Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 11:33 Henry Birgir Gunnarsson ljómaði eftir að hafa keypt vindla af leikmanni kúbverska landsliðsins, Osmani Miniet. vísir/vilhelm Ef Grænhöfðaeyjar voru lítil fyrirstaða fyrir íslenska karlalandsliðið í handbolta ætti mótspyrnan frá Kúbu að vera enn minni. Liðin mætast í G-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi. HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn Sjá meira
Kúba er með á HM í fyrsta sinn í sextán ár og fór ekki vel út úr fyrsta leik sínum á mótinu. Slóvenar tóku þá Kúbverja í kennslustund, 41-19. Vanmat er ein af höfuðsyndum íþróttanna og auðvitað á að bera virðingu fyrir hverju verkefni. En C-lið Íslands myndi sennilega vinna Kúbu. Íslendingar verða með fjögur stig eftir leikinn í kvöld. Eina spurningin er hversu stór sigurinn verður. Kúbumenn hafa átt góða handboltamenn í gegnum tíðina en þeir hafa flestir spilað fyrir önnur lönd. Við Íslendingar nutum auðvitað góðs af kröftum Róberts Julian Duranona og Jaliesky García, sælla minninga. Í fjölþjóða liði Katar eru tveir Kúbverjar og hafa verið lengi; Rafael Capote og Frankis Carol. Þá er línumaður portúgalska landsliðsins, Victor Iturriza, frá Kúbu. Leikmenn kúbverska liðsins eru lítt þekktir og ekki beint þekktar stærðir. Til marks um það er enginn í kúbverska hópnum með enska Wikipedia-síðu. Tveir í kúbverska liðinu eiga samherja í því íslenska. Maiko Vázquez leikur með Orra Frey Þorkelssyni hjá Sporting og Freddy Lafonton og Þorsteinn Leó Gunnarsson leika saman hjá Porto. Vázquez skoraði tvö mörk gegn Slóveníu en Lafonton var ekki á meðal markaskorara. Dariel Garcia í leiknum gegn Slóveníu.epa/ANTONIO BAT Dariel García, vinstri hornamaður Bidasoa á Spáni, var markahæstur Kúbverja gegn Slóvenum en hann skoraði fjögur mörk. Markahæsti leikmaðurinn í kúbverska liðinu er vinstri skyttan Frank Cordies sem leikur með Huesca á Spáni. Marksækinn markvörður og vinur hans Villa Sé rýnt í fjölda landsleikja og marka hjá leikmönnum Kúbu vekur athygli að markvörðurinn og fyrirliðinn Magnol Suárez hefur skorað sex mörk í 32 landsleikjum. Þessi marksækni markvörður varði hins vegar lítið gegn Slóveníu enda í afar erfiðri stöðu. Stærsta nafnið í leikmannahópi Kúbu er sennilega vinstri hornamaðurinn Hanser Rodríguez sem leikur með Vardar í Norður-Makedóníu. Hann gerði tvö mörk gegn Slóveníu. Síðan er það Osmani Miniet sem var sessunautur Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, í flugvélinni á leið frá Frankfurt til Zagreb þar sem G-riðilinn er leikinn. Miniet, sem er aðeins átján ára, fékk ekki peninga frá foreldrum sínum til að taka með sér. Hann dó þó ekki ráðalaus og hafði með sér öskju af kúbverskum vindlum eins og fjallað var um í HM í dag. Miniet kom ekkert við sögu gegn Slóveníu. Miniet er byrjaður að græða á vindlasölunni því okkar menn í Zagreb keyptu nokkur stykki af honum. Miniet er þó ekki eini Kúbverjinn sem stundar vindlaviðskipti meðfram handboltaiðkun því fleiri samherjar hans í landsliðinu mættu með vindla til að selja í Zagreb. Leikur Íslands og Kúbu hefst klukkan 19:30 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Leikurinn verður svo gerður ítarlega upp á Vísi.
HM karla í handbolta 2025 Landslið karla í handbolta Kúba Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn Sjá meira