„Þeir voru pottþétt að spara“ Valur Páll Eiríksson skrifar 23. janúar 2025 18:01 Elliði Snær Viðarsson Vísir/Vilhelm „Mér finnst við ennþá eiga inni einn gír en við erum búnir að gera þetta mjög fagmannlega hingað til og þurfum að gera það áfram,“ segir Elliði Snær Viðarsson, sem hefur, líkt og aðrir landsliðsmenn Íslands, leikið vel á HM í Zagreb. Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira
Ísland vann góðan sigur á Egyptum í gær og hafa unnið alla leiki sína á mótinu. Strákarnir tóku fast á Egyptum, börðu á þeim í vörninni og byggt upp forskot. Það forskot hélst meira og minna og stressið aldrei mikið. „Mér leið ótrúlega vel. Sérstaklega þegar við komumst 4-5 mörkum yfir, þá vissum við að þeir ættu erfitt með að koma til baka. Þeir eiga ekki þennan hraða gír sem við höfum. Hvert mark taldi meira í gær. Það var ótrúlega gott,“ segir Elliði. Aðspurður um vörnina segir hann menn sannarlega njóta þess að lemja á andstæðingunum. „Það hjálpar mikið til að Viktor byrji frábær báða leiki líka. Við vitum það sjálfir að það sem einkennir Ísland og gerði það fyrir nokkrum árum síðan. Það er það sem við þurfum,“ segir Elliði. En hvað orsakar að þetta lið smelli svo vel núna? „Það eru ákveðnar áherslur frá þjálfurunum. Við erum búnir að spila lengi saman, við erum mjög þéttir sem heild og komnir í gott flæði núna. Ég held að það sé lykillinn að þessu.“ Búast má við húsfylli í Zagreb annað kvöld enda Ísland að mæta heimamönnum í króatíska liðinu. Íslendingar láta ekki sitt eftir liggja. Þeim fjölgaði umtalsvert fyrir leikinn við Egyptaland, fleiri lentu í dag og þá kemur vél Icelandair í fyrramálið. „Maður sá að það voru fáir Króatar sem mættu í gær, þeir voru pottþétt að spara til að geta keypt sér miða á þennan leik. Þetta er allt eða ekkert leikurinn, ég held það sé allt eða ekkert fyrir þá. Ég geri ráð fyrir því að það verði full höll og brjáluð stemning hjá báðum liðum,“ segir Elliði og bætir við: „Íslensku stuðningsmennirnir eru svo sem vanir því að þagga niður í öðrum, vera í undirtölu og vera með meiri læti,“ segir Elliði. Viðtalið má sjá í spilaranum. Klippa: Ætla að þagga niður í Króötunum
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sjá meira