Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar 24. janúar 2025 14:00 Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Ýmsir aðilar sjá nú ofsjónum yfir frekjunni í kennarastéttinni. Að þær (við erum jú í miklu meiri hluta konur) skuli voga sér! Sumir virðast alls ekki geta skilið um hvað þessi deila snýst. Umræðan á netinu ber vott um slíka vanþekkingu að maður verður alveg orðlaus. Af hverju orði drýpur fyrirlitningin og djúpstætt hatur fólks á kennarastéttinni. Það er jú þjóðaríþrótt Íslendinga að tala niður kennara og skólastarf og nú er veisla! En í tilraun til að setja þessa stöðu í samhengi sem fólk getur hugsanlega skilið skulum við taka dæmi sem er mörgum nærtækt. Fasteignakaup. Gefum okkur að ég (kennarastéttin) búi í 80 fm blokkaríbúð. Þetta er ágæt íbúð, hér er búið að dytta að ýmsu gegnum árin, skipta um parket, setja nýja eldhúsinnréttingu og mála herbergin. Mér hefur oftast liðið vel hérna, þó stundum hafi kyndingin bilað, eða komið upp leki. Mig langar samt alltaf til að kaupa mér einbýlishús. Ég skoða fasteignaauglýsingar og finn hús sem mér líst vel á. Húsið er kannski heldur dýrara en ég hefði viljað en ég vil gjarnan eignast húsið svo ég felst á að greiða uppsett verð. Ég skrifa undir kaupsamning og greiði eiganda hússins (sveitarfélögunum) uppsett verð upp í topp. Við semjum um að ég fái húsið afhent 1. febrúar. En nú er janúarmánuður óðum að klárast og eigandinn sýnir ekkert fararsnið á sér. Hann er ekki einu sinni farinn að pakka! Ég er svolítið farin að ókyrrast svo ég banka upp á hjá honum og spyr, “stendur ekki örugglega til að fái húsið afhent 1. febrúar eins og um var samið?” Í stað þess að fullvissa mig um heiðarleika sinn og lofa að staðið verði við allt saman, bregst eigandinn hinn versti við. Hann sakar mig um frekju og óraunhæfar kröfur. Hver held ég eiginlega að ég sé? Er ég of góð til að búa í blokk? Hvað með alla hina sem búa líka í blokkum? Er mér alveg sama um þau? Það sér það hver heilvita maður að þessi viðbrögð eru óréttlát og algjörlega úr samhengi við “kröfurnar” . Kennarar eru ekki að ætlast til þess að nýr kjarasamningur gefi þeim tugi prósenta í launahækkun. Hér þarf fyrst að standa við gefin loforð, svo er hægt að fara að ræða um nýjan kjarasamning. Samkomulagið um jöfnun launa og lífeyrisréttinda milli markaða var undirritað árið 2016. Það er óumdeilt. Kennarastéttin greiddi sinn hlut, lífeyrisréttindin sín, á rúmu ári. Sveitarfélögin hafa hins vegar ekki staðið við neitt af sínum hluta samkomulagsins og tíminn er að renna út. Við viljum einfaldlega fá húsið okkar afhent á umsömdum tíma. Mér finnst það ekki ósanngjörn krafa. Höfundur er leikskólastjóri og tveggja barna móðir.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun