Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar 24. janúar 2025 23:32 Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Ég var að fletta gegnum facebook í gær og rakst þá á eitt af fjölmörgum nafnlausum innleggjum í einum af þeim hópum sem ég er meðlimur í. Málshefjandi valdi nafnleysi þar sem umræðuefnið var að hennar mati viðkvæmt, líklegt til að valda deilum og hún jafnvel dæmd fyrir innleggið. Þetta viðkvæma málefni snerist um af hverju kennarar ættu að fá svona mikla launahækkun þegar væri fullt af öðrum stéttum með svipaða menntun og ábyrgð og ekki svona há laun. Í eitt augnablik íhugaði ég að svara þeim rangfærslum sem komu þarna fram (vísað í tölu sem hvergi hefur verið sagt að sé í kröfugerð kennara og fullyrt um vinnutíma sem er mjög auðvelt að sjá að stenst ekki skoðun hafi viðkomandi smá áhuga á að kynna sér málið). Ég valdi að fara ekki í það samtal en ákvað þó að kíkja á þær athugasemdir sem voru skrifaðar við færsluna. Það kom mér á óvart, á jákvæðan hátt, að nánast allar athugasemdirnar voru til að verja kennara og hvetja til þess að kjör þeirra yrðu bætt. Kona eftir konu skrifaði um mikilvægi þess að hafa færa fagmenntaða kennara í skólunum, ábyrgðina sem starfinu fylgir og launakjörin sem fæla réttindakennara frá starfinu. Þegar ég kom að síðustu athugasemdinni áttaði ég mig á að ég var með tár í augunum af gleði. Ég sem var svo viss um það fyrirfram að ég væri að fara að lesa eitthvað yfirdrull hef sjaldan verið jafn glöð að hafa rangt fyrir mér. Það er samt eitthvað skakkt við það að kennarar setji sig í varnarstöðu áður en lesnar eru umfjallanir um starfið því fólk er orðið svo vant því að fá einhvern skít og leiðindi yfir sig. Ég er ekki að segja að kennarar séu yfir gagnrýni hafnir, það má alltaf benda á það sem betur má fara. En það hlýtur að segja sig sjálft að ef vinnutíminn væri svona ótrúlega frábær (vinna hálfan daginn, frí hálft árið), launin væru svona ansi hreint passleg og starfið svona æðislega auðveld, þægileg og kósý innivinna þá stæðum við ekki frammi fyrir þeim skorti á fagmenntuðum kennurum sem er staðreynd núna og í nánustu framtíð. Nú á vorönn tók ég að mér að vera leiðsagnarkennari kennaranema á lokaári. Þegar ég sagði frá þessu í kringum mig stóð ekki á viðbrögðum: ͖Vill hún alveg verða kennari?” ͖Veit hún hvað hún er að fara út í?” og svo framvegis. Þegar ég svo sagði frá því að viðkomandi væri með nokkurra ára reynslu úr skólakerfinu þá breyttist tónninn aðeins: ͖Já, þannig að hún veit hvað hún er að fara út í, það hlaut að vera!” Eins og einungis þau sem vita nákvæmlega hvað þau eru að fara út í gætu mögulega hugsað sér að fara í háskólanám til að sinna þessu starfi. Ég er ennþá á þeim stað að mig langar að fara í vinnuna á morgnana, mér þykir óendanlega vænt um börnin sem ég kenni og fátt veitir mér meiri gleði en að sjá framfarir hjá nemendum. Eftir að hafa sinnt stjórnunarstöðum innan míns skóla í nokkur ár fór ég aftur í kennslu því þar liggur hjartað. Ég vona að mér takist að smita þann áhuga í kennaranemann minn á þessari vorönn því við þurfum fleira fagmenntað fólk sem brennur fyrir þessu starfi. Mér hafa verið boðin ýmis önnur störf gegnum árin en ekkert sem hefur heillað nóg til að ég vilji skipta. Það veit hamingjan að launin eru ekki það sem heldur mér á þeim stað heldur nemendurnir. Ég veit hvað starfið mitt er mikils virði, það væri stórkostlegt ef stjórnvöld sæju það líka áður en það verður of seint. Höfundur er kennslukona í grunnskóla
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun