Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar 23. janúar 2025 13:02 „Þetta [var] leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.” Leiðindi og skemmtun Leiðindi þykja sjaldnast af hinu góða. Nútíminn þekkir fátt verra en einmitt það þegar við finnum hvernig andartökin líða, sekúndur verða eins og mínútur. Svo við gröfum aðeins niður í orðin þá er skyldleiki á milli nafnorðsins „leiðindi“ og sagnarinnar „að líða”. Andstæðan er skemmtunin, þá er eins og allt taki skemmri tíma. Sennilega hefur krafan aldrei verið sterkari en nú að stytta okkur stundirnar með þessu hætti. Upp úr þeim jarðvegi kemur yfirlýsingin um messuna leiðinlegu sem sótt er í örskilaboð nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýrendur tengja kjör hans við það einkenni á samtíma okkar, að við erum hætt að gefa okkur tíma til að skoða, meta og skilja. Nei, skilningarvitin svo kölluðu, eru útsett fyrir áreiti svo raunveruleg ígrundun mætir afgangi. Þar kemur einmitt tíminn við sögu. Andartökin sem við gefum okkur til að rýna og greina verða alltaf færri og færri, sekúndurnar sem við festum athygli á hlutunum. Allt þarf að vera skemmtilegt. Tímar sleggjudóma Þetta kann að vera ein ástæða þess að nú virðist skrumið tröllríða allri umræðu. Heimsmyndin verður svört, hvít. Dregnar eru upp línur sem eru svo einfaldar að veruleikinn í öllum sínum blæbrigðum fangar hana ekki. Okkur hefur verið gefin næm skynjun, við eigum að geta greint litbrigði og skuggaskil. En á þessum „skemmtilegu“ tímum okkar er næðið naumt skammtað og þá vaða uppi hleypidómar og sleggjudómar og kaffæra allri vitræna umræðu. Skólastjórinn Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir finnst mér tala á sömu nótum í pistli sem hún sendi frá sér í liðinni viku. Hún talar um að erfitt sé að halda uppi aga í grunnskólum landsins. „Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun?“ spyr hún. Hún heldur því fram að vandinn sé dýpri en svo að skólarnir einir geti leyst hann. Þetta sé nokkuð sem við þurfum öll að skoða. Meinið snúi að menningunni og lausnin felist ekki í fleiri stöðugildum, við þurfum öll að líta í eigin barm. Og þá kemur aftur upp í hugann setninginn sem nýkjörinn forsetinn hafði uppi um þessa leiðinlegu messu sem hefur verið mörgum hugleikin undanfarna daga. Tilefnið var jú að biskupinn í Washington, Mariann Edgar Budde, bar upp þá einlægu ósk í predikun við Donald Trump, að hann virti réttindi allra borgara þessa stóra og fjölbreytilega lands. Hún lýsti því hversu óttaslegið fólk væri, einkum þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum við hótanir hans um að takmarka réttindi þeirra. Innflytjendur og hinsegin fólk væru upp til hópa löghlýðnir borgarar og nú væri fólk uggandi um hag sinn og framtíð. Þetta voru nú leiðindin sem forsetinn kvartaði undan. „Þið voruð sjálfir aðkomumenn“ Þráin eftir því að tilheyra, vera samþykkt er sammannleg og skiptir þá engu hvar við erum stödd í heiminum. Læknavísindin flytja okkur þær fregnir að einsemdin sé álíka skaðleg og reykingar. Bretar hafa meira að segja sérstakt ráðuneyti helgað því að vinna gegn einmanaleika. Þetta er líka eitt einkenni frásagnanna af Jesú þar sem sjónarhornið er jafnan á þeim sömu og biskupinn í Washington talaði um. Það eru þau sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum. Sá boðskapur birtist okkur reyndar víða í Biblíunni: „Hann rekur réttar munaðarleysingjast og ekkjunnar og sýnir aðkomumaninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. Þið skulið því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ (5Mós. 10.18) Takið eftir orðalagi hins ævaforna texta. Hlutskipti aðkomufólks er ekki öfundsvert en það er eitt að reyna að skilja hvernig öðrum kann að líða, hitt er annað að greina hvernig okkur sjálfum hugnast það að vera sett til hliðar. Með þeim hætti má skilja niðurlag þessara orða. Sjálfur gaf Jesús ekki aðeins hinum fátæku og veiku athygli sína og gaum. Hann fann líka til með herforingjanum sem gat með bendingu sent undirsáta sína á milli staða. (Matt. 8.3–13) Hér vakna hugrenningartengsl við messuna leiðinlegu í höfuðborginni Vestanhafs. Hvað vildi biskupinn segja? Jú, hún flutti engan reiðilestur yfir valdhafanum, nei hún bað þeim griða sem eru nú þjökuð af áhyggjum yfir óvissri framtíð. Hún rétti út sáttarhönd í auðmýkt og hvatti forsetann til að hugsa málin betur, já íhuga hvernig öðrum kann að líða. Til varnar leiðindum Til þess þurfum við íhugun. Við þurfum að gefa okkur tóm, andrúm til að skynja, hugsa, já lifa í hverju andartak. Þetta er erindi trúarinnar til mennskunnar, að fá okkur til að horfa á heiminn með öðrum hætti en tíðkast í asa hversdagsins. Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Fram að því á birtan að skína í lífi okkar. Hún á að minna okkur á skyldur okkar hvert gagnvart öðru, í heimi sem þarf svo mjög á hugsjónum okkar og kröftum að halda. Þetta ljós er umhyggjan fyrir náunganum einkum þeim sem þarf að þola órétt og ranglæti af hálfu þeirra sem með völdin fara. Höfundur er prestur í Neskirkju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli S. Ólafsson Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Þetta [var] leiðinleg messa og veitti manni ekki innblástur. Hún og kirkjan hennar skulda almenningi afsökunarbeiðni.” Leiðindi og skemmtun Leiðindi þykja sjaldnast af hinu góða. Nútíminn þekkir fátt verra en einmitt það þegar við finnum hvernig andartökin líða, sekúndur verða eins og mínútur. Svo við gröfum aðeins niður í orðin þá er skyldleiki á milli nafnorðsins „leiðindi“ og sagnarinnar „að líða”. Andstæðan er skemmtunin, þá er eins og allt taki skemmri tíma. Sennilega hefur krafan aldrei verið sterkari en nú að stytta okkur stundirnar með þessu hætti. Upp úr þeim jarðvegi kemur yfirlýsingin um messuna leiðinlegu sem sótt er í örskilaboð nýkjörins forseta Bandaríkjanna. Sumir fréttaskýrendur tengja kjör hans við það einkenni á samtíma okkar, að við erum hætt að gefa okkur tíma til að skoða, meta og skilja. Nei, skilningarvitin svo kölluðu, eru útsett fyrir áreiti svo raunveruleg ígrundun mætir afgangi. Þar kemur einmitt tíminn við sögu. Andartökin sem við gefum okkur til að rýna og greina verða alltaf færri og færri, sekúndurnar sem við festum athygli á hlutunum. Allt þarf að vera skemmtilegt. Tímar sleggjudóma Þetta kann að vera ein ástæða þess að nú virðist skrumið tröllríða allri umræðu. Heimsmyndin verður svört, hvít. Dregnar eru upp línur sem eru svo einfaldar að veruleikinn í öllum sínum blæbrigðum fangar hana ekki. Okkur hefur verið gefin næm skynjun, við eigum að geta greint litbrigði og skuggaskil. En á þessum „skemmtilegu“ tímum okkar er næðið naumt skammtað og þá vaða uppi hleypidómar og sleggjudómar og kaffæra allri vitræna umræðu. Skólastjórinn Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir finnst mér tala á sömu nótum í pistli sem hún sendi frá sér í liðinni viku. Hún talar um að erfitt sé að halda uppi aga í grunnskólum landsins. „Þarf samfélagið ekki að fara í smá naflaskoðun?“ spyr hún. Hún heldur því fram að vandinn sé dýpri en svo að skólarnir einir geti leyst hann. Þetta sé nokkuð sem við þurfum öll að skoða. Meinið snúi að menningunni og lausnin felist ekki í fleiri stöðugildum, við þurfum öll að líta í eigin barm. Og þá kemur aftur upp í hugann setninginn sem nýkjörinn forsetinn hafði uppi um þessa leiðinlegu messu sem hefur verið mörgum hugleikin undanfarna daga. Tilefnið var jú að biskupinn í Washington, Mariann Edgar Budde, bar upp þá einlægu ósk í predikun við Donald Trump, að hann virti réttindi allra borgara þessa stóra og fjölbreytilega lands. Hún lýsti því hversu óttaslegið fólk væri, einkum þeir sem tilheyrðu minnihlutahópum við hótanir hans um að takmarka réttindi þeirra. Innflytjendur og hinsegin fólk væru upp til hópa löghlýðnir borgarar og nú væri fólk uggandi um hag sinn og framtíð. Þetta voru nú leiðindin sem forsetinn kvartaði undan. „Þið voruð sjálfir aðkomumenn“ Þráin eftir því að tilheyra, vera samþykkt er sammannleg og skiptir þá engu hvar við erum stödd í heiminum. Læknavísindin flytja okkur þær fregnir að einsemdin sé álíka skaðleg og reykingar. Bretar hafa meira að segja sérstakt ráðuneyti helgað því að vinna gegn einmanaleika. Þetta er líka eitt einkenni frásagnanna af Jesú þar sem sjónarhornið er jafnan á þeim sömu og biskupinn í Washington talaði um. Það eru þau sem standa höllum fæti af einhverjum ástæðum. Sá boðskapur birtist okkur reyndar víða í Biblíunni: „Hann rekur réttar munaðarleysingjast og ekkjunnar og sýnir aðkomumaninum kærleika og gefur honum fæði og klæði. Þið skulið því sjálfir elska aðkomumanninn því að þið voruð sjálfir aðkomumenn í Egyptalandi.“ (5Mós. 10.18) Takið eftir orðalagi hins ævaforna texta. Hlutskipti aðkomufólks er ekki öfundsvert en það er eitt að reyna að skilja hvernig öðrum kann að líða, hitt er annað að greina hvernig okkur sjálfum hugnast það að vera sett til hliðar. Með þeim hætti má skilja niðurlag þessara orða. Sjálfur gaf Jesús ekki aðeins hinum fátæku og veiku athygli sína og gaum. Hann fann líka til með herforingjanum sem gat með bendingu sent undirsáta sína á milli staða. (Matt. 8.3–13) Hér vakna hugrenningartengsl við messuna leiðinlegu í höfuðborginni Vestanhafs. Hvað vildi biskupinn segja? Jú, hún flutti engan reiðilestur yfir valdhafanum, nei hún bað þeim griða sem eru nú þjökuð af áhyggjum yfir óvissri framtíð. Hún rétti út sáttarhönd í auðmýkt og hvatti forsetann til að hugsa málin betur, já íhuga hvernig öðrum kann að líða. Til varnar leiðindum Til þess þurfum við íhugun. Við þurfum að gefa okkur tóm, andrúm til að skynja, hugsa, já lifa í hverju andartak. Þetta er erindi trúarinnar til mennskunnar, að fá okkur til að horfa á heiminn með öðrum hætti en tíðkast í asa hversdagsins. Í þeim skilningi er allt í lagi að vera leiðinlegur. Við megum alveg skynja það hvernig tíminn okkar líður því hann er vettvangur ævistarfs okkar og verka frá því okkur skolar í heiminn með legvatninu og til þess er ljósið slokknar í lífi okkar. Fram að því á birtan að skína í lífi okkar. Hún á að minna okkur á skyldur okkar hvert gagnvart öðru, í heimi sem þarf svo mjög á hugsjónum okkar og kröftum að halda. Þetta ljós er umhyggjan fyrir náunganum einkum þeim sem þarf að þola órétt og ranglæti af hálfu þeirra sem með völdin fara. Höfundur er prestur í Neskirkju.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun