„Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2025 09:00 Viktor Gísli Hallgrímsson fagnar einni af fjölmörgum markvörslum sínum í gær. Vísir/Vilhelm Einar Jónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson mættu til Stefáns Árna Pálssonar í Besta sætið og fóru yfir magnaðan sigur Íslands á Slóveníu á HM í handbolta. Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum. HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira
Viktor Gísli Hallgrímsson átti stórkostlegan leik í marki Íslands og hann fékk líka hrós fyrir sína mögnuðu frammistöðu. Sérfræðingarnir eru á því að íslenski markvörðurinn sé einn sá besti í heimi að verja frá mönnum úr dauðafærum. „Ég held að allir séu í skýjunum með þetta. Þetta var hreint út sagt bara stórkostleg frammistaða. Strákarnir, þjálfararnir og allir eiga heiður skilinn fyrir það hvernig þetta var lagt upp og hvernig þetta var framkvæmt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. „Ég verð bara að segja fyrir mitt leyti. Aðra eins markmanns- og varnarframmistöðu hef ég ekki séð í helvíti langan tíma,“ sagði Ásgeir. „Þegar frammistaðan er svona þá er ekki hægt að setja út á eitt eða neitt,“ sagði Ásgeir. Íslenska liðið komst í 11-4 í leiknum og þeir slóvensku aðeins búnir að skora fjögur mörk á fyrstu tuttugu mínútunum í leiknum. Viktor var mikið að verja bolta úr mjög góðum færum. Einn sá besti í heiminum „Viktor Gísli er einn af bestu markvörðum í heiminum. Ég held að hann sé einn af tveimur, þremur bestu sex metra markvörðum í heiminum,“ sagði Einar Jónsson og á þá við að verja frá mönnum í návígi. „Svo sér maður stundum sjónarhornið þegar myndavélarnar eru þannig. Þegar leikmennirnir eru að fara inn og vinkillinn hjá þeim með hann fyrir framan sig. Maður skilur alveg að það sér erfitt að koma tuðrunni fram hjá honum,“ sagði Einar. Hann á fimmtán ár eftir „Þetta er ekkert smá stykki, faðmurinn á honum og allt þetta. Hann er alltaf að verða betri og betri leikmaður. Það má ekki gleyma því að Viktor Gísli er bara 25 ára gamall,“ sagði Einar. „Hann á ekkert eðlilega mikið eftir,“ sagði Einar. „Hann á fimmtán ár eftir,“ skaut Ásgeir Örn inn. „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því. Þetta er enginn smá gullmoli sem við eigum. Ég er búinn að segja það þrjú, fjögur síðustu mót. Mér finnst markvarslan vera búin að vera fín á öllum þessum mótum,“ sagði Einar. „Þetta var líka stöðug markvarsla yfir sextíu mínútur. Þetta var ekki eins og maður sér svo rosalega oft hjá markvörðum sem detta í stuð og eiga einhverja svakalega kafla. Maður hugsar kannski: Hann er bara búinn með kvótann í fyrri hálfleik. Þetta var bara stöðugt, áfram, áfram og áfram,“ sagði Ásgeir. „Alltaf þegar þeir eru aðeins líklegir þá tekur hann skot. Það voru þessi móment. Hann slökkti í þeim,“ sagði Ásgeir. Hér fyrir neðan má hlusta á allan þáttinn þar sem strákarnir fóru vel yfir leikinn á móti Slóvenum.
HM karla í handbolta 2025 Besta sætið Landslið karla í handbolta Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Þeir bestu (6. sæti): Mókollur, Uxi og sumarið 1995 Íslenski boltinn Blóðgaði dómara Körfubolti Breiðablik og Valur vonast eftir Disney-ævintýri Fótbolti Var ekki nógu ánægður með Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði Sjá meira