„Fann að það héldu allir með okkur“ Sindri Sverrisson skrifar 15. janúar 2025 16:03 Gleði Þórsara var ósvikin eftir að fyrsti Íslandsmeistaratitilinn var í höfn, Þorlákshöfn. Stöð 2 Sport Fyrir tæpum fjórum árum vann Þór Þorlákshöfn sinn fyrsta og jafnframt einn óvæntasta Íslandsmeistaratitil í sögu körfuboltans hér á landi. Heimir Snær Heimisson, stuðningsmaður liðsins, var að sjálfsögðu fenginn til að rifja upp sigurstundina þegar hann mætti í Körfuboltakvöld Extra í gærkvöld. Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum. Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Körfubolti Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Íslenski boltinn Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Fótbolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Handbolti Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti Í beinni: Leicester - Arsenal | Hvað gerir brothætt framlína Skyttanna? Enski boltinn Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Körfubolti Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Fótbolti Fleiri fréttir Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sjá meira
Heimir ræddi við þá Stefán Árna Pálsson og Tómas Steindórsson í þættinum í gær, um þá óhemju miklu gleði sem braust út vorið 2021 þegar Þór vann Keflavík í einvígi um Íslandsmeistaratitilinn. „Það er vídjó af mér þar sem við Heisi [Heiðar Snær Magnússon, körfuboltalýsandi] erum að knúsast og ég brotna niður í örmunum á honum,“ segir Heimir en brot úr þættinum má sjá hér að neðan. Klippa: KBK Extra - Heimir rifjaði upp titilinn óvænta „Þetta er eitthvað sem ég mun aldrei geta lýst. Við bjuggumst ekkert við þessu. Keflavík átti bara að hlaupa í burtu með titilinn. Það bjuggust allir við því, þeir líka. Maður fann líka að það héldu allir með okkur – allir nema Keflvíkingar,“ bætir Heimir við. Hann segir titilinn hafa verið enn sætari í ljósi þess hve margir uppaldir Þorlákshafnarbúar voru í liðinu: „Þetta lið var svo mikið byggt upp á okkar strákum. Þarna erum við bara með Drungilas, Larry Thomas og Callum Lawson. Restin eru Þorlákshafnarbúar. Það er rosalega fallegt líka.“ Þjálfari Þórs þá og nú er reyndar ekki heimamaður en það er Lárus Jónsson sem Heimir ræðir um af mikilli aðdáun: „Það ætti að reisa styttu af Lalla. Hann verður aldrei í heitu sæti, því hann gerði þetta fyrir okkur. Enda höfum við alltaf, frá því að hann tók við, verið í topp fjórum eða að daðra við það. Áður en hann kom var Friðrik Ingi með okkur og við vorum að fara að falla.“ Brot úr þættinum má sjá hér að ofan en allur þátturinn er aðgengilegur áskrifendum að Stöð 2 Sport. Þættirnir eru sýndir á þriðjudagskvöldum.
Bónus-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Mest lesið Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum Körfubolti Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Íslenski boltinn Leggja til refsingar vegna fótboltakrakkaveiða í Danmörku Fótbolti Arnar hrósar Sölva í hástert: „Gerði liðið að sínu strax í fyrsta leik.“ Fótbolti Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Handbolti Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Handbolti Mættur í skólann daginn eftir að hafa sett nýtt met í Evrópukeppni Fótbolti Í beinni: Leicester - Arsenal | Hvað gerir brothætt framlína Skyttanna? Enski boltinn Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Körfubolti Sjáðu mark Emilíu og lætin í kjölfarið Fótbolti Fleiri fréttir Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Sjá meira