Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar 17. janúar 2025 08:03 Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Hegðun stórvelda á alþjóðavettvangi hefur djúpstæð áhrif á réttlætingar annarra ríkja til aðgerða sem stangast á við alþjóðalög. Þegar Bandaríkin taka ákvarðanir sem virðast byggja á eigin hagsmunum fremur en alþjóðlegum reglum, sendir það hættuleg skilaboð til annarra stórvelda, svo sem Rússlands og Kína, sem nýta sér fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Lítil og meðalstór ríki hafa mikla hagsmuni í því að stórveldin fari að alþjóðalögum og séu ekki með yfirgang í kraft yfirburða hernaðarlega eða viðskiptalega. Donald Trump vakti mikla athygli þegar hann árið 2019 lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa Grænland frá Danmörku. Sú hugmynd var ekki aðeins óvenjuleg heldur skapaði áhyggjur um að stórveldi gætu litið á minni ríki eða landsvæði sem skiptimynt í eigin valdapólitík. Þótt umræða Trumps hafi að mestu verið orðuð í tengslum við friðsamleg kaup, var hún tekin upp aftur nú í sambandi við endurkomu hans á forsetastól í samhengi við áætlanir sem gætu falið í sér að þvinga fram hagsmuni Bandaríkjanna, jafnvel með hervaldi. Ef slík hugmyndafræði væri framkvæmd, væri það beint brot á sjálfsákvörðunarrétti og fullveldi ríkja. Svipaða hegðun má sjá varðandi Panama-kanalinn, sem Bandaríkin tóku við af Frökkum og kláruðu byggingu kanalsins sem tekin var í notkun 1914, þar sem Trump hefur í hótunum. Þrátt fyrir að Panama hafi tekið yfir stjórn kanalsins árið 1999, hefur umræðan um hagsmuni Bandaríkjanna á svæðinu haldið áfram. Ef Bandaríkin láta til skarar skríða til að tryggja hagsmuni sína þar, væri það önnur birtingarmynd valdatöku stórvelda á kostnað fullveldis minni ríkja í nútíma. Þegar kemur að stuðningi Bandaríkjanna við Ísrael, hafa þau varið aðgerðir sem eru fordæmdar af alþjóðasamfélaginu, þar á meðal byggingu landtökubyggða og hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum. Þessi afgerandi stuðningur hefur gert Ísrael kleift að fylgja stefnu sem margir telja brjóta gegn alþjóðalögum og jafnvel fela í sér þjóðarmorð. Þessi tvöfalda afstaða Bandaríkjanna – þar sem þau krefjast að farið sé að lögum en virða ekki sjálf alþjóðalög – hefur grafið undan siðferðislegu valdi þeirra á alþjóðavettvangi. Þegar Bandaríkin setja fordæmi sem þetta, veita þau Rússlandi og Kína óbeina réttlætingu fyrir eigin aðgerðum. Rússland hefur notað rök eins og “sögulegan rétt” og “verndun Rússa í Úkraínu” til að réttlæta innrásina í landið. Bandarísk hegðun í Grænlandi eða Panama getur veitt Rússlandi enn frekari tilefni til að halda því fram að stórveldi hafi rétt á að fylgja eigin hagsmunum óháð sjálfsákvörðunarrétti annarra. Sama gildir um Kína og kröfu þeirra til Taívans. Kína hefur lengi haldið því fram að Taívan sé órjúfanlegur hluti af Kína og fylgst grannt með viðbrögðum alþjóðasamfélagsins við deilum eins og í Úkraínu. Ef Bandaríkin sýna sjálf að þau eru fús til að hunsa alþjóðalög þegar þeim hentar, getur það augljóslega þjónað sem réttlæting fyrir Kína til að grípa til hernaðaraðgerða gegn Taívan. Þetta mynstur endurtekur sig í fleiri svæðum þar sem stórveldi leitast við að tryggja eigin hagsmuni á kostnað minni ríkja. Tyrkland hefur, með takmörkuðum mótmælum, ráðist inn í norðurhluta Sýrlands undir því yfirskini að verja eigin öryggi. Samhliða hefur Sádí-Arabía í samstarfi við Bandaríkin leitt hernað gegn Jemen, sem hefur valdið ómældum mannúðarhörmungum, án þess að alþjóðasamfélagið hafi gripið til nægilega harðra aðgerða. Þegar stórveldi eins og Bandaríkin, Rússland og Kína hegða sér eins og þau séu undanþegin alþjóðalögum, hefur grafast undan alþjóðakerfi sem byggir á samvinnu og reglum. Þessi hegðun veldur ekki aðeins beinum skaða, heldur einnig því að önnur ríki nýta fordæmin til að réttlæta eigin yfirgang. Þetta setur minni ríki í hættu og eykur hættuna á víðtækum átökum. Aðeins með því að krefjast ábyrgðar af öllum ríkjum, sama hversu öflug þau eru, getum við stuðlað að réttlátu og friðsamlegu alþjóðakerfi. Höfundur er sósíalisti.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun