Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa 18. janúar 2025 16:01 Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Átök í Ísrael og Palestínu Guðmundur Ingi Guðbrandsson Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Það er sannarlega ástæða til að fagna löngu tímabæru samkomulagi um vopnahlé á Gaza sem nú hefur náðst og það gerum við vonandi öll. Fórnarkostnaðurinn við stríðsátökin á Gaza, sem hafa nú staðið yfir í 19 langa mánuði, er gríðarlegur. Saklausir borgarar eru fórnarlömbin og þá sérstaklega börn, konur og fólk í viðkvæmri stöðu. Gíslum verður nú sleppt og þau geta loks sameinast fjölskyldum sínum sem hafa beðið milli vonar og ótta eftir því hvort þau snúi heim lífs eða liðin. Íbúar Gaza fá nú vonandi langþráð ráðrúm og næði án þess að óttast stöðugt sprengjuregn til að grafa ættingja og vini. Nauðsynleg læknisaðstoð og mannúðaraðstoð mun líka vonandi berast án tafar inn á svæðið en það hefur verið hindrað af Ísraelsher þrátt fyrir að það hafi sárlega vantað og valdið fólki óbærilegum þjáningum. Biðin eftir vopnahléi hefur verið löng, enda hefur stríðið á Gaza verið með því allra skelfilegasta sem heimsbyggðin hefur orðið vitni að eins og dómsmál fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag og fyrir Alþjóðlega Sakamáladómstólnum sýna okkur. Það er mikilvægt fyrir alþjóðalög og alþjóðlega sáttmála að þau dómsmál verði leitt til lykta og viðeigandi aðilar axli ábyrgð á glæpum sínum. Stríðið á Gaza er ein umfangsmesta mannúðarkrísa samtímans að mati Sameinuðu þjóðanna sem telja að 1,9 milljón manna hafi þurft að flýja heimili sín og talið er að um 47 þúsund manns, þar af rúmlega 17 þúsund börn hafi verið drepin í stríðinu. Að ótöldum þeim tugþúsundum sem hafa særst, örkumlast eða týnst. Vopnahléið núna verður að vera fyrsta skref að raunverulegum og varanlegum friði. Uppbyggingin verður að hefjast strax og ríki heims verða að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að veita íbúum á Gaza allan þann stuðning sem þarf til að byggja upp gjöreyðilagt samfélag. Heimili, skólar, heilbrigðisstofnanir, vegir og aðrir innviðir verði byggðir upp eftir algjöra eyðileggingu. Þessi uppbygging mun taka langan tíma sem alþjóðasamfélagið verður að axla ábyrgð á. Íslensk yfirvöld þurfa að leggja myndarlega af mörkum í þátttöku sinni í aðstoð og uppbyggingu. Nú sem fyrr. En mest um vert er að Ísland eins og önnur ríki heims leggi sig fram um að svona stríð endurtaki sig ekki og vinni einarðlega að því að varanlegum friði verði komið á milli Ísraels og Palestínu. Það er mikilvægara en nokkru sinni að tveggja ríkja lausnin verði fastákveðin. Að aðskilnaðarstefnunni gagnvart Palestínubúum verði hætt. Að ólöglegri yfirtöku á hernumdu svæðunum verði stöðvuð og ofbeldi gagnvart íbúum Vesturbakkans linni án tafar. Allt til að tryggja sjálfstæði Palestínu og varanlegan frið á svæðinu. Stríðshrjáðum íbúum og framtíðarkynslóðum Palestínu til heilla en líka fyrir öryggi íbúa Ísraelsríkis og á svæðinu öllu. Friður er grundvöllur farsællar framtíðar fyrir íbúa þessara svæða eins og okkur öll sem byggjum þessa jörð. Höfundar eru formaður og varaformaður VG.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun