstígi sig og við förum áfram, fyrir þau. En við verðum bara að bíða og sjá.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Íslenski boltinn Segir Man. City hafa verið beitt ósanngirni fyrir stórleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn