Fjögur skip hefja leit að loðnu Lovísa Arnardóttir og Kristján Már Unnarsson skrifa 16. janúar 2025 23:14 Guðmundur segir fyrstu niðurstöður eiga að liggja fyrir fljótlega eftir að leiðangri lýkur. Vísir/Einar Fjögur skip eru núna að hefja loðnuleit í veikri von um að bjarga megi loðnuvertíð. Kristján Már Unnarsson var staddur við höfuðstöðvar Hafrannsóknastofnunar í Hafnarfirði í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann sagði loðnuvertíðina skipta miklu máli fyrir þjóðarbúið. Góð loðnuvertíð geti skilað þjóðarbúinu um 60 milljörðum á tveimur mánuðum en léleg um 20 milljörðum. Verði loðnubrestur aftur eins og í fyrra þýði það engar tekjur og það sjáist á hagtölum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði upp frá Hafnarfirði. Þrjú skip frá útgerðinni taka þátt í leitinni að þessu sinni; Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, grænlenska skipið Polar Ammassak, en þau héldu úr Neskaupstað, og Heimaey VE, skip Ísfélagsins, sem siglir frá Þórshöfn. Hér má sjá leitarferla skipanna. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir skipin byrja norðaustan við landið vegna þess að veðurhorfur séu bestar þar eins og stendur. „Svo verður þessu framhaldið og leitað fyrir austan land og norðan,“ segir hann og að það verði leitað langleiðina að Grænlandi. Hann segir að það hafi borist fregnir af loðnu fyrir austan og þeir komist fljótt í hana. Hann segir enn von á að finna hana. „Við höfum trú á því að það gæti orðið eitthvað,“ segir Guðmundur og að þau verði að sjá hversu mikið það verður. Fókusinn sé núna á að ná nákvæmri mælingu á magni og stærð stofnsins og hversu mikið, eða hvort, það verður hægt að gefa ráðgjöf. Hann segir þennan leiðangur geta tekið um viku og að því loknu verði unnið úr niðurstöðunum. Þau reyni að vinna þetta fljótt og mögulega liggi það fyrir eftir um tíu daga hvort það verði loðnuvertíð í ár eða ekki. Sjávarútvegur Loðnuveiðar Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Efnahagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Góð loðnuvertíð geti skilað þjóðarbúinu um 60 milljörðum á tveimur mánuðum en léleg um 20 milljörðum. Verði loðnubrestur aftur eins og í fyrra þýði það engar tekjur og það sjáist á hagtölum. Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson lagði upp frá Hafnarfirði. Þrjú skip frá útgerðinni taka þátt í leitinni að þessu sinni; Barði NK, skip Síldarvinnslunnar, grænlenska skipið Polar Ammassak, en þau héldu úr Neskaupstað, og Heimaey VE, skip Ísfélagsins, sem siglir frá Þórshöfn. Hér má sjá leitarferla skipanna. Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknarstofnunar, segir skipin byrja norðaustan við landið vegna þess að veðurhorfur séu bestar þar eins og stendur. „Svo verður þessu framhaldið og leitað fyrir austan land og norðan,“ segir hann og að það verði leitað langleiðina að Grænlandi. Hann segir að það hafi borist fregnir af loðnu fyrir austan og þeir komist fljótt í hana. Hann segir enn von á að finna hana. „Við höfum trú á því að það gæti orðið eitthvað,“ segir Guðmundur og að þau verði að sjá hversu mikið það verður. Fókusinn sé núna á að ná nákvæmri mælingu á magni og stærð stofnsins og hversu mikið, eða hvort, það verður hægt að gefa ráðgjöf. Hann segir þennan leiðangur geta tekið um viku og að því loknu verði unnið úr niðurstöðunum. Þau reyni að vinna þetta fljótt og mögulega liggi það fyrir eftir um tíu daga hvort það verði loðnuvertíð í ár eða ekki.
Sjávarútvegur Loðnuveiðar Hafnarfjörður Vestmannaeyjar Fjarðabyggð Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Sveitarfélagið Hornafjörður Akranes Efnahagsmál Vísindi Tengdar fréttir Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09 Mest lesið Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Sjá meira
Áfram engar loðnuveiðar Hafrannsóknastofnun leggur til að engar loðnuveiðar verði leyfðar fiskveiðiárið 2024/2025. 12. október 2024 09:09
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun