„Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2025 08:32 Elliði Snær Viðarsson var léttur eftir sigurinn á Egyptalandi í gær. Fjórir sigrar í fjórum fyrstu leikjunum á HM. Hann var líka í miklu stuði í fótboltanum á æfingu liðsins. Vísir/Vilhelm Það er ekki aðeins gaman hjá íslensku strákunum í leikjum því fjörið er líka mikið á æfingum liðsins þar sem keppnisskapið er stundum ekkert minna. Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á. Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar. Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta. Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd. Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan. „Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki. „Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora. Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum. „Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira
Flestir sem fylgjast eitthvað með íslenska handboltalandsliðinu hafa heyrt eitthvað um fótboltaleik strákanna í upphafi sumra æfinga. Handknattleikssambandið leyfði fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum að kynnast aðeins betur því sem þar gengur á. Elliði Snær Viðarsson, varafyrirliði íslenska liðsins, var með hljóðnema á sér í fótboltanum á einni æfingunni út á HM í Króatíu og það mátti sjá hann í fullu fjöri með liðsfélögum sínum. Það er auðvitað ekkert gefið eftir í þessum fótboltaleik handboltastrákanna okkar. Mennirnir sem spila handbolta alla daga elska fátt meira en að hita upp í fótbolta. Elliði er líka keppnismaður af allra bestu gerð og Eyjamaðurinn var óhræddur við henda í nokkrar skemmtilegar setningar og skot fyrir hljóð og mynd. Afraksturinn má nú sjá á samfélagsmiðlum HSÍ eða hér fyrir neðan. „Úúaaa. Ég er eins og Van Dijk hérna í vörninni,“ heyrðist í Eyjamanninum þegar hann skallaði boltann einu frá sínu marki. „Þetta er alveg dautt sko,“ sagði línumaðurinn var ekki nógu ánægður með sitt lið. Hann dreif sig í sóknina og var næstu því búinn að skora. Svo reyndi hann að nota brellubrögð til að koma í veg fyrir mark en það mátti heyra kallað hendi úr öllum áttum. „Já, já. Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ heyrðist á móti í Elliða eins og má sjá hér fyrir neðan. Þetta er svo sannarlega skemmtileg sýn inn í heim strákanna okkar þegar þeir fá að spila fótbolta á æfingum. View this post on Instagram A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland)
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira